26.2.2010 | 19:15
Af hverju eru menn hissa?
Nú, þegar Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnir stuttan viðbótarfrest á birtingu skýrlsu sinnar, virðast allir verða undrandi og sumir óvandaðir menn ýja að því, að eitthvað stórdularfullt sé við frestunina og að jafnvel sé verið að nota viðbótartímann til þess að hvítþvo einhverja, eða jafnvel að falsa einhverjar niðurstöður.
Þessi frestun var algerlega fyrirséð, eftir að bréfin til tólfmenninganna voru send út, þar sem þeim var gefinn frestur til að andmæla niðurstöðum nefndarinnar um þeirra hlut í bankahruninu. Þá þegar, eða 9. febrúar s.l. var því spáð á þessu bloggi, að skýrslan myndi frestast við þetta og ef einhver hefur áhuga, má lesa það blogg hérna
Aðalatriði málsins hlýtur að vera, að skýrslan verði vel unnin og tillit tekið til allra atriða, sem máli skipta, enda verður hún grundvöllur mikillar umræðu í þjóðfélaginu um mörg ókomin ár og jafnvel undirstaða fyrir rannsóknir sagnfræðinga framtíðarinnar.
Viðbrögðin við frestuninni eru alveg dæmalaust furðurleg í þessu ljósi.
![]() |
Skýrslunni enn frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2010 | 15:22
Hvað ætla Hollendingar þá að gera?
Hollendingar segjast ekki ráðgera neinar frekari viðræður vegna Icesave og eru það góðar fréttir.
Eftir að Icesave lög II verða felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. mars n.k., verða engir samningar í gildi um málið lengur, því Icesave lög I eru í raun fallin úr gildi, því í sá samningur var skilyrtur af hálfu kúgaranna, þannig að hann átti ekki að taka gildi fyrr en búið væri að samþykkja ríkisábyrgð á hann og ríkisábyrgðin var samþykkt með því skilyrði að kúgararnir samþykktu hana.
Ofbeldisseggirnir, bresku og hollensku, höfnuðu fyrirvörum ríkisábyrgðarinnar, þannig að hún verður aldrei gefin út og þar með er samningurinn sjálfur fallinn um sjálfan sig.
Hvað Bretar og Hollendingar ætla að gera, eftir þjóðin hefur sagt hug sinn til ofbeldisverka þeirra, er bara þeirra mál, en ekki íslenskra skattgreiðenda, enda kemur þeim málið ekkert við.
Eftir 6. mars mun ekki þurfa að taka við fleiri "bestu" tilboðum frá þessum fjárkúgurum, því málið á þá að vera úr sögunni, að því er varðar íslenska skattgreiðendur.
Þá verður hægt að snúa sér að þarfari verkefnum, sem mörg hver eru bráðnauðsynleg og þarfnast skjótra úrlausna.
![]() |
Ráðgera ekki frekari viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2010 | 12:54
Ótrúlegar yfirlýsingar ráðherra
Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. lýstu því yfir eftir ríkisstjórnarfund í morgun, að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla, sem fram á að fara 6. mars n.k., væri orðin úrelt áður en hún færi fram, vegna þess að "betra tilboð" væri þegar á borðinu frá fjárkúgurunum.
Þetta er algerlega ótrúleg yfirlýsing, því þjóðaratkvæðagreiðslan snýst ekki um "verra tilboð", heldur snýst hún um að staðfesta, eða fella úr gildi, lög frá Alþingi, sem heimila ríkisábyrgð á greiðslur úr Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og að íslenskir skattgreiðendur taki á sig að greiða hunduð milljarða króna í vexti til kúgaranna vegna skuldar, sem einkafyrirtæki stofnaði til og sem tilskipanir ESB banna að ríkissjóðir, þ.e. skattgreiðendur, innan Evrópu verði neyddir til að greiða.
Á sama tíma berast fregnir af því, að nýjasta "gagntilboð" ríkisstjórnarinnar til fjárkúgaranna sé, að hún sé tilbúin til að láta þegna sína borga sttighækkandi vexti til fjárkúgaranna frá og með árinu 2012 og að stjórnin harmi, að því "góða" tilboði sé ekki tekið. Fjárkúgarar gefa ekkert eftir af kröfum sínum, nema tekið sé á móti þeim af fullri einurð, enda er yfirlýst stefna flestra ríkisstjórna, að semja alls ekki við hryðjuverkamenn og fjárkúgara.
Ísleskir skattgreiðendur eiga ekki að borga eina einustu krónu, ekki eitt einasta pund og ekki eina einustu evru vegna þessa máls, hvorki vegna höfuðstóls eða vaxta.
Því er nauðsynlegt að kjósendur sýni hug sinn til fjárkúgunartilraunar Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslunni með einu risastóru NEIi.
![]() |
Óvíst hvort Steingrímur kýs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.2.2010 | 08:21
Ekki nógu gott fyrir íslenska skattgreiðendur
Fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager, lætur hafa eftir sér í hollenskum fjölmiðlum, að vegna þrýstings "þessa fólks" hafi forsetinn neitað að staðfesta Icesavelögin og því sé "besta tilboð" kúgaranna ekki nógu gott fyrir Íslendinga. Með "þessu fólki" á ráðherrann við íslenska skattgreiðendur, sem alls ekki ætla að láta bjóða sér að borga fjárkúgurum vegna skulda einkaaðila.
De Jager segir að með "besta boði" hafi fjárkúgararnir ætlað að gefa eftir vexti í tvö ár, að upphæð 80 milljarða króna, og þar sem vextirnir eru ekki forgangskrafa í þrotabú Landsbankans, myndu þeir alfarið lenda á skattgreiðendum hérlendis og sést af þessari tveggja ára upphæð, hvílíkar byrðar fjárkúgararnir ætla sér að neyða upp á saklaust fólk, sem enga ábyrgð bar á þessu einkafyrirtæki, frekar en öðrum.
Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum, sem settir voru við ríkisábyrgð á Icesave I, þannig að þegar þjóðin verður búin að fella Icesave II úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þann 6. mars, verður enginn þrælasamningur í gildi lengur og málið loksins komið á þann stað, sem það átti alltaf að vera, þ.e. þá geta ofbeldisseggirnir snúið sér með kröfur sínar að Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta og leyst málin í samvinnu við hann, gagnvart þrotabúi landsbankans.
Að því ferli munu íslenskir skattgreiðendur ekki láta kúga sig til neinna afskipta, eða aðkomu.
![]() |
Ekki nógu gott fyrir Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)