22.12.2010 | 23:17
Mannskepnan er varnarlítil gegn örverum
Í fyrravetur þegar svínaflensan gekk um heiminn var gripið til mikillar bólusetningarherferðar um allan heim til að verjast henni og þegar upp var staðið höfðu miklu færri sýkst en búið var að spá og ennþá færri dauðsföll urðu, en þeir svartsýnustu reiknuðu með.
Líklegasta skýringin á því að faraldurinn varð aldrei eins skæður og búist hafði verið við, er einmitt hve hratt var brugðist við og hve marga tókst að bólusetja á tiltölulega skömmum tíma, en talsverðan aðdraganda þarf að slíkum allsherjar bólusetningum vegna þess tíma sem tekur að framleiða bóluefni gegn nýjum flensuafbrigðum.
Heilbrigðisyfirvöld voru gagnrýnd eftirá fyrir allt of mikil viðbrögð gegn útbreiðslu þessarar nýju flensu, sem virtist eiga upptök sín í Mexíkó, öfugt við flestar aðrar flensutegundir, sem yfirleitt eiga upptök sín í austurlöndum og þaðan er t.d. fuglaflensan ættuð, sem mun valda gífurlegu manntjóni þegar hún byrjar að smitast beint á milli manna.
Þrátt fyrir að fólk héldi að svínaflensan heyrði sögunni til, er hún byrjuð að taka sig upp aftur og t.d. hafa sautján manns látist af hennar völdum í Bretlandi undanfarið og þaðan er hún byrjuð að smitast hingað til lands, þó fyrsta tilfellið hafi verið í vægari kantinum.
Þessar fréttir minna óþyrmilega á, að mannskepnan í öllu sínu veldi er í raun ákaflega varnarlaus gagnvart smæstu lífverum sem á jörðinni þrífast.
![]() |
Greindist með svínainflúensu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2010 | 12:22
Björn Valur væri gleymdur ef.........
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, er óspar á svívirðingar og illt umtal um aðra þingmenn, jafnt innan eigin þingflokks sem annarra og sést ekki alltaf fyrir í ásökunum sínum og rætnum ummælum.
Stundum sér hann að sér og biðst afsökunar á framgöngu sinni en í öðrum tilfellum stefdur hann fastur fyrir og espast eingöngu og bætir jafnvel í óhróðurinn, þegar honum er mótmælt. Allt virðist þetta fara eftir því hvort hann sé vel sofinn, því þegar hann hefur ekkert misjafnt um samþingmenn sína að segja, þá segir hann yfirleitt ekki neitt og hefur ekkert til málanna að leggja frá sjálfum sér, en bergmálar aðallega Steingrím J. og stundum verður það bergmál talsvert hvellt, eins og verða vill um bergmál.
Væri ekki fyrir þessi reglulegu níðskrif Björns Vals um samþingmenn sína, væri hann sjálfur öllum gleymdur, enda ekki staðið fyrir neitt annað á þinginu en þær og að bergmála Steingrím J.
![]() |
Biður Kristján Þór afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)