VG og Samfylkingarþingmenn ómerkilegastir í heimi?

Það er alvet rétt hjá Geir H. Haarde að stjórnmálamenn báru ekki ábyrgð á efnahagskreppunni sem við hefur verið að kljást í heiminum frá árinu 2008, heldur óábyrgum rekstri banka, annarra fjármálastofnana og sumsstaðar, eins og t.d. á Íslandi, hreinlega glæpsamlegum verkum eigenda og stjórnenda bankanna, sem í flestum tilfellum voru einnig eigendur allra stærstu fyrirtækja landsins, sem þeir hreinsuðu innanfrá af öllum fjármunum, alveg eins og bankana.

Vegna glæpsamlegrar hegðunar þessara banka- og fyrirtækjaeigenda varð kreppan mun dýpri hér á landi en víðast annarsstaðar, líklega að sumum Eystrasaltslandanna undanskildum, en þó eru ekki öll lönd búin að bíta úr nálinni vegna bankanna í sínum löndum, t.d. Írland, en þar þrefaldaðist fjárlagahalli ríkissjóðs í einu vetvandi vegna ábyrgðar sem írska ríkið tók á sig vegna eins af bönkum landsins.

Engum hefur neins staðar í veröldinni dottið í hug að ásaka stjórnvöld landanna um að bera ábyrgð á bankakrepppunni, með einni undantekningu þó, sem er á Íslandi, en þar hefur lýðskrumurum úr VG tekist að ljúga því að almenningi, sem trúir, að bankahrunið og afleiðingar þess séu nokkrum stjórnmála- og embættismönnum að kenna.  Þessi áróður VG hefur svo verið studdur af nokkrum fleirum jafn óábyrgum aðilum og vegna kunnáttu þessara aðila í hjarðhegðunarstjórnun, hefur þeim tekist að afla þessum tilhæfulausa áróðri talsverðs fylgis meðal almennings.

Þó nýjar ríkisstjórnir hafi tekið við völdum í mörgum löndum, dettur engum í þessum nýju stjórnum í hug, að stefna fyrri stjórnvöldum fyrir dómstóla vegna bankakreppunnar og ekki er seðlabönkum þjóðanna kennt um heldur, en í einstaka landi er fjármálaeftirlitinu legið á hálsi fyrir slælegt eftirlit með bankakerfunum, án þess að eftirlitunum sé kennt um hvernig fór.

Íslendirngar skera sig auðvitað frá öðrum þjóðum í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum.  Eins og í svo mörgu öðru, er þetta hreint ekkert til að vera stoltur af, þvert á móti ætti þjóðin að skammast sín fyrir þessa afstöðu og langmest ætti hún að skammast sín fyrir þá þingmenn, sem samþykktu að færa íslenskt réttarfar niður á það stig sem tíðkaðist í Sovétríkjunum og tíðkast enn í Kína, Norður-Kóreu og nokkrum öðrum löndum.

 


mbl.is Ekki sekur frekar en Brown eða Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband