31.12.2010 | 15:27
Gnarrinn kjörinn fígúra ársins á Stöð 2
Árið ætlar greinilega að enda á sama ótrúlega fíflaganginum og hefur einkennt mest allan framgang mála nánast allt frá hruni, og í samræmi við það hefur Stöð 2 séð ástæðu til að hæðast að þeim kosningum sem fram hafa farið undanfarið á ýmsum fjölmiðlum um "mann ársins".
Í háðungarskyni við Reykvíkinga útnefndi fréttastofa Stöðvar 2 Jón Gnarr sem fígúru ársins og getur þetta val engan veginn túlkast sem háð og spott um Reykvíkinga sem sitja uppi með trúð á borgarstjórastóli, en skrifstofustjóra borgarinnar sem sinni öllum verkefnum sem borgarstjóri á að gegna.
Það verður að viðurkennast að svo óbúinn er maður svona prakkaraskap af einni af stærri fréttastöðvum landsins, að tunga vefst gjörsamlega um höfuð, þegar reyna á að tjá sig um málið og setur algerlega úr skorðum allar fyrirætlanir um að blogga um merkilega hluti, sem þó gerðust einn og einn á árinu sem er að líða.
Vegna þess óstuðs sem þetta setur mann í, verður einfaldlega þagað fram á næst ár.
Óska öllum lesendum þessarar bloggsíðu, vinum, vandamönnum og öllum öðrum farsæls nýs árs með von um að það færi þjóðinni betri tíð með blóm í haga. Til að svo megi verða, þarf einungis nýja stjórn og nýja atvinnupólitík.
Kærar þakkir fyrir samskiptin á árinu 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2010 | 11:40
Becham í krossmálaferlum vegna vændis
Knattspyrnukappinn David Beckham er enn á ný kominn í vandræði vegna ásakana um að hafa haldið framhjá henni Victoríu kryddpíu, sem hann hefur verið kvæntur til margra ára. Í þetta sinn er það vændiskona frá Bosníu sem básúnar það út í fjölmiðlum að Beckham hafi borgað sér tíu þúsund dollara fyrir þjónustu sína á glæsihótelum víða um veröld.
Becham ætlar ekki að láta bjóða sér upp á svona trakteringar og krefst 25 milljóna dollara skaðabóta vegna þeirrar sálarangistar sem hann og Victoría hafa orðið fyrir við lestur þessara slúðurfrétta, enda erfitt fyrir viðkvæmar sálir að höndla slíkar ásakanir, enda ef sannar reyndust afar niðurlægjandi fyrir Victoríu, enda yrðu þær ályktanir þá dregnar að hún væri ekki nógu góð við manninn sinn í svefnherberginu.
Það sem er einna athyglisverðast við fréttina er þó lokasetning hennar sem segir svona frá viðbrögðum vændiskonunnar: "Hún mun hyggja á gagnsókn í málinu og segir málið hafa valdið sér likamlegum og tilfinningalegum skaða."
Við meðferð málsins hlýtur að koma fram í hvaða líkamshlutum aumingja konan fann mest til við framkvæmd vændissölunnar.
![]() |
Beckham í málaferlum við vændiskonu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)