Björgvin getur ekki annað á meðan á rannsókn stendur

Björgvin Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem Ingibjörg Sólrún hélt að miklu leyti utan við fundahöld með seðlabankamönnum í aðdraganda hrunsins, er einn þeirra sem á þeim tíma sat á ráðherrastóli og Rannsóknarnefnd Alþingis kvað upp úr með að væri sekur um vanrækslu í starfi vegna aðgerðarleysis á þeim örlagaríku tímum.

Sérstök þingnefnd, undir forystu Atla Gíslasonar, þingmanns VG, hefur það hlutverk með höndum, að taka ákvörðun um hvort Björgvini, Geir Haarde og Árna Matthiesen verði stefnt fyrir Landsdóm vegna þeirrar vanrækslu, sem rannsóknarnefndin sakar þá um, en rannsóknarnefndin kvað ekki upp endanlegan dóm þar um.

Á meðan nefnd Atla er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og meta hvort þremenningunum verði stefnt fyrir Landsdóminn og málið er að öðru leyti til meðferðar í þinginu, er Björgvini ekki sætt á þingi, en kemur væntanlega aftur til þingstarfa, komist nefndin að þeirri niðurstöðu, að ekki sé tilefni til stefnu, eða Landsdómur sýknar hann af öllum ákærum.

Björgvin er sá eini þremenninganna, sem gaf kost á sér til setu á Alþingi og getur því ekki annað en vikið af þinginu, a.m.k. um stundarsakir.


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grafalvarlegt ástand í atvinnumálum

Samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna eru horfur á að störfum í þjóðfélaginu muni fækka um 1.500 á þessu ári og mun þá atvinnuleysi verða komið upp í um 10% við næstu áramót.

Þrátt fyrir mikinn fagurgala stjórnvalda um að "margt hafi verið gert" til að fá hjólin til að snúast í atvinnulífinu, er þetta það sem við blasir, þ.e. að atvinnuleysi mun aukast og hátt í 20.000 manns munu verða á atvinnuleysisskrá og til viðbótar hafa nokkur þúsund manns flutt af landi brott og því mælast raunverulega töpuð störf mun færri vegna þess.

Í fréttatilkynningu SA kemur m.a. þetta fram:  "Yfirfært á atvinnulífið í heild samsvarar þessi niðurstaða fækkun um rúmlega 1.500 starfsmenn í þessum atvinnugreinum á árinu. Launagreiðslur sem falla brott af þeim sökum nema um 8 milljörðum króna á ársgrundvelli, segir á vef SA."  Jafnframt mun þetta viðbótaratvinnuleysi kosta Atvinnuleysistryggingarsjóð a.m.k. 250 milljónir króna á mánuði, en heildartap launþeganna mun verða hátt í fimmmilljarðar króna á ári.

Þetta er grafalvarleg staða og óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli ennþá tefja og í raun stoppa allar stóriðjuframkvæmdir, sem hugsanlegt er að gætu komist í gang, væri ekki fyrir þessa skemmdarstarfsemi stjórnvalda.


mbl.is Útlit fyrir störfum fækki um 1.500
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfheiði blöskrar og fleirum einnig

Ekki hefði verið hægt að ímynda sér að hægt yrði að vera sammála Álfheiði Ingadóttur um nokkurt mál, því svo einstrenginslegar og öfgafullar eru skoðanir hennar yfirleitt, að þær falla yfirleitt ekki inn í hugsunarhátt eðlilega þenkjandi fólks.

Ummæli hennar um Ólaf Ragnar Grímsson, klappstýru útrásarinnar, sem hún lét falla á Alþingi í dag, eru hins vegar orð að sönnu, en hún sagði m.a:  „Ég verð að segja, að mér ofbuðu viðbrögð eins aðalleikara og klappstýru í útrásinni, sem er forseti Íslands, við skýrslunni í fjölmiðlum í gær. Ég harma þau.“

 

"Hún bætti síðar við að hún hefði búist við öðrum viðbrögðum í ljósi áramótávarps forsetans 1. janúar 2008. „Þar mátti  kenna nokkra iðrun yfir aðkomu hans og embættisins að útrásinni. Það er ljóst, að það er á fleiri vígstöðum sem menn þykjast ekki bera ábyrgð en stjórnmálaflokkum. “"

Í þessu efni má segja að kjöftugum hafi ratað rétt orð á munn, sem sjaldgæft er með Álfheiði, en fólk var farið að trúa því, eftir að forsetinn neitaði Icesavelögunum staðfestingar, að hann væri fullur iðrunar og tilbúinn til þess að taka afstöðu með þjóðinni.

