Sýndarmennska Norðmanna

Fulltrúar Kristilega þjóðarflokksins í fjárlaganefnd norska stórþingsins hafa fengið samþykkta tillögu um að Norðmenn veiti Íslandi lán í tengslum við efnahagsáætlun Íslands og AGS, óháð því að niðurstaða verði fengin í Icesavemálið.

Þetta væri svo sem ágætt, ef þetta væri ekki hrein sýndarmennska, því fram kemur í fréttinni að:  "Fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Kristilega þjóðarflokksins, setja það skilyrði fyrir lánveitingunni, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykki endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland og að landið standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum."

Ekki verður annað séð, en þetta sé nánast sama tillaga og áður var búið að samþykkja á norska þinginu og þar að auki ætla Norðmenn ekkert að lána, nema í samfloti með hinum norðurlöndunum, sem aftur setja það skilyrði, að gengið verði að kröfum fjárkúgaranna vegna Icesave.

Þar að auki mun AGS ekki taka fyrir endurskoðun efnahagssamningsins fyrr en lánin verða afgreidd frá norðurlöndunum, þannig að málið er í nákvæmlega sömu sjálfheldunni og áður.  Þannig benda norðurlöndin á AGS og AGS bendir á norðurlöndin og Bretar og Hollendingar bíða sallarólegir á hliðarlínunni á meðan þeir halda að með þessu móti verði hægt að pína Íslendinga til að samþykkja þrælasamninginn.

Við Norðmenn er hægt að segja:  Takk fyrir ekkert.


mbl.is Vilja lána óháð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband