20.2.2010 | 22:17
Ágætt að hafna boðinu kurteislega
Nýtt "tilboð" er komið frá fjárkúgurunum bresku og hollensku og ef marka má fréttir snýst það um að lækka vexti af kúgunarkröfum sínum vegna tilbúinnar "skuldar" íslenskra skattgreiðenda, sem þeim kemur auðvitað ekkert við, enda tilkomin vegna gjaldþrots einkahlutafélags.
Bjarni Benediktsson kýs að ræða "tilboðið" kurteislega, en gefur í skyn að það sé tæplega til umræðu, en Sigmundur Davið svarar því afdráttarlaust, að þetta nýja útspil kúgaranna sé ekki einu sinni innlegg í neinar frekari viðræður.
Það er í sjálfu sér í lagi að svara ruddum kurteislega, en þó þarf svarið að vera ákveðið og afdráttarlaust. Í þessu tilfelli er svarið meira að segja einfalt, en það er að benda ruddunum á að snúa sér til rétts aðila með kröfur sínar, en ekki íslenskra skattgreiðenda.
Að því leyti er hárrétt hjá Sigmundi Davið, að svarið verði sent eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og það svar verður risastórt NEI.
![]() |
Vill skoða tilboðið betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.2.2010 | 15:38
Svarinu verður svarað í þjóðaratkvæðagreiðslunni
Fjárkúgararnir, Bretar og Hollendingar, eru ekki af baki dottnir í herferð sinni gegn íslenskum skattgreiðendum, ef rétt reynist, að nýtt "tilboð" þeirra snúist um að lækka vexti af "skuld" sem kemur íslenskum skattborgurum, sem skattpíndir eru fyrir, nákvæmlega ekkert við.
Þessu svari þrælapískaranna á ekki að ansa fyrr en í fyrsta lagi eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og þá eingöngu með tilkynningu um niðurstöðu hennar, sem án nokkurs vafa verður risastórt NEI.
Eftir að svar þjóðarinnar liggur fyrir, geta fjárkúgararnir snúið sér að réttum viðsemjanda, sem er tryggingasjóður innistæðueigenda og saman geta þeir unnið að innheimtu hjá þrotabúi Landsbankans, eins og íslensk lög og tilskipanir ESB gera ráð fyrir.
Ef gefið er eftir gegn kröfum fjárkúgara verða þeir eingöngu forhertari og ósveigjanlegri í kröfum sínum. Við slíka aðila á alls ekki að semja, heldur koma yfir þá lögum, með öllum ráðum.
Stefna vestrænna ríkja hefur verið sú, að ekki ætti að semja við hryðjuverkamenn. Sama á að gilda um ríki, sem reyna að beita önnur sjálfstæð ríki yfirgangi og fjárkúgun.
![]() |
Svar komið vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2010 | 08:04
Svik við þjóðina - ef satt reynist
Vegna þeirra frétta, að Bretar og Hollendingar séu að setja saman tilboð um þá einu breytingu á samningjum um Icesave, að breytilegir vextir komi í stað fastra vaxta, segir mbl.is að stjórnarandstöuna sé farið að gruna, að fóstbræðurnir Steingrímur J. og Indriði H. séu komnir í einkaviðræður við kúgarana og það á bak nýju samninganefndarinnar.
Sé þetta rétt, eru þetta þvílík svik við þjóðina, að Steingrímur J. á engan annan kost, en að segja af sér embætti tafarlaust og að sjálfsögðu taka Indriða H. með sér út í ystu myrkur íslenskrar stjórnmálasögu.
Vissulega komu fréttirnar af "tilboði sem Íslendingar geta ekki hafnað" á óvart, eftir viðræðurnar sem samninganefndin hafði átt við fjárkúgarana í vikunni, en að hinir þrælslunduðu fóstbræður, Steingrímur J. og Indriði H. væru á bak við þetta útspil, er reyndar svo ótrúlegt, að því verður ekki trúað fyrr en í fulla hnefana.
Steingrímur J. hlýtur að sverja þetta af sér strax, en geri hann það ekki og í ljós kæmi, að fótur væri fyrir þessum grun, ætti hann sér engrar uppreisnar von hjá þjóðinni.
Þetta er svo alvarlegt mál, að upplýsa verður það strax í dag.
![]() |
Grunur um leynimakk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)