7.10.2010 | 21:47
Ríkisstjórnin rústar landsbyggðinni
Þrátt fyrir að spara þurfi stórar upphæðir í rekstri ríkisins, er forgangsröðunin vægast sagt undarleg og ekki verður annað séð, en að skipulega eigi að vinna að því að rústa allri þjónustu á landsbyggðinni og þar með því mannlífi sem ennþá tórir utan höfuðborgarsvæðisins.
Eitt af því sem fólki finnst nauðsynlegast í sínu byggðalagi, eða a.m.k. í næsta nágrenni, er góð heilbrigðisþjónusta, enda þurfa allir á henni að halda frá fæðingu til dauðadags, mismikið en allir vilja njóta þess öryggis, sem góð nærþjónusta lækna, hjúkrunarfólks, ljósmæðra og hjúkrunarheimila skapa.
Alls staðar, þar sem sjúkrahús er staðsett á landsbyggðinni er það hornsteinn þjónustunnar í héraði og stór atvinnuveitandi og oft eini vinnustaðurinn þar sem háskólamenntað fólk er við störf og starfsfólkið því mikil og góð lyftistöng mannlífsins í sinni heimabyggð. Það er algerlega ótrúlegt og í raun óskiljanlegt, að ríkisstjórnin skuli skipulega vinna að því að leggja heilbrigðisþjónustuna í rúst á landsbyggðinni, með litlum sem engum fyrirvara og án allrar viðvörunar.
Ótrúlegast af öllu er, að fjármálaráðherra af norð-austurlandi skuli leggja fram frumvarp um slíkt.
![]() |
85% niðurskurður á sjúkrasviði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
7.10.2010 | 15:52
Bjarna tókst það sem Jóhönnu hefur aldrei tekist
Mönnum er í fersku minni, að fyrir ári síðan, eða svo, skrifaði Jóhanna Sigurðardóttir bréf til Brown´s, forsætisráðherra Bretlands og annað til Darling´s, fjármálaráðherra, og óskaði eftir að fundi með þeim félögum, til þess að ræða um Icesavedeiluna. Báðir sýndu álit sitt á Jóhönnu með því að svara viðtalsbeiðninni aldrei, en sendu henni smámiða mörgum mánuðum síðar, þar sem einungis var sagt að viðræður um málið væru í gangi, en svöruðu bréfi Jóhönnu engu í raun.
Nú hafa orðið stjórnarskipti í Bretlandi og ekki vitað hvort Jóhanna hefur fengið einhvern til að skrifa fyrir sig annað bréf á ensku, og sent nýjum valdhöfum þar, en a.m.k. hefur hún ekki átt með þeim neina fundi, en einstaka sinnum er sagt frá því, að formlegar eða óformlegar viðræður séu ennþá í gangi, en ekkert hefur spurst til "miklu betra tilboðsins" sem "lá á borðinu" þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave fór fram 6. mars s.l. og þjóðin sýndi stjórnvöldum hug sinn í verki á eftirminnilegan hátt.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist ekki hafa átt í neinum vandræðum með að ná fundi Cameron´s, hins nýja forsætisráðherra Bretlands, og getað rætt við hann um Icesave og önnur mál, sem efst eru á baugi á Íslandi og í Bretlandi, þó formlegar niðurstöður séu auðvitað engar, enda fundurinn ekki til þess ætlaður, heldur til að kynna málstað Íslendinga og koma á framfæri þeim afgerandi sjónarmiðum, að Icesave sé íslenskum skattgreiðendum óviðkomandi.
Það hlýtur að styttast í það, að Bjarni Ben. taki formlega við forsætisráðherrastólnum af Jóhönnu. Hún hefur sýnt svo oft að hún ræður ekkert við þau vandamál sem við er að etja og tekst ekki einu sinni að halda ríkisstjórninni almennilega saman og segir það á við kattasmölun, sem allir vita að er ógerlegt verk.
Þjóðin getur ekki beðið lengur eftir raunverulegri forystu, sem ræður við að koma þjóðfélagninu í gang á ný.
![]() |
Íslendingar taki ekki á sig byrðarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)