15.11.2010 | 21:41
Lokum öllum sjúkrahúsum til að eiga fyrir Icesave
Enn á ný mun Steingrímur J. og félagar hans í Bretavinnunni vera búnir að ganga frá "betri samningi" við kúgara íslenskra skattgreiðenda í Bretlandi og Hollandi og mun samningurinn "sem liggur á borðinu" hljóða upp á 60 milljarða króna skattaáþján Íslendinga næstu áratugi.
Til samanburðar má taka, að á næsta ári þarf að hækka skatta, til viðbótar við fyrra skattahækkanabrjálæði, um ellefu milljarða króna og skera niður ríkisútgjöld um 30 milljarða og samt mun það ekki duga nema til að greiða helming þess halla, sem annars verður á ríkissjóði á árinu 2011.
Til þess að ná þessum sparnaði í ríkisútgjöldum þarf a loka öðru hverju sjúkrahúsi á landinu, lækka vaxtabætur, barnabætur og örorkubætur, svíkja hækkun á persónuafslætti vegna skatta, sem harðast bitnar á láglaunafólki og er þá fátt eitt nefnt, sem skerða þarf til að ná þessum fyrirhuguðu fjörutíu milljörðum króna.
Á sama tíma þykjast Bretavinnumennirnir vera að skila af sér enn einum "betri samningi", sem þó verður helmingi átakameira fyrir skattgreiðendur að erfiða fyrir og það þrátt fyrir að um skuld einkafyrirtækis sé að ræða, sem kemur íslenskum skattgreiðendum ekki frekar við en fjárhagsvandræði ESB-landa yfirleitt.
Þjóðin hlýtur að taka höndum saman og hrekja Steingrím J., Breta og Hollendinga til baka með þennan þrælasamning, eins og þá fyrri.
![]() |
Vextir 3% í Icesave-samkomulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
15.11.2010 | 13:18
Líkamsræktarsvindl saklausara en samlokuþjófnaður?
Eigendur World Class hafa farið mikinn í líkamsræktarbransanum hér á landi undan farin ár og á útrásarárunum vildu þeir ekki vera minni menn en hinir "snillingarnir" og ætluðu því að leggja undir sig heiminn með því að kaupa upp æfingastöðvar erlendis, enda átti nafnið á keðjunni að höfða til heimsins alls.
Að sjálfsögðu fór um þetta útrásarfyrirtæki eins og öll hin, að allt veldið var byggt á lánsfé og loftbóluhagnaði, sem ekki var til neins nýtur nema til að reikna af honum arð, enda endaði þetta félag eins og hin með gjaldþroti og milljarða skuldum, sem lenda munu sem tap á lánadrottnunum, sem reyndar geta líka nagað sig í handarbökin vegna þátttöku sinnar í þessum sýndarveruleika.
Eins og hjá öðrum útrásargengjum virðist siðferðisvitund "eigenda" World Class ekki vera upp á fleiri fiska, en kollega þeirra sem þóttust vera að reka viðskipti í "nýja hagkerfinu", en þar virðist keppikeflið vera að komast undan öllum skuldbindingum vegna rekstrarins, en halda honum samt áfram undir nýrri kennitölu og lifa áfram í persónulegum vellystingum og ef ekki er hægt að tryggja hvorutveggja, þá er a.m.k. passað vel upp á seinni kostinn.
"Eigendur" World Class seldu sjálfum sér rekstur á 25 milljónir króna, sem skiptastjórinn metur á 500-700 milljónir, enda ætlar hann að fá þeim gerningi rift og hljóta allir að sjá réttlæti í því.
Vandasamara er hins vega að sjá réttlætið í því, að þeir sem hreinsa á þennan hátt út úr þrotabúum skuli ganga lausir á meðan þeir sem stela sér rækjusamloku til matar eru handteknir umsvifalaust og látnir svara til saka fyrir "glæp" sinn.
![]() |
Greiddu 25 milljónir fyrir eignir World Class |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
15.11.2010 | 10:11
Klára skuldamálin og snúa sér að atvinnunni
Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórnin hafa dregið skuldara landsins á asnaeyrunum mánuðum saman og látið eins og von sé á einhverjum aðgerðum fyrir alla, hvar sem þeir standa í sínum skuldavanda, allt frá því að vera gjaldþrota til þess að vera í góðum málum með sínar skuldir.
Undir tunnuslætti á Austurvelli í Októberbyrjun lofaði Jóhanna að farið yrði í almenna niðurfærslu allra húsnæðisskulda, þó hún hefði áður sagt að slíkt væri ekki mögulegt og nú þegar hæfilegur tími er liðinn frá tunnubarsmíðunum hefur hún snúist í heilhring í málinu og segir að ekki verði hægt að gera "allt fyrir alla". Hefði hún haldið sig við þær staðreyndir frá upphafi væri örugglega miklu lengra komið með aðgerðir fyrir þá, sem virkilega þurfa á aðstoð að halda, enda hafa aðrir haldið sínu striki, en haldið áfram að heimta þann happadrættisvinning sem almenn skuldaniðurfærsla yrði fyrir flesta.
Nú er kominn tími til að blekkingunum verði hætt og ríkisstjórnin snúi sér að því að leysa úr þeim skuldamálum sem brýnust eru, en það eru auðvitað mál þeirra sem gjaldþrot blasir við og komi þeirra málum í það horf, að stilla greiðslur þeirra af, miðað við greiðslugetu og hætta að lofa öðrum einhverri aðstoð, því allir hljóta nú að sjá, að hvorki er vilji eða geta til að gera nokkuð fyrir aðra, enda ekki ástæða til að bjarga þeim, sem geta bjargað sér sjálfir.
Þessi mál veður ríkisstjórnin að afgreiða út af borðinu í eitt skipti fyrir öll, hætta blekkingum og snúa sér að því sem brýnast er fyrir þjóðarbúið, en það eru atvinnumálin. Ryðja verður úr vegi öllum hindrunum fyrir hvers konar atvinnuuppbyggingu, hvort sem það er í stóriðju, nýsköpunarverkefnum, smáfyrirtækjum hverskonar og hverju því sem mögulegt er að styðja við að koma í gang, því hvert nýtt starf í verðmætasköpun mun leiða þjóðina eitt skref út úr kreppunni.
Lágmarkskrafa er að gefin verði út tilkynning í eitt skipti fyrir öll um að fólk geti hætt að reikna með almennum skuldaniðurfellingum og að "allt verði gert fyrir alla".
![]() |
Veltu upp ýmsum kostum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)