Gagnaver og "eitthvað annað"

Þegar álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun voru í byggingu sneriist helsti áróður stóriðjuandstæðinga landsins um að hætta ætti vatnsaflsvirkjunum og snúa alfarið að jarðvarmavirkjunum og nýta orkuna frá þeim til að knýja gagnaver og "eitthvað annað", en "eitthvað annað" hafa verið þau atvinnutækifæri sem aðallega hefur verið bent á af andstæðingum stóriðjuveranna.

Þegar til á að taka stenst Ísland ekki samkeppni við önnur lönd í Evrópu um uppbyggingu gagnavera vegna skattpíningar hérlendis, sem fjármálaráðuneytið undir stjórn Steingríms J. hefur ekki tekist að jafna við önnur lönd og er því svo komið að einhver stórfyrirtæki hafa ákveðið að snúa sér annað með gagnaversviðskipti sín og önnur, sem búin voru að gera samninga, um það bil að gefast upp á biðinni.

Reyndar er nú svo komið, að "náttúruvinir", sem auðvitað eru ekkert meiri vinir náttúrunnar en þeir sem vilja nýta hana skynsamlega, eru nú farnir að berjast með oddi og egg gegn jarðvarmavirkjunum með ekkert minni hamagangi en vatnsaflsvirkjununum og ætti að taka mark á þessu fólki verður trúlega ekki mikið um orku fyrir gagnaver, frekar en annað, í framtíðinni.

Þá er auðvitað hægt að benda á "eitthvað annað" til atvinnusköpunar.


mbl.is Regluverk um gagnaver verði klárt fyrir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband