21.4.2010 | 16:49
Kreppan grynnri, en verður lengri
Á haustdögum 2008, eftir bankahrunið, voru menn ákaflega svartsýnir um framtíðina og óttuðust allt það versta varðandi efnahagslífið og atvinnuleysi. Nú eru allir kátir vegna þess að ástandið er eitthvað betra, almennt séð, en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir og að sjálfsögðu segir ríkisstjórnin að allt sé þetta henni að þakka. Það eru auðvitað hreinustu öfugmæli, eins og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa margoft bent á.
Samkvæmt samantekt AGS verða næstu ár síður en svo einhver gósentíð, því eins og segir í fréttinni:
"Í skýrslunni er birt hagvaxtarspá, sem gerir ráð fyrir 2,3% vexti á næsta ári, 2,4 vexti árið 2012, 2,6% hagvexti árið 2013 og 4% hagvexti árið 2014.
Þá spáir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að verulega dragi úr atvinnuleysi á næstu árum. Áætlað er að það verði 9,7% á þessu ári, 8,6% á næsta ári en verði komið niður í 3% árið 2014. Þá verði verðbólga 3,8% á næsta ári en lækki áfram og verði 2,5% árið 2014."
Til þess að endurheimta störf fyrir þá, sem nú þegar eru atvinnulausir og þá, sem bætast við á vinnumarkað á næstu árum, hefur Vilhjálmur Egilsson sagt, að hagvöxtur þyrfti að vera 5% árlega næstu ár, en spá AGS er langt frá slíkum hagvexti. AGS gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði 3% árið 2014, en verði hátt í 10% næstu ár.
Ef einhver heldur að kreppan sé að verða búin, þá fer sá hinn sami villur vegar, því jafnvel má búast við því að spá AGS sé of bjartsýn, ef tekið er mið af þeim töfum á atvinnuuppbyggingu, sem VG berst fyrir með kjafti og klóm.
Það er áreiðanlega einsdæmi í sögunni, að ríkisstjórn hafi það að markmiði að framlengja kreppu eins mikið og mögulegt er.
![]() |
Kreppan grynnri en óttast var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.4.2010 | 13:22
Björgólf Thor út úr Verne Holding
Iðnaðarnefnd Alþingis mun á næstunni afgreiða erindi Verne Holding um þjónustusamning vegna gagnavers, sem fyrirtækið er að reisa á suðurnesjum, en slíkur samningur "á að skapa félaginu stöðugri grundvöll varðandi skattalega umgjörð, opinber gjöld o.s.frv. Samningurinn er talinn afar mikilvægur Verne holding þegar kemur að því að tryggja samninga við erlenda viðskiptavini", eins og segir í fréttinni.
Það hefur lengi verið von manna, að hér á landi yrði hægt að koma upp nokkrum gagnaverum til að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og tryggja raforkusölu til nýrrar tekundar stórnotenda. Þess vegna er afar nauðsynlegt að Iðnaðarnefnd afgreiði erindi Verne Holding á jákvæðan hátt, þannig að unnt verði að koma verinu í gang, sem allra fyrst.
Jafnframt á nefndin að setja þau skilyrði, að Björgólfur Thor Björgólfsson hverfi úr hluthafahópnum og til þess verði félaginu gefinn hæfilegur frestur, t.d. eitt ár, en verði slíkt skilyrði ekki uppfyllt að þeim tíma liðnum, falli samningurinn aftur úr gildi.
Atvinnumálin á Suðurnesjum eru mikilvægari en persóna Björgólfs Thors.
![]() |
Hlutur Björgólfs Thors metinn í iðnaðarnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.4.2010 | 08:40
Al Capone, Jón Ásgeir, Hannes Smárason og aðrir álíka
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins stendur fyrir dyrum að skattrannsóknarstjóri kyrrsetji hundruð milljóna króna virði af "eignum" Jóns Ásgeirs í Bónusi og Hannesar Smárasonar glæpafélaga hans til margra ára. Á meðal þess sem verið er að rannsaka er rekstrarkosnaður upp á 5,2 milljarða króna á árinu 2007, sem skráður var á FL-group, ef grunur leikur á að hafi í raun verið að stórum hluta eyðslufé þeirra félanna sjálfra, þar á meðal þoturekstur og annar persónulegur lúxus.
Húsleit fór fram hjá FL-Group (sem nú heitir Stoðir) í nóvember árið 2008, sem sýnir hve flóknar og tímafrekar svona rannsóknir eru, en til samanburðar má geta þess að embætti Sérstaks saksóknara tók til starfa 1. febrúar 2009, þannig að það hefur aðeins starfað í rúmt ár, en er nú að drukkna í málum, sem þar eru nú þegar til rannsóknar. Miðað við fyrri reynslu munu því líða mörg ár þangað til niðurstaðna er að vænta úr stærstu málunum, sem þar eru til rannsóknar.
Því hefur nokkrum sinnum verið slengt fram á þessu bloggi, að líklega færi fyrir helstu banka- og útrásarglæpamönnunum eins og Al Capone forðum, en yfirvöldum tókst aldrei að sanna á hann þátttöku í glæpaverkum, þrátt fyrir að allir vissu að hann væri stjórnandi þeirra, heldur fór svo að það voru skattsvik, sem komu honum bak við lás og slá, þar sem hann lést síðar af sárasótt.
Vonandi verða þessar aðgerðir skattrannsóknarstjóra aðeins fyrstu raunverulegu aðgerðirnar gegn þeim glæpamönnum sem rændu öllu steini léttara út úr þjóðfélaginu á síðustu árum og skildu það eftir í rjúkandi rúst.
![]() |
Eignir Jóns Ásgeir og Hannesar kyrrsettar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)