Þarfnast ekki mikilla breytinga

Lag Örlygs og Heru, sem sigraði í undankeppni Eurovision, þarfnast ekki mikilla breytinga, þó Hera segi að einhverjar slíkar verði gerðar. 

Lagið er borið uppi af söng Heru og það verður hennar frammistaða, fyrst og fremst, sem kemur til með að ráða úrslitum í Ósló, í hvaða sæti lagið lendir.

Enginn veit fyrirfram, hvað gengur best í almenning um alla Evrópu á hverjum tíma.  Þar ræður mismunandi tónlistarsmekkur miklu, því Austur-Evrópuþjóðum tíkar best við alls ólíka tónlist en Vestur-Evrópubúum.

Einstaka sinnum kemur þó fram lag, sem grípur alla og þar á framkoma viðkomandi listamanns oft stóran hlut.

Í maí mun frammistaða Heru verða það sem máli skiptir.


mbl.is „Gerum pottþétt breytingar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave var gagnsókn gegn lánsfjárskorti

Þegar Landsbankinn opnaði Icesave í Bretlandi árið 2006 var það gert til að bregðast við því, að bankinn fékk ekki lengur lán í þeim mæli, sem hann þurfti, til þess að fjármagna lausafjárstöðu sína.  Strax þá hefðu viðvörunarbjöllur átt að hringja, en þvert á móti var þessi "tæra snilld" verðlaunuð sem besta viðskiptahugmynd ársins.

Sama var uppi á teningunum í apríl 2008, þegar Icesave var opnað í Hollandi.  Þá var algerlega orðið lokað fyrir alla lánamöguleika íslenska bankakerfisins erlendis frá og viðbrögð Landsbankans voru þau, að endurtaka "snilldina" í Hollandi.

Strax árið 2006 hefði átt að bregðast við þessu, en þá var ekki ennþá byrjað að renna af mönnum, eftir lánafyllirí undanfarinna ára og í stað þess að draga saman, var tappinn tekinn úr að nýju á árinu 2007 og þá var ekki hætt, fyrr en heimurinn dó "lánafylleríisdauða".  Þá tóku timburmennirnir við og Icesave í Hollandi var t.d. opnað í þynnkukastinu sem fylgdi.

Ábyrgðin á Icesave er auðvitað fyrst og fremst Landsbankans, en eftirlitsstofnanir hefðu átt að sjá í hvað stefndi, a.m.k. á áeinu 2008.

Af þessum margþættu mistökum, súpa Íslendingar nú seyðið.  Aðrar þjóðir glíma við svipuð vandamál vegna sinna bankakerfa.

Banka- og lánasukkið mun ekki endurtaka sig á næstunni, en svo mun þetta sjálfsagt fara í sama farið, að hæfilegum tíma liðnum.


mbl.is Vanræksla hollenska seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vel hægt að vinna Kýpur

Riðill Íslendinga í undankeppni EM árið 2012 er skipaður liðum, sem erfitt verður að vinna, miðað við fyrri reynslu.  Landsliðið hefur oft sett sér háleit markmið á stórmótum, en því hærra sem markið hefur verið sett, því ver hefur gengið. 

Öfugt við landsliðið í handbolta, hefur fótboltaliðið yfirleitt verið þjakað af minnimáttarkennd gagnvart liðum stórþjóða, enda hefur árangurinn verið eftir því.  Landslið kvenna í fótbolta hefur haft mun meiri andlegan styrk en karlaliðið, enda gengið mun betur á móti stórum þjóðum.

Miðað við söguna mun liðið ekki vinna Portúgal, Noreg og Danmörku, en baráttan mun snúast um að tapa með sem minnstum mun.

Með þrotlausum æfingum fram að EM, er góður möguleiki á því, að vinna Kýpur, a.m.k. á heimavelli.


mbl.is Mæta Norðurlöndum og Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband