21.1.2010 | 20:16
Ekki róttækar aðgerðir
Ríkisútvarpið hefur verið rekið með miklu tapi undanfarin ár, meira að segja í "góðærinu", þrátt fyrir milljarða fastar áskriftartekjur og auglýsingatekjur að auki. Alltaf eru boðaðar aðhaldsaðgerðir, en aldrei hefur bólað á bættri rekstrarniðurstöðu.
Nú eru boðaðar uppsagnir 15-19 starfsmanna úr nokkur hunduð manna starfsliði og það kallaðar róttækar niðurskurðartillögur. Miðað við það, sem fram kemur í fréttinni munu þessar sparnaðaraðgerðir koma illa niður á besta þætti sjónvarpsins, þ.e. Kastljósi.
Það verður að teljast hálf undarlegt, að forgangsraða ekki á annan hátt, því þarna á greinilega að segja upp nokkrum af þeirra bestu spyrlum í þættinum.
Það verður sjónarsviptir af þessum konum úr Kastljósinu og spurning hvort hvergi var hægt að spara, frekar en þarna.
![]() |
Margir missa vinnuna á RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.1.2010 | 12:59
Fegrunaraðgerðir á leyndum líkamspörtum
Lengi hefur tíðkast að fólk fari í lýtaaðgerðir á ýmsum líkamspörtum eftir slys, eða vegna meðfæddra útlitsgalla. Þetta eru auðvitað nauðsynlegar aðgerðir, bæði til bætts útlits og andlegrar vellíðunar fyrir viðkomandi einstakling.
Smátt og smátt hefa alls kyns fegrunaraðgerðir rutt sér til rúms, aðallega vegna þess að sumt fólk er ekki sátt við útlit sitt, t.d. finnst því nefið of stórt, eða lítið, brjóst ekki í laginu eins og því finnst, að þau ættu að vera, fitusog, botoxsprautur o.s.frv.
Nú síðast eru fegrunaraðgerðir á kynfærum kvenna farnar að ryðja sér til rúms, þrátt fyrir að þeim fylgi áhætta á alls kyns aukaverkunum og bæti kynlíf alls ekki neitt, að sögn sérfræðinga. Það sem vekur upp spurningu í þessu sambandi, er hver dæmir og hvernig þessi "fegurð" er metin. Í þessu efni sem öðrum, er smekkurinn misjafan.
Svona aðgerðir hljóta að vera hámark hégómleikans og firringarinnar.
Fegurðin er einungis í auga þess, sem sér.
![]() |
Fjölgun aðgerða á kynfærum varasöm þróun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
21.1.2010 | 09:34
Jóhanna sér ekkert nema ESB
Jóhanna Sigurðardóttir, er farinn að skrifa í erlend blöð og hefði þá mátt ætla, að skrifin væru fyrst og fremst ætluð til að útskýra lagalegan rétt Íslendinga í Icesave deilunum við Breta og Hollendinga, en það er þó ekki raunin.
Hún segir ítrekað í þessum skrifum, að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum, en gerir aldrei minnstu tilraun til þess að skilgreina þessar skuldbindingar, hvað þá "alþjóðlegar skuldbindingar" Íslendinga.
Það er annað, sem Jóhanna hefur miklu meiri áhuga á, en það kemur glögglega fram í þessari setningu, sem fram kemur í fréttinni: "Icesave-deilan má ekki skaða langtíma samstarf okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða aðildarferlið að Evrópusambandinu," segir m.a. í bréfinu, sem birtist í Het Financieele Dagblad og Reutersfréttastofan segir frá."
Manneskjunni getur varla verið sjálfrátt.
Þessi ESB dýrkun hennar og Samfylkingarinnar, er orðin böl þjóðarinnar.
![]() |
Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.1.2010 | 08:46
Útrás og innrás
Landsbankinn hefur átt hlut í fyrirtækinu Lífsvali allt frá stofnun þess árið 2002 og fjármagnað "innrás" þess á bújarðamarkaðinn, enda skuldar fyrirtækið bankanum rúmlega þrjá milljarða króna, eftir að hafa "keypt" 45 bújarðir vítt og breitt um landið.
Athyglisvert er, að fyrirtækið hefur aldrei skilað hagnaði frá stofnun, en það hefur ekkert aftrað bankanum í lánveitingum til starfseminnar, enda bankinn sjálfur hluthafi. Alveg má örugg telja, að hefði bankinn ekki verið hluthafi, eða ef um annað fyrirtæki hefði verið að ræða, hefði enginn banki lánað slíkar upphæðir til félags með stöðugan taprekstur.
Þetta er skýrt dæmi um það, að eignatengsl milli banka og annarra fyrirtækja, er algerlega óeðlilegur og skekkir alla samkeppni, enda er nú svo komið, að þau fyrirtæki, sem ekki eru í neinum eignatengslum við bankana, eru að deyja drottni sínum á meðan bankarnir halda lífi í sínum fyrirtækjum.
Þetta einstaka dæmi sýnir einning að bankarnir stóðu bæði í útrás og innrás á hátindi spillingartímabilsis.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2010 | 01:02
Björgólfsfeðgar fái Landsbankann aftur
Gömlu banka- og útrásarjaxlarnir stóðu sig svo einstaklega vel í rekstir bankanna sinna og útrásarruglararnir eru upp til hópa slíkir snillingar, að ekki kemur annað til greina en að afhenda þeim fyrirtæknin sín aftur á silfurfati.
Til þess að þjóðarbúið nái að komast á skrið á nýjan leik, verður hreinlega að koma Högum í hendurnar á Baugsfeðgum og þeirra meðreiðarsveinum, ásamt því að gefa þeim Íslandsbanka aftur, Björgólfsfeðgar fái Landsbankann á ný, enda ráku þeir hann af tærri snilld og Sigurður Einarsson og Hreiðar Már verða að fá Arion banka til rekstrar, að eigin vild, enda framsæknir og stórhuga menn.
Finnist einhverjum þessar hugmyndir vitlausar, þá er hann a.m.k. ekki sammála stjórnendum Arion banka, sem virðast í fullri alvöru vera að leita allra mögulegra leiða, til að koma fótunum aftur undir Baugsmenn, enda eins og allir vita, þeir einu, sem kunna að reka verslunarfyrirtæki, eins og þeir hafa sýnt umheiminum um víða veröld.
Þetta er lausnin á vandamálunum, þ.e. spóla bara til baka, til ársins 2007.
![]() |
Walker óskar eftir viðræðum við Arion banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)