Fíflagangur í Jóni Gnarr eins og venjulega

Í dag fóru fram umræður í borgarstjórn um þá tillögu Jóns Gnarrs að koma af sér flestum skyldum borgarstjóra og láta skrifstofustjóra borgarinnar um þær "næsta árið til reynslu" eins og það er orðað.  

Þegar Júlíus Vífill spurði Jón Gnarr, sem ennþá tiltlar sig borgarstjóra, hvort það væri í undirbúningi að gera Dag Eggertsson að borgarstjóra, svaraði svonefndur borgarstjóri á þennan veg:   "Spurningin hvort að Dagur B. Eggertsson sé að verða borgarstjóri. Það er ný hugmynd. Hún hefur ekki komið upp áður. Ég mundi ekkert útiloka það frekar en eitthvað annað, en það hefur ekki staðið til."

Manninum virðist gjörsamlega ómögulegt að tala eins og maður og algerlega fyrirmunað að koma frá sér nokkurri hugsun sem viðkemur því starfi sem hann hefur tekið að sér að gegna, en margsýnt að hann er gjörsamlega óhæfur til.

Hvað ætla borgarbúar að láta bjóða sér þennan fíflagang lengi?


mbl.is Útilokar ekki að Dagur verði borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakúgun og ógnarstjórn Besta flokksins

Fyrir kosningar og raunar fyrst eftir þær, boðaði Jón Gnarr opnari stjórnsýslu og meira samráð við borgarbúa, t.d. með atkvæðagreiðslum um einstök mál, en eftir að hann uppgötvaði að hann réði ekkert við borgarstjórastarfið og nennir ekki einu sinni að setja sig inn í málefni borgarinnar og stofnana hennar og komið öllum helstu verkefnum yfir á annan, þá er ekki minnst á íbúalýðræði lengur.

Þvert á þessar yfirlýsingar um aukið lýðræði virðist nú eiga að taka upp stjórnarhætti kúgunar og ótta, því t.d. er starfsmönnum OR nú haldið nánast í gíslingu hótana um uppsagnir, því stjórn fyrirtækisins tilkynnti í upphafi mánaðar að um næstu mánaðarmót yrði áttatíu starfsmönnum sagt upp, án þess að tilgreina hvaða starfsmönnum né úr hvaða deildum eða starfsgreinum þeir ættu að koma.  Svona vinnubrögð ala á ótta og óöryggi allra starfsmanna og leikurinn sjálfsagt verið til þess gerður.  Hafi þetta ekki verið skipulagt til að valda þessum ótta og óöryggi og stjórnendur fyrirtækisins ekki gert sér ljósar afleiðingar svona tilkynninga, þá eru þeir algerlega óhæfir til að stjórna fyrirtæki og hafa mannaforráð.

Þegar stjórnarmaður í OR óskar eftir fundi með trúnaðarmönnum fyrirtækisins til að ræða við þá um tillögur þeirra til sparnaðar í mannahaldi án uppsagna, þá ærist meirihlutinn og skammast út í stjórnarmanninn og trúnaðarmennina og segja það allsendis óviðunandi að einstakir stjórnarmenn séu að kynna sér tillögur starfsmanna og senda forstjórann til að hafa áhrif á umræðurnar á fundi þessara aðila, sem auðvitað urður þvingaðri vegna nálægðar hans og þeirrar ógnununar sem troðningur hans inn á fundinn olli.

Allt ber þetta vott um nýja stjórnarhætti Jóns Gnarrs og félaga og ekki lofar þetta góðu um framhald þeirrar hræðslu- og ógnarstjórnar sem starfsmenn borgarinnar mega eiga von á í framtíðinni.


mbl.is Óviðeigandi nærvera forstjórans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindaráð treður á réttindum meirihlutans

Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um að fótum troða skoðanir meirihluta landsmanna, sem tilheyrir þjóðkirkjunni og öðrum kristnum trúfélögum og samkvæmt þessari dæmalausu tillögu skal úthýsa öllu, sem minnir á kristna trú úr leik- og grunnskólum borgarinnar.

Banna skal heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, sem og allt samstarf við kirkjuna í sambandi við fermingarfræðslu og annað barna- og unglingastarf á vegum kristinna safnaða og einnig skal úthýsa öllu föndri og leikjum, sem byggjast á kristnu siðferði, sem grunnskipun þjóðfélagsins byggist þó alfarið á.

Allt er þetta gert í nafni einhvers jafnréttis, en pólitískur rétttrúnaður í þessu sambandi gengu þó allt of langt, þegar farið er að troða á rétti og skoðunum 95% þjóðarinnar til að þóknast hinum 5%, sem annaðhvort hafa lýst sig trúlausa, eða eru innflytjendur frá öðrum menningarheimi en þeim kristna. 

Þeir sem hingað flytja frá öðrum menningarsvæðum vita fullvel inn í hvers konar þjóðfélag þeir eru að flytja og því ætti að vera lágmarkskrafa að þeir aðlöguðu sig þeim siðum og venjum sem þar gilda, en geti ekki gert tilkall til þess að öllu þjóðfélaginu verði umbylt í nafni "fjölmenningar".

Þó við séum ekki öll trúuð að neinu marki, er þjóðfélagið byggt upp á kristilegri siðfræði og gildum og mesta rugl sem heyrst hefur, er að breyta skuli skólastarfi kringum jólin úr kristilegri umfjöllun í föndur og leiki kringum jólasveinana, eins og ein leikskólastýran sagði að gert yrði framvegis á hennar leikskóla.


mbl.is Gengur þvert á anda meirihlutasamstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband