Hvað kostaði Péturskirkjan í Róm?

Íbúum Fjallabyggðar er hér með óskað til hamingju með að í dag voru Héðinsfjarðargöngin opnuð með pompi og prakt og framvegis verða aðeins 15 kílómetrar á milli miðkjarna vestur- og austurbæjar Fjallabyggðar og styttist þar með úr um 60 kílómetrum yfir sumarmánuðina, en úr 180 kílómetrum að vetrarlagi.

Til samanburðar má nefna að þessir fimmtán kílómetrar samsvara vegalengdinni úr Grafarvogi og vestur á Granda í Reykjavík og því hægt að gera sér í hugarlund hverning Grafarvogsbúanum hefði þótt það, að þurfa að fara Þingvallahringinn í hvert sinn sem hann hefði þurft að fara frá heimili sínu og vestur á Granda að vetrarlagi.  Þetta er því gríðarleg samgöngubót og í raun forsenda þess að Siglufjörður og Ólafsfjörður geti virkað sem eitt sveitarfélag, með þeirri hagræðingu sem því fylgir.

Einnig er alveg víst að þessi nýja tenging mun stórauka freðamannastraum um Tröllaskaga, þar sem nú verður hægt að fara hringferð um skagann í stað þess að Siglufjörður var endastöð vestan á skaganum og Ólafsfjörður að austanverðu.  Í bónus fæst svo aðgangur að hinum mikilfenglega Héðinsfirði, sem afar fáir hafa augum litið fram að þessu.

Reykvíkingar horfa mikið á kostnaðinn við þessi göng og finnst þetta mikið bruðl í þágu fárra, en sannleikurinn er sá að þessi samgöngubót mun nýtast öllum Íslendingum, sem ferðast munu um landið í framtíðinni ásamt þeim síaukna fjölda ferðamanna sem heimsækja landið.

Göngin eiga eftir að þjóna sínu hlutverki um mörg hundruð eða þúsundir ára og enginn mun spyrja að því eftir hundrað ár og enn síður eftir fimm hundruð, hvað þessi göng hafi kostað.  Spyr nokkur um það núna hver byggingakostnaður Péturskirkjunnar í Róm hafi verið á sínum tíma?

Spyr yfirleitt nokkur um kostnað vegna menningarverðmæta fortíðarinnar?


mbl.is Búið að opna Héðinsfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband