8.1.2010 | 15:48
Hvenær vitkast stjórnvöld?
Mesta ógæfa Íslendinga í viðskiptunum við Breta og Hollendinga vegna Icesave er hin hörmulega vanhæfa samninganefnd, undir forystu Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, sem Steingrímur J. sendi til "samningaviðræðnanna".
Nefndin hafði hvorki skilning á evrópskum, eða íslenskum lögum um tryggingasjóði innistæðueigenda, né nennti hún að "hafa þetta mál hangandi yfir sér lengur", eins og Svavar Gestsson sagði sjálfur og hafði nefndin þó ekki staðið í eiginlegum viðræðum, nema í skamman tíma.
Innlendir og erlendir lögspekingar hafa endalaust reynt að koma þeim skilningi inn í hausinn á íslenskum ráðamönnum, að Íslendingum beri engin skylda til að samþykkja ríkisábyrgð á Icesaverugl Landsbankans, nú síðast skrifar Michael Waibel, doktor í alþjóðalögum við Cambridgeháskóla, grein í Financial Times og vekur athygli á þessu.
Hann segir m.a: Í þessari deilu er oft litið framhjá þeirri staðreynd að Íslandi ber ekki nein skýr skylda samkvæmt alþjóðalögum að borga - Fitch sást sú staðreynd einnig yfir þegar fyrirtækið lækkaði lánshæfismat ríkisins 5. janúar. Bretar myndu mæta umtalsverðum hindrunum fyrir dómstólum."
Greinin endar á þennan veg: "Skilmálar samningsins eins og hann liggur nú fyrir eru andstæðir ráðum sem Elihu Root, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafi gaf James Brown Scott, lögfræðilegum ráðgjafa sínum: Við þurfum alltaf að gæta þess, og sér í lagi í samskiptum okkar við minni ríki, að leggja aldrei til samning sem við myndum aldrei samþykkja ef hlutverkunum væri snúið við.
Þvermóðskan og stífnin í ríkisstjórnarnefnunni, að viðurkenna þau mistök, að hafa sent algerlega vanhæfa "samninganefnd" á fund Breta og Hollendinga er orðinn alger martröð fyrir íslendinga.
Vonandi taka íslensk stjórnvöld sönsum, áður en það verður of seint.
![]() |
Íslandi ber ekki að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2010 | 14:18
Össur aflar stuðnings, eða hitt þó heldur
Össur Skarphéðinsson, utanríkisgrínari, hefur haldið því fram undanfarna daga, að hann liggi í símanum og ræði við alla utanríkisráðherra í Evrópu, sem nenna að tala við hann og segist Össur vera að afla stuðnings fyrir Íslendinga í Icesave-málinu.
Það eina, sem kom út úr samtali grínistans við Milliband, utanríkisráðherra Bretlands, var það að Össur sagðist mega hafa það eftir hinum góða vini sínum, að hann lofaði að flækjast ekki fyrir umsókn Össurar um inngöngu í ESB.
Nú kemur fram annar vinur brandarakallsins, en það er utanríkisráðherra Spánar, sem heldur að hann veiti félaga sínum einhvern stuðning, með því að hóta töfum á afgreiðslu inngöngubrandarans í stórríki Evrópu.
Moratinos, lætur hafa eftir sér í viðtali við Reuters: "Ég vonast til þess að íbúar Íslands... sjái aðild að ESB sem framtíðarverkefni," sagði Moratinos. Hann segist vonast til þess að Ísland muni ganga í ESB en á meðan lögin eru ekki samþykkt þá getur það tafið allt ferlið og samningaviðræðurnar."
Það má vel taka undir þá von utanríkisráðherra Spánar, að íbúar Íslands sjái aðild að ESB sem verkefni framtíðarinnar, þ.e. mjög langrar framtíðar, en engar áhyggjur þurfa Íslendingar að hafa, þó inngönguferli og samningaviðræður tefjist nú, því aðild að stórríkinu verður kolfelld, hvort sem er, í atkvæðagreiðslu hérlendis.
Því má ekki láta svona grínáróður hafa nokkur áhrif í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur verður að kolfella lagabreytinguna, til þess að komast í góða samningsstöðu gegn Bretum og Hollendingum í Icesave-málinu.
![]() |
Gæti frestað aðildarviðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2010 | 10:39
Stjórnin ætlar að láta kjósa um sjálfa sig, en ekki málefnið.
Gylfi Magnússon, óháður ráðháskólakennari, er kominn á kreik, til að tala niður málstað Íslands í erlendum fjölmiðlum og mála þar skrattann á vegginn og dregur með sér Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, til að gera áróðurinn gegn þjóðinni trúverðugri.
Segja þeir félagar, að á næstu tveim mánuðum muni ríkisstjórnarnefnan og seðlabankinn leggja allt undir, til þess að snúa almenningsálitinu á Íslandi til liðs við Breta og Hollendinga. Segir Gylfi að ríkisstjórnarnefnan muni segja af sér, takist það ekki, en ekkert er sagt um hvort Már leggi sitt líf sem seðlabankastjóra undir í þessu áróðursstríði.
Þetta er boðskapur þeirra félaga: "Einnig er vitnað í Má Guðmundsson seðlabankastjóra, sem segir að fólki þurfi aðeins að setjast niður og slaka á. Icesave-samningarnir boði ekki endalokin fyrir Ísland, heldur verði það miklu alvarlegra ef fólk segi nei við Icesave. Þá verði gjaldeyrishöft ekki afnumin, vextir verði áfram háir, aðgangur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum opnist ekki, lánshæfismat Íslands verði áfram í ruslflokki, hagvöxtur verði minni og endurreisn efnahagslífsins hægist mikið."
Svona vinna ráðherra og seðlabankastjóri að kynningu málstaðar Íslands á sama tíma og reynt er að fá norðulöndin til þess að fresta ekki lánveitingum sínum til Íslands. Hverjum myndi detta í hug að fara með álíka spá um sjálfan sig til bankastjóra og biðja hann svo í framhaldinu að veita sér lán?
Þessir tveir menn a.m.k. ættu að segja af sér strax, ef þeir ætla ekki að verða meiri bógar en þetta í samningum við Breta og Hollendinga, ef lögin verða felld úr gildi. Að prédika svona boðskap út um heim, er algert hneyksli og eingöngu til að spilla fyrir frekari uppbyggingu í landinu.
Þjóðaratkvæðagreiðslan á að snúast um málefnið sjálft, en ekki bull einstakra ráðherra og þjóna þeirra.
![]() |
Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2010 | 08:29
Ætlar Arion banki að borga brúsann?
Nú eru íslenskir útrásarvíkingar orðnir að sjakölum, sem leggjast á rotnar leifar þeirra fyrirtækja, sem þeir sjálfir lögðu að velli, en á kostnað allra annarra en þeirra sjálfra.
Jón Ásgeir, ásamt fleiri sjakölum, er nú kominn á kreik enn einu sinni og nú á að leggjast á ýmis þrotabú, sem hann og félagar ráku í þrot á sínum tíma og vilja nú eignast á ný, fyrir brot af raunvirði, eftir að hafa látið lánadrottna sína, þ.m.t. Landsbankann, tapa tugum milljarða á brambolti sínu.
Allar afskriftir af útlánum Landsbankans lenda að lokum á íslenskum skattgreiðendum í formi hærri greiðslu af Icesaveskuldum, þar sem sífellt minna fæst fyrir eignasafn bankans, sem fólki hefur verið talið trú um, að innheimtast eigi.
Sami Jón Ásgeir bíður nú eftir formlegri niðurfellingu allt að 50 milljarða króna hjá Arion banka, vegna félagsins 1988 ehf., en það er forsenda þess að hann geti haldið Högum áfram innan fjölskyldunnar, en það finnst Arion banka verða afar mikilvægt og næg réttlæting fyrir niðurfellingu tugmilljarða skulda.
Gangi það eftir, má líta svo á, að hræætan Jón Ásgeir, gæði sér á krásunum í boði Arion banka.
![]() |
Bjóða lítið í mikil verðmæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)