Allir skulu teljast saklausir.......

Gunnar í Krossinum bregst harkalega við ásökunum á hendur sér fyrir kynferðislegt áreyti og harðneitar öllum sökum og lýsir því skýrt og skorinort yfir að um hreinar lygar sé að ræða af hálfu kvennanna.

Þar með liggja konurnar undir ásökunum um að vera lygarar og geta ekki með nokkru móti sannað sakleysi sitt af þeim, frekar en Gunnar af þeim ásökunum sem að honum beinast.

Þar sem allir skulu teljast saklausir þar til sök er sönnuð, hlýtur Gunnar að teljast alsaklaus af þessum áburði kvennanna og þær jafn blásaklausar af því að vera að skrökva þessu upp á manninn og þar með er málið fyrst orðið snúið.

Nú er það lagt í hendur hvers og eins hverjum hann vill trúa og ekki mun standa á alls kyns dómum í þessum málum og báðir aðirlar sýknaðir og sakfelldir til skiptis og þar sem tæplega er hægt að reikna með neinum sérstökum sönnunum á hvoruga veru, verður að reikna með að málið leysist í raun og veru aldrei.

Við allt þetta vaknar sú spurning hvort leyfilegt eigi að vera að ásaka nafngreinda menn opinberlega áratugum eftir meinta atburði, án þess að nokkrar sannanir sé hægt að leggja fram til styrktar ávirðingunum.

Skiptir þá auðvitað ekki hvort um kynferðislegt ofbeldi er að ræða, eða eitthvað allt annað.


mbl.is Gunnar stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband