24.10.2010 | 21:36
Steingrímur J. er harðasti rukkarinn
Við setningu Alþingis sagði Jóhanna Sigurðardóttir að bankarnir hefðu dregið lappirnar vegna samninga við skuldara og undir það tók Steingrímur J. og bætti um betur með stóryrðum um stjórnendur bankanna og slóðaskap þeirra við að vinna með þau úrræði sem ríkisstjórnin hefði af mannkærleik sínum skammtað skuldugustu heimilum landsins.
Á það var þá strax bent að sá innheimtumaður, sem engin grið gæfi í innheimtum og neitaði algerlega að semja um eftirgjöf, eða niðurfellingu skulda, væri Steingrímur J. sjálfur, eða umboðsmenn hans, sem gegna innheimtustörfum fyrir ríkissjóð.
Þetta staðfestir einstæð móðir, sem var í námi sem hún hrökklaðist úr vegna ósveiganleika innheimtumanna ríkissjóðs í hennar fjárhagserfiðleikum, en skatturinn og LÍN kröfðust uppboðs á íbúð hennar, en allir aðrir lánadrottnar hennar voru tilbúnir til samninga um kröfur sínar.
Í tölvubréfi konunnar til þingmanna segir m.a: Ef alþingismönnum er í raun alvara með því að koma til móts við skuldsettar fjölskyldur í stórum vanda þá má kannski byrja á að líta til eigin krafna ríkisstofnanna sem eru að nauðbeygja fólk og krefjast nauðungarsölu. Innheimtuaðgerðir ríkisins sjálfs er þær sem engan grið gefa.
Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um þessa innheimtuhörku Steingríms J. og undirmanna hans, hefur hann ekki hreift legg eða lið til að liðka til fyrir þeim sem í vanskilum eru við ríkisstofnanir. Jafnvel þeir sem leitað hafa eftir sértækri skuldaaðlögun hafa komið að algerlega harðlokuðum dyrum hjá undirmönnum Steingríms J. og á því hefur öll aðstoð strandað.
Ekki er nóg með að Steingrímur J. sé harðsvíraðasti rukkari landsins, heldur er hann einnig sá falskasti, þar sem hann reynir að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um að ekkert skuli ganga við úrlausn þeirra skuldsettustu, sem engan veginn geta ráðið við skuldasúpu sína.
![]() |
Gat ekki samið við LÍN |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2010 | 17:40
Glæsilegt afrek
Kvennalið Gerplu í hópfimleikum náði þeim stórkostlega árangri að verða Evrópumeistari í íþrótt sinni og er þetta einhver glæsilegasti árangur, sem íslenskt lið hefur náð í hópíþróttum. Einnig náði landslið stúlkna í fimleikum þriðja sæti í keppni landsliða og er það einnig glæsileg frammistaða.
Oft hefur verið heilmikið tilstand á Keflavíkurflugvelli við heimkomu íslendinga, sem náð hafa góðum árangri á stórum íþróttamótum og að þessu sinni ætti móttökuathöfnin að vera með glæsilegra móti, vegna þessa einstæða árangurs og þeirra geysilega miklu framfara, sem orðið hafa í fimleikum hér á landi á undanförnum árum.
Slíkur árangur næst ekki, nema með þrotlausum æfingum, miklum áhuga og fórnum í þágu íþróttarinnar. Það er enginn hægðarleikur að komast í fremstu röð í Evrópu, að ekki sé talað um heiminn allan, og slíkum árangri, sem þessum, verður ekki náð, nema með mikilli vinnu og fyrirhöfn, stúlknanna sjálfra, þjálfaranna, fjölskyldanna og félaganna, sem þær æfa hjá.
Til hamingju stelpur með þennan frábæra árangur. Til hamingju Ísland, með að eiga svona frábærar stelpur.
![]() |
Forsætisráðherra samfagnar fimleikakonum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2010 | 13:46
Átakanlegur veruleiki stríðsátaka
Fréttir, sem nú birtast upp úr skýrslum Bandaríkjahers, sem Wikileaks birti opinberlega fyrir nokkrum dögum og lýsa grimmilegum pyntingum írakska hersins á handteknum hryðjuverkamönnum og hylmingum Bandaríkjamanna með þeim, lýsa enn og aftur þeim viðbjóði, sem fylgir hernaðarátökum hverskonar og virðist vera sama hver á í hlut. Enginn virðist öðrum betri í þeim efnum að fremja alls kyns glæpi og ofbeldisverk í nafni ættjarðarinnar og meintrar ástar á henni og hagsmunum þeirra þjóða, sem í hlut eiga.
Ekki þarf þó að líta til austurlanda eftir slíkum glæpum, því ekki eru svo mörg ár síðan svipaðir stríðsglæpir voru framdir af öllum hlutaðeigandi í stríði í miðri Evrópu, það sem aðalmarkmiðið var að útrýma öllum þeim, sem voru af öðrum kynþætti eða trú, en þeim sem í meirihluta var á hverju svæði fyrir sig. Lítið lengra er síðan milljón manns var slátrað á djöfullegan hátt í Rúanda og enn berast fréttir af hryllilegum aðgerðu stríðandi aðila í mörgum Afríkuríkjum.
Mannslíf eru ekki mikils metin í mörgum löndum og víða tíðkast að fólk sé dæmt til húðstrýkinga, handarhöggs, henginga eða lífláts á annan hátt, jafnvel að undangengnum pyntingum. Þegar slíkar refsingar eru samkvæmt lögum viðkomandi ríkja, er varla við öðru að búast en hinu versta, þegar slíkar þjóðir standa í stríðsaðgerðum gegn öðrum löndum og jafnvel eigin íbúum.
Öll stríð eru af hinu illa og þau leiða, eins og sagan sýnir, til alls kyns illverka og glæpa og því verður að fordæma slíkt athæfi með öllum ráðum, í þeirri veiku von að hálfbrjálaðir stríðsmenn og stjórnendur þeirra láti af slíku athæfi og reyni frekar að leysa málin á friðsamlegan hátt.
Ekki er heldur djúpt á villimanninum í Íslendingum, eins og nýlegar tilraunir til líkamsmeiðinga á þingmönnum og ráðherrum sýna, í tengslum við mótmæli gegn stjórnvöldum hérlendis. Þó ekki sé beinlínis hægt að líkja slíkum aðgerðum við stríðsglæpi, þá sýna þær þó hve grunnt er í villimanninn og hve lítið þarf til að vekja hann af dvala og til óhæfuverka.
![]() |
Ótrúlega alvarlegar skýrslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)