Við opnun tilboða í þau örfáu og tiltölulega smáu verkefni, sem boðin hafa verið út undanfarið, hafa lægstu tilboð verið ótrúlega lág, raunar svo lág, að lægstbjóðanda getur ekki verið greiði gerður með því að taka tilboði hans.
Tilboðsupphæðir hafa farið alveg niður í 45% af kostnaðaráætlun verks og nú var verið að opna tilboð í stækkun Mjólkárvirkjunar og þar reyndist lægsta tilboð vera 57% af áætlun verkkaupa, eða 70.383.000 en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 122.598.807.
Nánast algild regla er að taka lægsta tilboði í öllum útboðum, enda hefur það gerst æ ofan í æ, að verktakar ráða ekkert við að ljúka verkum á svona lágum verðum og endar sagan oftar en ekki með gjaldþroti verktakans og þar með auknum kostnaði verkkaupa, þegar hann þarf að ráða nýjan aðila til að ljúka verkinu.
Tiltölulega litlum verktökum er enginn greiði gerður með því að taka tilboði sem er á bilinu 45-90% af kostnaðaráætlun verkkaupa, því afar litlar líkur eru til þess, að hægt sé að ljúka verkinu án mikils taps, sem smáir verktakar geta alls ekki tekið á sig.
Reglum um útboð verður að breyta, þannig að ekki sé sjálfgefið að lægsta og venjulega óraunhæfasta tilboði sé alltaf tekið í útboðin verk. Slíkt hefur stórskaðað verktakamarkaðinn og reyndar furðulegt að nokkrum detti í hug að drepa fyrirtæki sitt með svona rugltilboðum.
Útboðsreglum verður að breyta, til að koma í veg fyrir að svona óraunhæfum tilboðum sé tekið.
![]() |
Buðu 57% af áætlun í Mjólká |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.3.2010 | 14:44
Ofstjórn og bannárátta Alþingismanna
Alþingi hefur samþykkt lög, sem banna nektarsýningar og kemur það í beinu framhaldi af því að banna kaup á vændi, þó sala þess sé lögleg, enda eru þessi bönn hugsuð til að útrýma vændi úr landinu, en það hefur viðgengist hér, sem annarsstaðar, lengur en allra elstu menn muna. Enginn hefur þó getað sýnt fram á að vændi sé stundað á þessum fáu súlustöðum landsins og hvað þá mansal, sem vitsmunabrekkurnar á Alþingi segja að sé fastur fylgifiskur nakinna kvenna.
Fram að þessu hafa kvennahreyfingar barist hart fyrir því, að konur eigi að ráða líkama sínum sjálfar og þar með að ákveða t.d. hvort þær fari í fóstureyðingu, þegar það hentar, en þegar kemur að því að sýna líamann, þá virðast gilda allt önnur viðhorf og þá þykir sjálfsagt að taka sjálfsákvörðunarréttinn af konunum.
Auðvitað á að berjast hart gegn mansali og öllu sem því fylgir, en hvort konur stundi kynlíf ókeypis, eða gegn greiðslu, eiga þær að fá að ákveða sjálfar, að ekki sé nú minnst á að sveifla sér allsberar í kringum járnstöng, ef einhver hefur áhuga á að horfa á það. Konurnar eiga að fá að ráða líkama sínum sjálfar á öllum sviðum, ekki bara til að ákveða hvort þær láti fjarlæja úr honum fóstur.
Ofstjórninni og bannáráttunni vex sífellt fiskur um hrygg og nú er komin fram hugmynd í ríkisstjórn um að banna unglingum innan átján ára aðgang að ljósastofum, eins og þESSI frétt sýnir, en þá hugmynd á engin önnur en Álfheiður Ingadóttir og á því þarf enginn að vera hissa. Líklega verður þetta bann til þess, að ljósabekkir verði vinsælasta fermingargjöfin á næstu árum, nema þeir verði bannaðir í heimahúsum, því opinbert eftirlit þarf jú að hafa með líkömum fólks.
Hvað ætlar þetta bannáráttufólk að láta sér detta í hug næst.
![]() |
Alþingi bannar nektardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
23.3.2010 | 13:20
Hroki og yfirlæti eru aðalsmerki Jóhönnu
Jóhanna Sigurðardóttir hefur tamið sér stjórnunarstíl, sem er hennar aðalsmerki og nánast óbrigðult, en það eru hortugheitin, en hún virðist ekki geta svarað fyrir nokkurt mál, án þess að þessi einkenni hennar komi berlega í ljós.
Á blaðamannafundinum í dag, sagði hún að útgerðarmenn skyldu vita, að hún stjórnaði ekki landinu eftir þeirra hugmyndum og þeir skyldu sko vita, að engin sátt væri um núverandi fistkveiðistjórnunarkerfi, svo betra væri fyrir þá að halda sér á mottunni. Þetta sagði hún í tilefni af því, að Alþingi samþykkti svonefnt Skötuselsfrumvarp, sem þó var búið að lofa Samtökum atvinnulífsins að fjallað yrði um það í nefndinni sem nú vinnur að því að reyna að ná sáttum um breytingar á kerfinu.
SA voru búin að lýsa því yfir fyrirfram, að yrði Skötuselsfrumvarpið samþykkt án umfjöllunar nefndarinnar, litu samtökin svo á, að með því væri ríkisstjórnin í raun að segja upp Stöðugleikasáttmálanum, sem hún hefur reyndar aldrei staðið við af sinni hálfu. Vegna aðalsmerkis síns, hrokans, kýldi Jóhanna frumvarpið í gegnum þingið og þykist svo vera afar undrandi á viðbrögðum SA við svikum ríkisstjórnarinnar í þessu máli, sem öðrum.
Eftir samþykkt frumvarpsins ætla Jóhanna og Steingrímur J. að funda með forystu SA og segjast ætla að fá skýringar á þessum viðbrögðum samtakanna, sem komi þeim algerlega á óvart og þau skilji ekkert í.
Hrokinn og yrfilætið eru söm við sig hjá þessum ráðherrum, enda það eina sem einkennir þá, fyrir utan þreytuna, sem hrjáir þá vegna getuleysisins við að koma fram nokkrum aðgerðum, sem máli skipta fyrir endurreisn efnahagslífsins.
![]() |
Ætla að hitta forustu SA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)