9.1.2010 | 18:44
Hvern er Össur að reyna að blekkja?
Eins og allir muna bráðlá á í vor, að sækja um aðild að ESB, til þess að það næðist að afgreiða umsóknina á meðan Svíar færu með forsætið í framkvæmdastjórninni. Þess vegna var lista 2500 spurninga frá ESB svarað með mikilli skemmriskírn, til þess að hægt yrði að afgreiða málið á fundi framkvæmdastjórnarinnar í desember s.l.
Framkvæmdastjórnin frestaði hins vegar að taka umsókn til formlegrar meðferðar og sagt var að málið yrði tekið upp aftur á næsta fundi stjórnarinnar, sem haldinn verður í marsmánuði n.k.
Össur, utanríkisgrínari, viðurkenndi það sjálfur í desember s.l., að Icesave málið hefði þar haft áhrif, því hann sagði að töfin á afgreiðlsu ríkisábyrgðarinnar hefði vissulega haft sín áhrif.
Nú kemur þessi brandarakall í fjölmiðla og segir upp í geðið á fólki, að Icesave og ESB umsóknin séu tvö aðskilin mál, þrátt fyrir að ýmsir forystumenn ESB hafi sagt að þetta yrði allt skoðað í samhengi.
Hafi þetta átt að vera fyndið hjá uppistandaranum, þá er þetta brandari, sem ekki hittir í mark.
![]() |
ESB og Icesave aðskilin mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2010 | 07:32
Þjóðin og Samfylkingin eiga enga samleið.
Fréttablaðið hefur birt nýja skoðanakönnun, sem sýnir að 75% Samfylkingarfólks ætlar að styðja þrælalögin um ríkisábyrgðina á Landsbankaskuldunum, en aðeins u.þ.b. 35% annarra kjósenda ætlar að gera slíkt hið sama.
Þrátt fyrir þrælslund Samfylkingarfólks, sem talið er með í niðurstöðunum, eru 60% kjósenda andvígir lagasetningunni og ætla að greiða atkvæði gegn henni í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Verkefnið framundan er, að reyna að fá kjósendur Samfylkingarinnar til þess að breyta hugsunarhætti sínum og fá þá til þess að taka hagsmuni sinnar eigin þjóðar fram yfir hag erlendra þrælahöfðingja.
Skilningur á málstað Íslands erlendis fer nú vaxandi dag frá degi og því með öllu óskiljanlegt, að hluti Íslendinga, aðallega kjósendur eins stjórnmálaflokks, skuli taka afstöðu gegn sínum eigin hagsmunum og þjóðar sinnar.
Nú reynir á samstöðu allra sannra Íslendinga í baráttunni gegn ólögunum, án þess að hleypa umræðunni út í karp um stöðu forsetans og ríkisstjórnarinnar.
![]() |
60% andvíg Icesave-lögunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)