29.3.2010 | 21:42
Clinton tekur málstað Íslands, þrátt fyrir móðgun Össurar
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf ráðstefnu norðurhjararíkja í mótmælaskyni víð að frumbyggjum á svæðinu, auk Íslands, Svíþjóðar og Finnlands var ekki boðið að taka þátt í fundinum, þrátt fyrir augljósa hagsmuni á svæðinu.
Það verður að teljast frekar óvænt, að Clinton skuli yfirleitt styðja Ísland í nokkru, eftir að Össur, eða einhver á hans vegum sleit stjórnmálasambandi, óformlega, við Bandaríkin með grófri móðgun við sendiherra þeirra og þar með bandarísku þjóðina, þegar sendiherra þeirra var lítillækkaður á leið á Bessastaði til að meðtaka Fálkaorðuna, en fékk þau boð á leiðinni að hætt væri við að veita henni orðuna, en hún mætti svo sem kíkja í kaffi, ef hún vildi.
Aldrei hefur verið upplýst hver ástæðan var fyrir þessari ótrúlegu framkomu við bandarísku þjóðina og fulltrúa hennar og eins ótrúlegt og það nú er, hafa "rannsóknarblaðamenn" fjölmiðlanna aldrei reynt að komast til botns í málinu.
Ef til vill var Clinton ekki beint að taka málstað Íslands, en leyfði nafni landsins eingöngu að fljóta með í stuðningi sínum við aðra frumbyggja á svæðinu.
Er ekki mál til komið að upplýsa ástæðu móðgunarinnar og biðjast opinberlega afsökunar?
![]() |
Yfirgaf norðurhjararáðstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2010 | 18:41
Samfylkingin þarf að losna við Jón Bjarnason
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er algerlega andvígur innlimum Íslans sem smáhrepps í ESB og berst gegn því með öllum ráðum, eins og flestir aðrir vinstri grænir, með fáeinum undantekningum.
Það er ástæða þess, að Samfylkingin vill nú leggja niður ráðuneyti hans og sameina það öðru, því með öllum ráðum þarf hún að losa sig við helstu andstæðina ESB, áður en viðræður um innlimunina hefjastt fyrir alvöru. Auðvitað er ekki samstaða um þetta milli ríkisstjórnarflokkanna, frekar en önnur mál og ætli Samfylkingin sér að reyna að berja þetta mál í gegn, lítt undirbúið, mun VG fyrr yfirgefa ríkisstjórnina, en samþykkja slíkt.
Kattakonan Jóhanna, mun ekki ná þessu máli fram, frekar en öðrum sem til afgreiðslu eru á ríkisstjórnarborðinu.
![]() |
Ekki á dagskrá nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)