11.12.2010 | 18:25
Standa verður sterkan vörð um lífeyrissjóðina
Undanfarna mánuði hefur verið hart sótt að launum elli- og örorkulífeyrisþega, bæði þeirra sem nú þegar njóta lífeyris og ekki síður þeirra sem njóta eiga réttinda sinna í sjóðunum í framtíðinni. Þessi ásókn í elli- og örorkulaun lífeyrissjóðanna hefur aðallega verið af hendi þeirra sem yfirskuldsettu sig á árunum fyrir bankahrun og ráða ekki við að greiða af lánum sínum, en finnst sjálfsagt að hluti þeirra verði felldur niður á kostnað lífeyrisþeganna.
Þessari aðför skuldara að lífeyrissjóðunum verður að verjast af hörku og ekki síður ásókn ríkisins í sjóðina til að fjármagna ýmis verkefni sem ríkinu ber að annast en hefur ekki efni á um þessar mundir, en er ekki tilbúið að greiða eðlilega vexti af þeim lánum, sem ætlast er til að sjóðirnir leggi ríkinu til, svo ráðherrarnir geti sagst vera að gera eitthvað í atvinnumálunum.
Það er ekki hlutverk lífeyrissjóða að greiða niður skuldir lánasukkara og alls ekki að halda uppi atvinnubótavinnu á vegum ríkissjóðs. Eina hlutverk lífeyrissjóðanna er að ávaxta iðgjöld sjóðfélaganna á hagkvæmasta hátt og greiða þeim eins háan lífeyri og mögulegt er, þegar sjóðfélaginn þarf á því að halda, annað hvort vegna örorku eða aldurs.
Hjarðhugsun, sem stjórnað er af lýðskrumurum, um að sjálfsagt sé að ganga í lífeyrissjóðina og ausa úr þeim í gæluverkefni, verða sjóðirnir að hrinda af höndum sér í eitt skipti fyrir öll og halda sig við það hlutverk, sem þeim er ætlað.
![]() |
Hart sótt að lífeyrissjóðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2010 | 06:34
Berlusconihúmorinn og kvenremban
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er mikill fagurkeri og gleðimaður og mikið fyrir fallegegar konur, svo mikið raunar að eiginkonan yfirgaf hann vegna "skemmtana" hans með öðru kvenfólki en henni sjálfri.
Karlinn hefur verið þekktur fyrir gleðskap og veisluhöld, þar sem ungar og fallegar stúlkur, sem dansa á aldursmörkunum milli þess að vera börn og unglingar, fjölmenna og veita gömlu mönnunum gleði og ánægju með því einu að mæta á staðinn (vonandi).
Ítalinn lífsglaði segir hug sinn til kvenna algerlega óhikað á almannafæri og við alls kyns opinberar athafnir og gerir feminista alveg brjálaða í hvert sinn og alltaf er hann skammaður fyrir að hafa "misst" út úr sér það sem hann segir um kvenpeninginn þegar hann lýsir aðdáun sinni og ást á honum.
Rétttrúnaðurinn krefst þess að karlmenn segi ekki hug sinn til kvenna opinberlega og alls ekki á gamansaman hátt, því allt á að vera merkt sömu leiðindunum og orðavalið þannig að það segi helst ekki neitt.
Brandarar um konur og aðdáunarlýsingarlýsingar karlmanna á þeim munu lifa nákvæmlega jafn lengi og karlkyn mannskepnunnar mun lifa, sama hvort slíkt verður kallað karlremba eða ekki.
Skrýtlur kvenna um karla og karlafar munu lifa jafn lengi og sjálfsagt verða talin merki kvenrembunnar.
Hverjum er ekki alveg sama um slíka stimpla?
![]() |
Berlusconi samur við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)