Aðeins mislukkaður brandari

Stjórnendur Straums hljóta að vera með allra gamansömustu mönnum, en húmorinn er hinsvegar nokkuð einkennilegur og rotinn, enda hefur sýnt sig að fáir skilja síðasta brandarann sem þeir voru að senda frá sér.

Fyrst fengu þeir bónusa eftir því hvað þeir gátu lánað mikið út úr bankanum og þá skiptu tryggingar og veð engu máli og nú segjast þeir vilja fá meiri bónusa fyrir að reyna að innheimta þessi ótryggu lán.

Mbl.is birti upphaflegu fréttina af þessu máli í gær og má sjá örlítil viðbrögð við henni hérna

Þetta hlýtur að vera allsherjar bankamannahúmor og risastór bónusbrandari.

Svolítið mislukkaður brandari að vísu.


mbl.is Hljómar eins og fjárkúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannfjöldaþróun

Mikið er gert úr því að Íslendingum hafi fækkað um 109 síðast liðna tólf mánuði, en það skýrist að öllu leyti með brottflutningi erlends verkafólks, sem streymdi hingað þúsundum saman á undanförnum árum.

Hérna er að finna stórskemmtilega uppsett tré með íbúafjölda landsins frá 1841 til 2008, sem Hjálmar Gíslason hefur búið til og er tekið bessaleyfi á að vitna til.

Ef skoðuð eru síðustu ár, sést að Íslendingum hefur fjölgað um tugþúsundir á undanförnum árum, sem auðvitað stafar af miklum fólksflutningum til landsins.

Það er því engin ástæða til að hafa áhyggjur af íbúafjöldanum hérlendis, ennþá að minnsta kosti.


mbl.is Íbúum á Íslandi hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á ríkið ekki að kaupa

Erlent traust á efnahagslífi Íslands er nánast ekkert um þessar mundir og allt kapp þarf að leggja á það, á næstunni, að efla það og styrkja, ef nokkur möguleiki á að vera til þess að fá erlenda aðila til að lána fé til landsins á næstunni, hvað þá til að leggja fram fé til fjárfestinga.

Fjárfestingabanki Evrópu og Fjárfestingabanki norðurlandanna, sem Ísland er aðili að, hafa báðir lýst því yfir að þeir muni ekki lána nokkra einustu krónu til fjárfestinga á Íslandi á næstunni og allir stærstu bankar og fjárfestingasjóðir veraldar eru að undirbúa málaferli gegn ríkissjóði og gömlu bönkunum, í tilraun til að ná meiru til baka af eldri lánum sínum til landsins.

Því ber að fagna hverri einustu erlendu fjárfestingu sem býðst til uppbyggingar íslenskra fyrirtækja, í hvaða grein sem er.

Ríkið hefur enga peninga til að ganga inn í slíkar fjárfestingar og á að greiða fyrir þeim, en ekki að flækjast fyrir, eins og dæmið um heilsutengdu ferðaþjóustuna á suðurnesjum er dæmi um.

Á meðan ríkið sker niður allar opinberar framkvædir og stendur í blóðugum niðurskurði ríkisútgjalda, á það ekki að tefja og spilla fyrir einkaframkvæmdum. 


mbl.is Vill fund með fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband