Foræstisráðherra sem ræður ekki við sjálfa sig og hvað þá aðra

Það er alþekk að Jóhanna Sigurðardóttir kemst ótrúlega oft klaufalega að orði á opinberum vettvangi, enda forðast hún fjölmiðla eins og heitan eldinn, því samherjar hennar vita sem er, að því sjaldnar sem hún kermur fram opinberlega, því minni hætta á að hún verði sjálfri sér til skammar.

Hlutverk forsætisráðherra á einna helst að vera það, að halda ríkistjórn ólíkra flokka saman og vera sáttasemjari mismunandi sjónarmiða stjórnarflokkanna og ráðherranna og leiða fram sameiginlega niðurstöðu og a.m.k. láta líta svo út, að innan stjórnarinnar sé samheldni og samstaða um þau verkefni, sem á þjóðfélaginu brenna hverju sinni.

Þetta hefur Jöhönnu algerlega mistekist og mörg ummæli hennar frekar orðið til að kynda undir óánægju milli manna og flokka og nú síðast hefur hún tryllt Vinstri græna með þeim ummælum sínum að það sé eins og að smala köttum, að reyna að halda stjórnarsamstarfinu saman.  Þessi skoðun forsætisráherrans á samstarfsfélögum sínum hafa orðið til þess að Jón Bjarnason krefst þess, að þessi neyðarlega samlíking verði tekin til sérstakrar umræðu á þingflokksfundi VG á morgun.

Hvort þingmenn VG koma malandi, breimandi eða hvæsandi af þeim fundi verður fróðlegt að sjá og heyra, en ekki verður þetta að minnsta kosti til að róa æsinginn í kattahópnum.

Stjórnarandstaða er alveg óþörf, þegar ríkisstjórn er eins sundurlaus og ósamstíga og þessi, sem nú situr illi heilli að völdum í landinu.


mbl.is VG ræðir ummæli forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband