Samstaða er einmitt það sem þarf

Jóhanna Sigurðardóttir segist vonast eftir samsöðu allra stjórnmálaflokkanna um áframhaldandi viðræður við fjárkúgarana, bresku og hollensku.  Því ætlar hún að trúa, þangað til annað kemur í ljós.

Það er undir Jóhönnu sjálfri og Steingrími J. komið, hvort samstaða helst um aðgerðir gegn yfirgangi kúgaranna, því málið á ekki að ræða á neinum öðrum nótum en lagalegum, en það þýðir að vísa kröfunni algerlega til Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta, sem að vísu á ekki fyrir skuldbindingum sínum, en getur innheimt þær sem forgangskröfur úr þrotabúi Landsbankans.

Bjarni Benediktsson hefur rétt fyrir sér, að ekki verði rætt frekar um fjárkúgunarkröfurnar, heldur eingöngu verði fjallað um málið á lagalegum grundvelli.  Á bak við þá málsmeðferð getur þjóðin staðið heilshugar.

Engin ástæða er til að flýta þessu máli.  Kjósendur munu lýsa stuðningi sínum við nýja samninganefnd í þjóðaratkvæðagreiðslunni, með því að segja NEI.


mbl.is Held í vonina um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband