28.8.2009 | 16:03
Landsliðið til sóma
Landslið Íslands í knattspyrnu kvenna hefur staðið sig með mikilli prýði í undankeppninni að EM og í mótinu sjálfu, þó leikirnir tveir, gegn Frökkum og Norðmönnum, hafi tapast. Í Frakkaleiknum létu stelpurnar dómarann fara í taugarnar á sér og urðu óöruggar vegna þessarar lélegu dómgæslu, sem bitnaði nánast eingöngu á íslenska liðinu. Á köflum léku íslensku stelpurnar stórvel og ekki síður í leiknum gegn Noregi, en sá leikur hefði unnist með smá heppni. Raunar unnu Norðmenn hann með smá heppni, því íslenska liðið spilaði ekkert minni gæðaknattspyrnu en það norska.
Síðasti leikurinn, gegn Þýskalandi á sunnudag, verður vafalaust skemmtilegur og stelpurnar geta mætt afslappaðar til leiks, þar sem vonin um milliriðil er líklega úr sögunni. Þýsku vélmennin hafa sýnt mikinn styrk í keppninni og óraunhæft er, að ætlast til að íslensku stelpurnar vinni þær, enda vantar þær reynslu af svona stórmótum, en Þjóðverjarnir hafa hins vegar mikla reynslu af því að sigra á slíkum mótum og gera það vafalaust einnig nú.
Nú, að þessu móti loknu, er bara að snúa sér að næsta stórmóti, sem er HM og takmarkið verður auðvitað að komast í lokakeppnina. Íslensku stelpurnar hafa sýnt og sannað, að þær eiga fullt erindi á HM og með meiri reynslu af stórmótum, munu þær komast sífellt lengra í slíkum keppnum.
Áfram Ísland.
![]() |
EM: Reynsluleysið varð okkur að falli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2009 | 14:20
"Fyrirvararnir stórbættu þetta mál" segir Ögmundur um þrælalögin
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, var eindreginn andstæðingur ríkisábyrgðarinnar vegna Icesaveskulda Landsbankans og lá ekki á þeirri skoðun sinni, að um algeran þrælasamning væri að ræða, sem aldrei skyldi samþykkja. Félagi hans í VG og ríkisstjórninni, Steingrímur J., var á allt annarri skoðun og lét ekkert tækifæri ónotað, til þess að dásama samninginn, sem félagar hans, Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, gengu frá í flýti á föstudagskvöldi, áður en þeir skáluðu síðan við þrælakaupmennina frá Bretlandi og Hollandi.
Ögmundur beygði sig undir þrælalögin, eftir að Alþingi var búið að reyna í 10 vikur að berja saman fyrirvara við ríkisábyrgðina, til þess að reyna að draga úr áþján íslendinga í þrælahaldinu. Í Tyrkjaráninu var tvö- til þrjúhundruð manns rænt og flutt í "Barbaríið", eins og það var kallað í þá daga, en þar var fólkið selt í þrældóm. Nú er Ísland gert að Barbaríi fyrir Breta og Hollendinga og Íslendingar látnir þræla fyrir þessa nýju húsbændur í sínu eigin heimalandi.
Þó fyrirvararnir hafi stórbætt málið, eins og Ögmundur segir, verður Barbaríið lítið léttbærara fyrir þá sem þar þurfa að þræla næstu áratugi fyrir þrælahaldarana, bresku og hollensku.
![]() |
Ögmundur er ekki vonsvikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2009 | 10:45
Jóhanna viðurkennir klúðrið
Jóhanna, meintur forsætisráðherra, og Steingrímur J., hafa fram að þessu varið þrælasamninginn sem skrifað var undir við Breta og Hollendinga, þann sem Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson gerðu í þeirra umboði. Þau hafa alltaf haldið því fram, að samningurinn væri vel við unandi fyrir Íslendinga og ekki yrði sérstakt vandamál fyrir þjóðina að standa undir honum.
Vegna fyrri framgöngu meints forsætisráðherra í málinu, er rétt að verkja sérstaka athygli á þessum orðum hennar, úr viðtali við mb.is: ""Við förum fram á við Hollendinga og Breta að þeir sýni okkur þann skilning að fallast á þessa umgjörð, sem snýr fyrst og fremst að fullveldi landsins og efnahag þjóðarinnar til framtíðar. Það er ekki síður til hagsbóta fyrir Hollendinga og Breta en fyrir okkur að skuldaþol þjóðarinnar og skuldabyrði verði með þeim hætti að við getum staðið undir þessum skuldbindingum, segir Jóhanna."
Með þessu viðurkennir Jóhanna, að samningurinn, án fyrirvaranna við ríkisábyrgðina, hefði orðið slíkur klafi á þjóðinni, að hún hefði aldrei getað staðið undir honum og jafnvel glatað sjálfstæði sínu. Vonast hún til að Bretar og Hollendingar hafi skilning á því, að það sé þeirra hagur, að blóðmjólka kúna ekki svo, að hún drepist.
Ríkisstjórn hefur aldrei klúðrað nokkru máli, með jafn hrikalegum afleiðingum fyrir þjóð sína, og þessi ríkisstjórn er að gera í þessu máli.
Það er óþekkt í nútímanum, að ríkisstjórn selji þjóð sína í þrældóm til annarra ríkja.
![]() |
Ræða við Breta og Hollendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2009 | 09:24
Jóhanna snýr öllu á hvolf
Jóhanna Sigurðardóttir, meintur forsætisráðherra, sneri öllu á hvolf í ræðu sinni um ríkisábyrgðina á Icesave skuldum Landsbankans. Í fyrsta lagi sagði hún að allt of mikið hefði verið gert út göllum samningsins, sem hún hefur alltaf sagt, ásamt Steingrími J., að væri sá besti, sem mögulegur væri. Ef samningurinn var svona góður, til hvers var þingið þá að eyða tíu vikum í að reyna að finna leiðir til þess að bjarga klúðrinu?
Einnig sagði Jóhanna, að aldrei í sögu Alþingis hefði nokkurt mál verið kynnt og rætt á jafn opinskáan og gegnsæjan hátt og þetta mál. Það er reyndar ekki ríkisstjórninni að þakka, því hún lagði málið upphaflega þannig fram, að þingið átti að greiða atkvæði um ríkisábyrgðina án þess að fá að sjá samninginn, hvað þá að lesa hann. Bæði samninginn og öll fylgigögn þurfti að toga út úr ríkisstjórninni með töngum og reyndi hún endalaust að fela sig bak við það, að þetta væri allt saman trúnaðarmál.
Vitleysisgangur ríkisstjórnarinnar í þessu máli er með endemum. Fyrst er sett algerlega vanhæf samninganefnd í málið, síðan er reynt að leyna hennar lélegu niðurstöðu og fela öll gögn varðandi málið, þá er hörfað í það vígi, að samningurinn sé vel viðunandi og nú er reynt að blekkja þjóðina með því að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir fyrirvörunum, sem nú eru settir við þrælasamninginn.
Það sem er rétt í þessu, er að í fyrsta sinn í sögunni tók Alþingi völdin af ríkisstjórninni og reyndi að bjarga því sem bjargað varð. Því miður situr þjóðin í súpunni, eftir sem áður.
![]() |
10 vikna umfjöllun að ljúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)