11.9.2009 | 19:05
Færeyingar eru vinir í raun
![]() |
Høgni Hoydal gagnrýnir Norðurlöndin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.9.2009 | 14:51
Hver greiði fyrir sig
Tóbaksvarnarþing Læknafélags Íslands hefur reiknað það út að pakkinn af sígarettum þyrfti að fara í þrjúþúsund krónur, til þess að reykingamenn greiddu sjálfir allan samfélagslegan kostnað, sem af reykingunum leiða. Ekki skal þessi útreikningur dreginn í efa, þótt ekkert komi fram um það, hvernig þetta sé reiknað út, en væntanlega eru laun lækna og annarra heilbrigðisstétta stór liður í þessum kostnaði.
Með sömu rökum ættu bílstjórar að greiða sjálfir fyrir allan kostnað sem samfélagið hefur af akstri þeirra og þeim slysum, sem þeir valda með gáleysislegum akstri. Allir sem drekka áfengi eiga þá auðvitað að greiða allan "samfélagslegan kosnað" sem þeir valda með fíkn sinni og drykkju, en allir vita að meirihluti allra manndrápa og annarra líkamsmeiðinga, eru af völdum fólks, sem er undir áhrifum áfengis, eða annarra vímuefna. Hver sá, sem veldur einhverjum "samfélagslegum kostnaði" á samkvæmt þessari kenningu, að bera persónulega ábyrgð á þeim kostnaði og greiða hann úr eigin vasa.
Fréttinni lýkur svona: "Á Tóbaksvarnarþingi kom fram það sjónarmið að eðlilegt væri að þeir sem reyktu sæju sjálfir um að greiða þann kostnað sem væri af fíkn þeirra."
Á þennan veg álykta hámenntaðir læknar, sem hafa stundað langt og strangt háskólanám, sem hefur í för með sér mikinn "samfélagslegan kostnað".
Skyldu þeir hafa greitt þann kostnað allan úr eigin vasa?
![]() |
Pakkinn þyrfti að fara í 3000 kr. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.9.2009 | 10:08
Frábær frétt
Nú hefur Norðurál gengið frá samningum við erlenda banka um umsjón með fjármögnun á byggingu álversins í Helguvík. Þetta er stórfrétt, á þessum síðustu og verstu tímum, og nánast sú fyrsta jákvæða, síðan hrunið mikla varð fyrir ellefu mánuðum.
Í stöðugleikasáttmálanum lofaði ríkisstjórnin að flækjast ekki fyrir slíkri uppbyggingu eftir 1. nóvember næstkomandi og er það afar athyglisvert, að aðilar atvinnulífsins skuli þurfa að pína slíkt skriflegt loforð út úr nokkurri ríkisstjórn.
Nú þarf að setja virkjanamál á fulla ferð til þess að anna orkuþörfinni fyrir álverið í Helguvík og síðan þarf að leggja áherslu á að ná samningum um nýtt álver á Bakka við Húsavík. Verður að gera þá lágmarkskröfu til ríkisstjórnarinnar, að hún hætti að flækjast fyrir því máli.
Þjóðin þarf að fá meira af svona fréttum, því ekki munu koma neinar sérstakar gleðifréttir um framkvæmdagleði ríkisstjórninni á næstu mánuðum.
Þaðan munu aðeins berast fréttir af frekari skattpíningu einstaklinga og atvinnulífs.
![]() |
Samið um fjármögnun álvers í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
11.9.2009 | 09:23
Fram, fram, fylking
Ellefu mánuðum eftir bankahrunið er loksins farið að funda með erlendum rannsóknaraðilum um samstarf vegna rannsókna á þeim lögbrotum, sem framin voru af banka- og útrásarmógúlunum, líklega allan þann tíma, sem þessir menn stunduðu sín "viðskipti".
Það sérkennilega er, a.m.k. í þessu tilfelli, að það er erlendi aðilinn, sem óskar eftir samstarfinu, eða eins og segir í fréttinni: "Tilgangur fundarins er m.a. að kanna grundvöll fyrir gagnkvæma aðstoð milli embættanna við rannsókn á efnahagsbrotum, en það var SFO sem óskaði eftir samstarfi við embætti sérstaks saksóknara.
Serious Fraud Office er sjálfstæð ríkisstofnun sem rannskar aðeins meiriháttar efnahagsbrot þar sem tugir milljóna punda eru í húfi. Stofnunin hefur haft föllnu bankana þrjá, Landsbankann, Kaupþing og Glitni til athugunar frá því í haust, en þeir voru allir með starfsemi í Bretlandi."
Í báðum löndum virðist samskiptaleysið algert, því fram kemur að SFO hefur verið með bankana þrjá til skoðunar síðan s.l. haust og sérstakur saksóknari tók til starfa 1. febrúar og embættin eru fyrst núna að ná saman um rannsóknirnar.
Vonandi verður þetta samstarf til að herða á rannsóknunum og flýta þeim, því almenningur er orðinn óþreyjufullur að fara að sjá einhverjar ákærur í þessum málum.
![]() |
Sérstakur saksóknari og Joly funda með SFO |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)