Það hefur hann nú afsannað með gagnsókn sinni gegn rannsóknar- og siðferðisskýrslunum.


mbl.is Ofbauð viðbrögð forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfheiður étur ofan í sig hrokann

Hrokagikkurinn Álfheiður Ingadóttir, illu heilli heilbrigðisráðherra, fór mikinn fyrir nokkru síðan og lýsti yfir trúnaðarbresti milli sín og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, vegna þess að hann hafði leyft sér að óska aðstoðar ríkisendurskoðanda við að skilja reglugerð, sem hrokagikkurinn hafði sent frá sér í flaustri og var enda svo illa unnin og óskír, að þeir sem áttu að framfylgja henni, skyldu hana hreinlega ekki.

Af því tilefni lýsti Álfheiður yfir því, að hún myndi veita forstjóranum formlega áminningu fyrir þá ósvífni hans, að ræða við annað fólk en hana og hana eina, enda ættu allir heilbrigðisstarfsmenn landsins að lúta henni í auðmýkt og ekki dirfast að bera skilningsleysi sitt á gerðum hennar undir aðra en hana sjálfa.

Þar sem hrokagikkurinn er líka skapofsi, var þetta upphlaup hennar eintómt frumhlaup og nú hefur hún étið hrokann ofan í sig og lýst því yfir, að engin ástæða sé, eða hafi verið, til þessara hótana og yfirgangs gagnvart undirmanninum og lofar hún nú bót og betrun í framtíðinni, enda hafi henni nú tekist að skilja mistök sín og setja umrædda reglugerð í skiljanlegt horf, svo hægt væri að vinna eftir henni.

Afsökunarbeiðni fyrir flumbruganinn fylgdi hins vegar ekki, enda tíðkast ekki að ráðamenn játi á sig ábyrgð í nokkru máli.


mbl.is Ekki tilefni til áminningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túristagos?

Vegna margra tiltölutega lítilla eldgosa á undanförnum áratugum, allt frá Heimeyjargosinu, erum við Íslendingar farnir að líta á eldgos eins og hverja aðra áramótabrennu, sem fólk flykkist að, sér og sínum til skemmtunar og án mikillar fyrirhyggju eða varúðar.

Eldgos undanfarinna áratuga hafa verið kölluð "túristagos" og þeim nánast fagnað eins og hverju öðru nýju og atvinnuskapandi verkefni, sem ferðaþjónustan gæti grætt vel á og vonast hefur verið eftir að gosin stæðu nógu lengi, til að hægt væri að hafa "gott upp úr þeim".

Nýja gosið í Eyjafjallajökli ætti að sýna okkur að þetta viðhorf til eldgosa er meira en varasamt, því þetta gos er hreint ekkert túristagos, því það stöðvar flugumferð í nágrannalöndunum og er alls ekki til að greiða götu ferðamanna og annarra, sem þurfa nauðsynlega að komast leiðar sinnar.

Þetta gos er þó einungis sýnishorn af því sem getur gerst ef Katla fer að gjósa, því fyrir utan allt það tjón, sem hún mun valda á fólki, mannvirkjum og búpeningi, mun hún væntanlega stöðva alla flugumferð í Evrópu og jafnvel miklu víðar, því öskufall frá henni gæti borist hálfan eða heilan hring um hnöttinn og hafa skelfilegar afleiðingar víða um heim.

Slíkt eldgos yrði aldeilis ekkert "túristagos", heldur gæti það þvert á móti drepið allan ferðaiðnað landsins og þó víðar væri leitað.


mbl.is Eldgosið truflar flugumferð í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband