Þverrandi virðing fyrir lögum

Virðingarleysi fyrir lögum og reglu fer stöðugt vaxandi í þjóðfélaginu, sem endurspeglast t.d. í vitleysisgangi Saving Iceland, hústökum, skemmdarverkum á fasteignum og bílum, íkveikjum og nú síðast með sprengjuhótun í Borgarholtsskóla.

Hafi þessi sprengihótun átt að vera eitthvert grín í tilefni skólabyrjunar, þá endurspeglar það ákaflega lélegan húmor, ef ekki skort á skynsemi, ef viðkomandi hefur ekki gert sér grein fyrir því, hvaða afleiðingar svona hótanir hafa í för með sér.

Sé þetta ekki eingöngu hótun, heldur sé þarna um raunverulega sprengju að ræða, sem einhverjir pörupiltar hafa verið að fikta við að búa til, þá er skynsemisskorturinn kominn á miklu alvarlegra stig og í hvoru tilfellinu sem er, verður að taka hart á svona uppátækjum.

Almenningur verður að fara að hætta að réttlæta aðgerðir af þessum toga og fara í staðinn að mótmæla öllu svona athæfi.

Allt grefur þetta undan virðingu fyrir réttarríkinu.

 


mbl.is Borgarholtsskóli rýmdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugludallar í búrku

Í Danmörku fer nú fram umræða um að banna arabískum konum að ganga í búrku á almannafæri, vegna þess að bæði er hún tákn um kúgun kvenna og eins þykir ekki eðlilegt að fólk gangi um götur með andlitið hulið, þar sem það eykur möguleika glæpalýðs á því að fara ferða sinna án þess að þekkjast.

Tímabært er orðið, að grípa til þessa ráðs hérlendis, þ.e. að banna fólki að fara ferða sinna á almannafæri grímuklætt, enda notfæra rugludallar sér frjálsræðið í þessum efnum hérlendis, til þess að fremja alls kyns óhæfuverk grímuklæddir og þykjast vera að mótmæla hinu og þessu og á þetta t.d. við um Saving Iceland, hústökulið og fleiri hópa.

Það þarf að setja reglur um grímur og búrkur, því þetta getur einnig orðið að vandamáli hér á landi.

Ekki er ráð, nema í tíma sé tekið.

 


mbl.is Sex mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásinni haldið áfram

Nánast öll fyrirtæki, sem voru innan Baugs Group, eru nú í gjaldþrotameðferð, svo sem Stoðir, Landic Property, flest eða öll erlendu fyrirtækin, sem og auðvitað móðurfélagið sjálf, Baugur Group.  Afskriftir vegna þessara félaga munu nema hundruðum milljarða króna, sem munu lenda á erlendum og innlendum lánastofnunum og almenningi í landinu.

Einu félagi, ásamt tugum tengdra félaga í einum kóngulóarvef, hefur Jóni Ásgeiri þó tekist að koma undan skiptum, en það eru Hagar hf., sem flutt var út úr Baugi um mitt síðasta ár, þegar banka- og útrásarmógúlar voru farnir að sjá hrunið fyrir, en almenningur var ennþá í þeirri trú, að allt væri í himnalagi hjá þessum görkum.

Nú boðar Jón Ásgeir, að Hagar hf., verði skuldlaust fyrirtæki eftir tvö ár, hvernig sem á að fara að því, og þá verði fyrirtækið endurfjármagnað með aðstoð breskra fjárfesta.  Ekki kæmi mikið á óvart, þó þau bresku fjárfestingarfélög væru með lögheimili á Tortola, eða öðrum skattaparadísum og væru í raun eign Jóns Ásgeirs sjálfs og félaga hans.

Með slíkri skuldsetningu Haga hf., mun stoðum verða rennt undir nýja útrás Jóns Ásgeirs, eftir að hafa komið tapinu af hinni fyrri yfir á aðra. 

Það verður kallað að byrja á ný, með hreint borð.


mbl.is Fá breska fjárfesta inn í rekstur Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband