Grænar einkaþotur

Forsætisráðherrar norðurlandanna sitja nú á þingi Norðurlandaráðs og eru áreiðanlega að ræða um hversu góðir vinir norðurlandabúar séu og hjálplegir hver við annan, þegar eitthvað bjátar á.  Til dæmis hafa "vores nordiske venner" væntanlega útskýrt hversvegna lánveitingar í tengslum við efnahagsáætlun Íslands og AGS séu tengdar við Icesave og hvaða hjálp sé í því fyrir Íslendinga.

Einnig ætla þessar erlendu frændþjóðir að fjalla um "grænan hagvöxt" sem leið út úr kreppunni og leggja m.a. áherslu á þróun endurnýjanlegra orkugjafa.  Öll slík þróun hlýtur reyndar að taka talsvert langan tíma og því verður ekki séð að þessir miklu leiðtogar ætli að leysa kreppuna alveg á næstu árum, en vonandi sjá þeir þó fyrir endann á þessu verkefni innan ekki alltof margra áratuga.

Það sem vekur einkum athygli í ljósi þessa mikla áhuga á "grænum hagvexti" og endurnýjanlegum orkugjöfum er, að erlendu ráðherrarnir komu til landsins hver í sinni einkaþotunni og vafalaust útskýra þeir á þinginu hversu græn hugsun það er í ljósi umræðuefnis þingsins.  Kannski liggur skýringin á notkun þessara farkosta í því, að koltvísíringsútblástur norrænu einkaþotnanna sé miklu grænni en annar slíkur útblástur.

Halda menn virkilega að einhver trúi að svona kjaftafundir um falsmálefni séu einhvers virði og skili einhverju vitrænu til framtíðarinnar?  Ef til vill halda þeir að almenningur sé svo grænn, að hann gleypi við þessari dellu?

Ráðherrum norðurlandanna er þó óskað góðrar heimferðar á grænu, vistvænu, þotunum sínum.

 


mbl.is Rætt um grænan hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör nekt Jóns Gnarr

Engin orð koma upp í hugann til að lýsa þeim hughrifum, sem þetta myndbrot gefur af þeim aumkunnarverða manni sem bauð sig fram til setu í borgarstjórn Reykjavíkur, fékk heilmikið fylgi, þáði laun og hlunnindi fyrir embætti borgarstjóra, en kom sér undan nánast öllum þeim störfum sem embættinu tilheyra.

Það eina sem hægt er að gera, er að vitna í ævintýrið alkunna: 

"Keisarinn er ekki í neinum fötum."


mbl.is Frumsýning á myndbút úr Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Össur að reyna nýja stjórnarmyndun?

Þó Össuri Skarphéðinssyni þyki útkoma skoðanakönnunar um fylgi Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar verri en hundsbit, ber hann sig mannalega og telur bitið ekki skaða flokkinn og stjórnina meira en svo, að hún verði gróin sára sinna áður en langt um líður, eða strax og kjósendur öðlast skilning á verkum ráðherranna, sem að vísu hafi verið tóm misstök fram að þessu, en góður vilji til sé til að bæta úr af þeirra hálfu, ef hægt verður að fá góðar hugmyndir að láni einhversstaðar frá.

Þó virðist öryggi Össurar með lengra líf ríkisstjórnarinnar ekki meira en svo, að hann er farinn að daðra við Sjálfstæðisflokkinn um nýtt stjórnarsamstarf og er nú farinn að hæla flokknum og málflutningi hans á hvert reipi, en fram að þessu hefur hvorki Össur né aðrir í stjórnarflokkunum nokkuð viljað hafa með tillögur Sjálfstæðisflokksins að gera, hversu góðar og skynsamlegar þær hafa verið.

Nú segir Össur hins vegar um Sjálfstæðisflokkinn:  "Hann nýtur þess líka að hafa reynt að vera málefnalegur og leggja fram jákvæðar tillögur.  Menn meta það við hann, og það geri ég líka. Það er jákvætt. Það er líka hlutverk stjórnarandstöðu að bera ekki bara fram gagnrýni heldur að koma fram með hugmyndir. Þess nýtur hann, hvort sem menn eru glaðir eða óánægðir með þær, eins og gerist og gengur. Hann hefur gert sér far um að reyna að vera uppbyggilegt stjórnmálaafl, og nýtur þess. En hann skortir hins vegar, ennþá að minnsta kosti, burðina til að leiða stjórnarandstöðuna. Síðustu vikur hefur það verið minnsti flokkurinn, Hreyfingin."

Síðastu setninguna lætur Össur fljóta með til þess að bónorðið líti ekki alveg afgerandi út, en eftir sem áður er ekkert hægt að misskilja meiningu hins örvæntingarfulla ráðherra í aumustu ríkisstjórn lýðveldistímans a.m.k.

Nú er að sjá hvort rósirnar verða rauðari og vendirnir fari stækkandi á næstu dögum.


mbl.is Láti ekki börnin borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband