Steingrímur J. enn í Bretavinnunni

Steingrímur J. hefur nú staðfest að hann og félagar hans hafi stundað Bretavinnuna samviskusamlega undanfarið og nú "beri lítið á milli" varðandi frágang á fjárkúgunarkröfu Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum vegna fjárglæfra Landsbankans erlendis fyrir hrun, en þeir fjárglæfrar og aðrir slíkir, framdir af banka- og útrásargegnjum orsökuðu einmitt hrunið og voru ekki á ábyrgð íslensks launafólks.

Þrátt fyrir að þjóðin hafi sýnt Steingrími J., Jóhönnu Sig. og erlendum samverkamönnum þeirra að hún sé ekki tilbúin til að selja sig í skattalegan þrældóm fyrir erlendar kúgunarþjóðir næstu áratugina, með ótrúlega glæsilegri útkomu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fór 6. Mars s.l., virðist einbeittur kúgunarvilji íslensku ríkisstjórnarinnar í samvinnu við þær erlendu vera óbreyttur.

Ríkisstjórnin annaðhvort skilur ekki þjóðarviljann, hvort sem hann birtist í kosningum eða tunnuslætti á Austurvelli, eða er nákvæmlega sama um hann, enda virðist ekki eiga að taka nokkurt mark á honum, hvorki varðandi þrælasöluna eða skuldavanda heimilanna í landinu.

Verði gengið að nýjum fjárkúgunarkröfum Breta og Hollendinga, hlýtur það að verða síðasta verk þessarar ríkisstjórnar, því varla mun þjóðin láta bjóða sér meira af svo góðu.


mbl.is Skriður kominn á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta sami Stefán Ólafsson?

Aðalfundur BSRB stendur nú yfir og meðal ræðumanna þar er Stefán Ólafsson, prófessor, sem nýtt hefur menntun sína til pólitískra útreikninga á velferðarkerfinu, eftir því hvaða flokkar eru í ríkisstjórn hverju sinni.

Fréttin af aðalfundinum hefst svona:  "Stefán Ólafsson prófessor segir að öflugt velferðarkerfi hafi valdið því að kreppan hitti Íslendinga ekki eins illa fyrir og margar aðrar þjóðir. Velferðarkerfið muni þannig nýtast til að milda höggið sem efnahagshrunið hafði í för með sér. Stefán hélt erindi á aðalfundi BSRB sem stendur nú yfir."

Er þetta ekki alveg örugglega sami Stefán Ólafsson, prófessor, og nýtti hvert tækifæri á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn, til að birta útreikninga sína og skýrslur um hve illa væri farið með elli- og örorkulífeyrisþega og að heilbrigðis- mennta- og velferðarkerfið væri algerlega í rúst og auðvitað væri það allt Sjálfstæðisflokknum að kenna? 

Nú segir þessi Stefán Ólafsson, prófessor, að velferðarkerfi Sjálfstæðisflokksins hafi verið svo öflugt, að það bjargi því að kreppan hitti Íslendinga ekki eins illa fyrir og aðrar þjóðir, sem ekki hafi verið svo lánsamar að búa við öflugt velferðarkerfi Sjálfstæðisflokksins.

Það er ekki oft, sem hægt hefur verið að taka mark á Stefáni Ólafssyni, prófessor, en í þetta sinn hefur hann algerlega rétt fyrir sér í því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið öflugasti velferðarflokkur landsins og líklega á norðulöndunum öllum.


mbl.is Segir stjórnvöld hafa hlíft þeim lægst launuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gnarr sprunginn á limminu

Jón Gnarr rak kosningabaráttu sína á því að svo létt verk og löðurmannlegt væri að gegna starfi borgarstjóra að hann ætlaði sér ekkert að aðhafast í því starfi annað en að þiggja góðu launin og láta einkabílstjórann um að sjá um að koma sér í gegnum öngþveitið í umferðinni í Reykjavík.

Nú er að koma í ljós það sem allir áttu að geta séð fyrir, að starf borgarstjóra er miklu yfirgripsmeira en Jón Gnarr vildi vera láta fyrir kosningar, enda er svo komið aðeins rúmum þrem mánuðum eftir að hann tók við starfinu, að hann er búinn að gefast upp á að gegna því og er þegar byrjaður að koma ábyrgð á erfiðustu verkunum yfir á ráðna starfsmenn borgarinnar og Gnarrinn ætlar sér eingöngu að sinna opinberum móttökum og öðrum skemmtilegheitum.

Niðurlag fréttarinnar er athyglisvert, en það er svona:  "Það er sérstakt að velta upp hugmynd sem þessari þegar alvarleg tíðindi berast í sömu viku um að til standi að segja upp tugum starfsmanna hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Það er eiginlega óhjákvæmilegt að velta fyrir sér hvort einhverjir samningar í þessa veru hafi verið gerðir þegar samstarf Besta flokksins og Samfylkingar komst á. Ef það kemur annar borgarstjóri í Reykjavík þá gef ég mér að það verði Dagur B. Eggertsson."

Jón Gnarr segir það úreltan hugsunarhátt að hafa einn borgarstjóra í Reykjavík, enda séu aðrar álíka stórborgir eins og t.d. New York, London, Tokyo og Kuala Lumpur með fleiri en einn borgarstjóra. 

Dettur einhverjum lengur í hug, að svona fíflagangur gangi lengi við stjórn Reykjavíkurborgar?


mbl.is Snýst um stól fyrir Dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband