Kínverska efnahagsaðstoð í stað AGS

Williams Underhill, pistlahöfundur hjá Newsweek, telur að Kínverjar hafi mikinn áhuga á ýmsum fjárfestingum á Íslandi og bendir hann á fyrirhugað risasendiráð þeirra í Reykjavík til vitnis um það.  Á það hefur verið bent á þessu bloggi, að Kínverjar hugsa og skipuleggja allt sem þeir gera áratugi fram í tímann, en hugsa ekki eingöngu um morgundaginn og einmitt var bent á kaup þeirra á þessu stóra húsi, sem þeir ætla að flytja sendiráð sitt í, en það verður langstærsta erlenda sendiráðið á landinu og getur hýst bæði stóra deild leyniþjónusunnar og njósnara hersins ásamt sendiherranum og venjulegu starfsliði hans.

Kínverjar veita fjölda vanþróaðra þjóða efnahagsaðstoð og gera það auðvitað með hagsmuni beggja aðila í huga, ekki síst sinna eigin, enda verður Kína mesta efnahags-, her- og stórveldi veraldar innan fárra áratuga.

Íslendingar ættu að draga umsóknina um ESB til baka, hafna frekara samstarfi við AGS og óska eftir efnahagsaðstoð frá Kínverjum til endurreisnar efnahagslífsins hér á landi, en sú upphæð sem til þarf, er eins og hverjir aðrir vasapeningar fyrir Kínverja.

Um leið yrði gerður viðskiptasamningur við Kína, ásamt samningum um að þeir kæmu að allri þeirri atvinnuuppbyggingu hérlendis, sem þeir hefðu áhuga á og mögulegt væri að hafa samstarf við þá um.  Jafnfram ætti að taka kínversku upp sem skyldufag í grunnskólum landsins og hætta t.d. kennslu í dönsku í staðinn.

Þegar góð efnahagssamvinna verður komin á, á milli landanna mætti hug að því að taka upp nýjan gjaldmiðil hérlendis, eins og margir kalla eftir, og væri þá nærtækast að taka upp kínverskt juan, enda verður það ráðandi gjaldmiðill í heimsviðskiptunum áður en þessi öld verður hálfnuð.

Með þessum aðgerðum væri hægt að sýna þeim sem nú reyna að kúga þjóðina til undirgefni, að vel væri hægt að komast af í veröldinni, án þeirra afskipta eða aðkomu.


mbl.is Kínverjar með augastað á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónusgrísinn í útrás

Jón Ásgeir í Bónus er hvergi af baki dottinn í stórveldisdraumum sínum og nú á að fara með Bónusgrísinn í útrás og að þessu sinni á að byrja smátt, eða eingöngu með þrjár búðir í þeirri verslanasveltu borg London.

Fyrir nokkrum árum, þó nógu mörgum til að enginn man það lengur, fór Bónusgrísinn í útrás til Bandaríkjanna og þá var byrjað með margar verslanir undir nafninu Bonus Store og er ekki að orðlengja það, að það ævintýri allt saman varð gjaldþrota, eins og átti síðan eftir að liggja fyrir öllum þeim fyrirtækjum sem Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus hafa komið nálægt síðan.

Á sínum tíma sögðu þeir feðgar að Bonus Store ævintýrið hefði verið dýr, en góður skóli, sem margt hefði verið hægt að læra af.  Gallinn er bara sá, að þeir feðgar virðast hafa fallið á öllum prófunum, a.m.k. hefur þeim ekki tekist að reka neitt fyrirtæki til langframa og aldrei greitt eina einustu krónu til baka af þeim hundruðum milljarða, sem þeir hafa tekið að láni til að fjármagna framhaldsnám sitt.

Það gengur bara betur næst, verða þau hvatningarorð sem Jóni Ásgeiri í íslenska og enska Bónus verða send í tilefni af þessari nýjustu námsferð hans og vonandi verður hún ekki jafn dýrkeypt fyrir lánadrottnana, eins og þær fyrri.


mbl.is Nýtt Bónusævintýri Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband