Fordæmi fyrir önnur fátæk ríki

Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og stuðningsmaður ríkissjórnarinnar, túlkar fyrirvarana sem Fjárlaganefnd Alþingis gerði við þrælasamninginn við Breta og Hollendinga, um Icesave skuldir Landsbankans, sem gagntilboð til nýlenduherranna, en hún segir í fréttinni:  "Málinu sé ekki lokið. Hún segir að fátæk ríki muni horfa til Íslands náist fyrirvararnir í gegn."

Einnig segir Silja Bára í fréttinni:  "Silja Bára segir ljóst að nú taki við samningaviðræður við Breta og Hollendina hvort sem þær verði formlegar eða óformlegar. Það sé ekki hægt að senda tilboð án þess að ræða við kóng eða prest."  Forsætis- og fjármálaráðherra segja að engar viðræður þurfi að fara fram vegna þess að fyrirvararnir "rúmist innan samningsins".  Ef fyrirvararnir breyta engu um samningsniðurstöðuna, til hvers var þá rætt og skrafað um þá í nefndinni í tvo mánuði.  Það væri örugglega mettími, sem hefði farið í að samþykkja ekki neitt.

Það er reyndar alvarlegt mál, að þeir sem stóðu að því að samþykkja fyrirvarana, túlka þá algerlega á sitt hvorn veginn.  Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn túlka þá eins og Silja Bára, en stjórnarþingmenn láta eins og þetta séu eingöngu sýndarfyrirvarar.  Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum nýlenduherranna í Bretlandi og Hollandi.

Fræðimaðurinn túlkar þetta sem fordæmi fyrir önnur fátæk ríki, en ríkisstjórnin virðist ekki gera sér grein fyrir því, að Ísland er komið í flokk með fátækustu ríkjum, að mati lánastofnana erlendis og þær lýsa því yfir hver um aðra þvera, að þær vilji ekki koma nálægt fjárfestingum á Íslandi, til langrar framtíðar.

Íslendingar verða að fara að gera sér grein fyrir stöðu sinni í veröldinni.


mbl.is Gott fordæmi fyrir fátæk ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagði Jóhanna ósatt?

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur stöðugt haldið því fram, að umsókn um aðlild að ESB, ein og sér, myndi auka svo traust Íslands erlendis, að krónan myndi styrkjast umtalsvert og lánastofnanir erlendis myndu keppast við við á ný, að veita lánum til landsins til enduruppbyggingar.

Hér hefur því oft verið haldið fram, að fá, ef nokkur erlend fjármálafyrirtæki myndu lána Íslendingum nokkurt einasta lán um talsvert langa framtíð, hvort sem sótt yrði um inngöngu í ESB, eða samþykkt þrælalögin um Icesaveskuldir Landsbankans.

Financial Times hefur gert könnun meðal 60 stærstu fjármálastofnana og 54 þeirra segjast aldrei muni lána nokkurt fé til Íslands framvegis.  Þetta þýðir auðvitað, að Íslendingar verða að fara að skilja, að "lánærinu" er lokið og framvegis verður þjóðin að lifa af sjálsaflafé.  Það mun þýða, að hér verður öll uppbygging í lágmarki, a.m.k. næstu tuggugu ár, á meðan þjóðin þrælar fyrir Breta og Hollendinga.

Traustið erlendis frá lætur standa á sér og krónan hefur veikst frá því að sótt var um aðildina að ESB.

Hvort ætli Jóhanna hafi sagt ósatt viljandi, eða að hún hefur engan skilning á málunum?


mbl.is Djúpt vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kemur þetta ESB við?

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur verið óþreytandi við að segja þjóðinni, að ríkisábyrgðin vegna Icesave skulda Landsbankans sé einfaldur samningur milli Íslands annarsvegar og Breta og Hollendinga hinsvegar og komi ekki umsókninni um aðild að Evrópusambandinu neitt við og hvað þá Alþjóða gjadeyrissjóðnum.

Nú bregður svo við, eftir afgreiðslu Fjárlaganefndar Alþingis á breytingartillögum við þrælalögnin, að nú ríður mest á að halda ESB upplýstu um málið og þá sérstaklega Þjóðverjum og Frökkum, eða eins og kemur fram í fréttinni:  "Hann segir mikilvægt að halda Evrópusambandsþjóðum og sérstaklega Frökkum og Þjóðverjum upplýstum um málið og því verði það kynnt þeim í dag."

Hvers vegna er það hlutverk Össurar að kynna málið fyrir ESB?  Væri ekki nær að Bretar og Hollendingar kynntu málið fyrir félögum sínum í bandalaginu, ef ástæða er til að halda þeim upplýstum um málið?

Getur verið að Össur líti á þrælalögnin um Icesave, sem söluvöru við inngöngu í ESB?


mbl.is Víðtæk kynning heima og erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband