Of mikið mál fyrir Árna Pál

Árni Páll, félagsmálaráðherra, hefur á undanförnum mánuðum annaðhvort boðað að ekkert sé hægt að gera varðandi skuldaniðurfellingar, eða hann hefur ruðst fram á völlinn með lausnir á öllum málum og þá boðað að málin verði "leyst" á allra næstu dögum, aðeins ætti eftir að "útfæra" lausnirnar nánar.

Aldrei hefur komið útfærsla á nokkrum boðuðum aðgerðum Árna Páls, en að hæfilegum tíma liðnum birtist hann á ný í fjölmiðlum með nýjar lausnir, sem aðeins eigi eftir að "útfæra" nánar.  Fyrir stuttu boðaði hann að erlend bílalán yrðu færð niður í 110% af matsverði bifreiðar og myndi hann leggja fram lagafrumvarp þar að lútandi, þegar búið yrði að "útfæra" lausnina. 

Ekkert hefur gerst í þessum bílalánamálum fyrr en í dag, að Árni Páll birtist á ný í fjölmiðlum og boðar að erlend bílalán verði "færð nær raunverði bifreiða" og þeim breytt í  verðtryggð lán í íslenskum krónum með 15% okurvöxtum.  Verði fjármögnunarfyrirtækin með eitthvert múður vegna þessarar "útfærslu", þá muni hann bara flytja lagafrumvarp um málið innan skamms.

Svona hafa öll mál verið hjá þessum lán-, getu- og hugmyndalausa ráðherra og svo verður vafalaust áfram, næstu vikur og mánuði.

Frægt varð um árið þegar Jón Páll, kraftakarl, sagði þegar hann setti enn eitt metið í kraftakeppni:  "Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál."

Núna á betur við að segja:  "Þetta er alltof mikið mál fyrir Árna Pál".


mbl.is Rætt um að breyta erlendum bílalánum í innlend
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nýtt "plott" í gangi með AGS?

Fyrst eftir bankahrunið var spáð svo illa fyrir um gang mála á Íslandi, að hér myndi allt fara í rúst strax á árinu 2009 og ekki síðar en á árinu 2010, að engin leið yrði fyrir þjóðina að komast út úr hörmungunum, nema taka á sig viðbótarhörmungar vegna Icesave og í framhaldi af því gríðarlega mikil lán frá norðuröndunum og AGS til þess að nokkur von væri fyrir þjóðarbúið að greiða niður erlend lán þess. 

Allt var þetta svo ýkt og útblásið að nú þegar kemur í ljós að þessar hörmungar voru allar ofmetnar, þá túlkar ríkisstjórnin það svo, að hún hafi staðið sig svo vel í því, að koma í veg fyrir að spárnar rættust.  Það sem sannara er, að þær hafa ekki ræst, þrátt fyrir ríkisstjórnina, sem ekkert hefur gert annað en að tefja og stöðva alla þá atvinnuuppbyggingu sem í boði hefur verið og er ein skýring hennar á aðgerðarleysi sínu og skemmdarverkum, að atvinnuleysið sé ekki eins mikið og spáð var.

Nú er komið í ljós að erlenda lánsfjárþörfin er ekki nálægt því eins mikil og "spáð" var og því virðist þátttaka norðurlandanna í fjárkúgun Breta og Hollendinga vera að misheppnast og þá er ekki annað að sjá, en Steingrímur J., Gylfi og AGS séu að setja saman nýja áætlun, sem á að byggjast upp á því að önnur endurskoðun efnahagsáætlunarinnar fari fram í apríl og í tengslum við hana muni Norðmenn, einir þjóða, veita lán til Íslands, enda engin þörf á fleirum.

Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvort á spýtunni hangir loforð Steingríms J. og félaga um að gera aðra tilraun til að undirgangast fjárkúgunina vegna Icesave í framhaldinu, í þeirri von að þjóðin verði farin að hugsa um annað, þegar þar að kemur, t.d. sveitarstjórnarkosningar.

Það eina sem er alveg víst er, að hádegisverðurinn er aldrei ókeypis.


mbl.is Þurfum ekki öll lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband