Enn verið að gera grín

Varla er hægt að taka því öðruvísi, en sem háði eða gríni, þegar viðskiptatímaritið Forbes setur Jóhönnu Sigurðardóttur í 74. sæti á lista yfir áhrifamestu konur heimsins.  Á listanum eru aðallega konur úr viðskiptalífinu og nokkrar, sem gegna embættum hjá stórþjóðunum.

Forbes hefur greinilega ekki mjög ábyrga heimildarmenn fyrir mati sínu á Jóhönnu, því enginn stjórnmálamaður Íslenskur, og er þá Steingrímur J. meðtalinn, hefur fallið jafn mikið í áliti í sínu heimalandi á jafn skömmum tíma.

Jóhanna hefur algerlega afhjúpað sig sem vanhæfan leiðtoga og er í raun orðin að athlægi fyrir skort sinn á efnahagslegum skilningi.

Svona gríni í erlendum blöðum verður að taka eins og hverju öðru hundsbiti.


mbl.is Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommóður

Skúffufyrirtæki voru vinsæl eign hjá þeim, sem vildu takmarka ábyrgð sína í banka- og útrásarruglinu.  Líklega hefur það verið vegna þess, að menn höfðu ekki alveg fulla trú á vitleysunni, sem þeir voru að taka þátt í og því ekki þorað að taka of mikla persónulega áhættu sjálfir.

Sennilega hefur vinsælasta picuplínan á þessum árum verið:  "Ég á skúffu, en þú?"

Stórkostlegasta svarið við þessu hefur auðvitað verið:  "Ég á heila kommóðu."


mbl.is Skulduðu yfir þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband