Eignir íslenskra fjársvikara á uppboð?

Fyrirsögn viðhengdrar fréttar gaf þá von við fyrstu sýn, að halda ætti uppboð á eignum þeirra fjársvikara sem tæmdu bankana innanfrá, rændu öllu eigin fé stærstu fyrirtækja landsins og settu allt þjóðfélagið í mestu efnahagskreppu lýðveldistímans.

Við lestur fréttarinnar sjálfrar kom auðvitað í ljós, að ekki var verið að fjalla um íslenska svikara, heldur kollega þeirra bandarískan, sem vafasamt er þó að hafi slegið þeim íslensku við í svikum og prettum, ef miðað er við hina frægu höfðatölu eða stærð efnahagskerfa Íslands og Bandaríkjanna.

Vonandi líður ekki á löngu enn, að einhver niðurstaða fari að koma í þau svikamál sem til rannsóknar eru hjá Sérstökum saksóknara og þeir fái makleg málagjöld, sem það eiga skilið og til refsinga hafa unnið.Allar eignir, hverju nafni sem nefnast, voru gerðar upptækar hjá Madoff, þeim bandaríska, en hæpið er að jafn langt verði gegnið gagnvart íslenskum bófum.  

Á uppboði ílla fenginna eigna Madoffs voru t.d. samkvæmt fréttinni: "Þegar Madoff var handtekinn fyrir tveimur árum var hald lagt á allt sem hann átti, allt frá notuðum sokkum og sérmerktum ónotuðum nærbuxum upp í lúxusíbúðir og báta. Allar þessar eigur eru nú seldar og mun andvirðið renna til um 3000 viðskiptavina Madoffs, sem hann hafði milljarða dala af. Madoff sjálfur, sem er 72 ára, afplánar ævilangan fangelsisdóm í Norður-Karólínu."

Íslenskir kollegar Madoffs fengju örugglega að halda sokkum og brókum og sú spurning vaknar hvort lúxusíbúðir og bátar yrðu nokkuð tekin af þeim.  Líklegra er að þeim takist að teygja mál svo og toga, að þeir veðri allir sýknaðir, nema þá af málamyndaákærum, eins og gerðist í Baugsmálinu fyrsta. 


mbl.is Uppboð á eignum fjársvikara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gnarrinn þurfti að ganga eins og hálvitarnir

Það er ekki fátt sem ergir vesalings borgarstjórann í Reykjavík um þessar mundir og ekki nóg með að hann sé ergilegur yfir hlutunum, þá er heilsufarið svo bágborið, að hann beinlínis veikist af volkinu sem fylgir starfinu, eins og hann er duglegur að koma á framfæri í "dagbók" sinni á Fésbók, sem reyndar fjallar mikið um höfuðverkina, sem starfið og umgengni við annarra flokka fólk veldur honum.

Einnig kemur fram á Fésbók sjúklingsins að aðstoðarmaður hans er honum svo dyggur, að hann leggst í rúmið með honum þegar sá óhæfi verður veikur af illum aðbúnaði í druslunni, sem þeim  er gert að ferðast í á vegum borgarinnar.  

Þeir, sem ekki hafa bíl til afnota í borginni, eða frá borginni, fá kaldar kveðjur frá borgarstjóranum óhæfa, þegar hann segir þá vera fífl, eða eins og hann orðar það sjálfur: "Þessi rafmagnsbíll er ekki alveg að ganga. Miðstöðin frekar slök og við Björn búnir að vera fárveikir. Svo sprakk á honum í fyrrakvöld og við þurftum að labba í HR eins og hálfvitar til að vígja viðbyggingu."

Væntanlega eru þessar dagbókarfærslur til þess gerðar að snúa borgarbúum frá því að gera kröfur til þess að borginni sé stjórnað af alvöru fólki og í það að vorkenna stjórnendunum fyrir ræfildóminn.  

Með lítilsvirðingu sinni í garð þeirra sem ekki vilja eða hafa efni á að reka bíl, skýtur sá óhæfi reyndar yfir það mark. 


mbl.is Kvartar yfir rafbílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband