15.8.2009 | 13:15
Gagntilboð eða höfnun samnings?
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RUV í hádeginu, að fyrirvararnir við ríkisábyrgðina á Icesave skuldum Landsbankans, væru svo stífir, að þeir kollvörpuðu samningi Svavars Gestssonar og ríkisstjórnarinnar og væri í raun gagntilboð til Breta og Hollendinga, þannig að setjast yrði að samningaborði að nýju. Stjórnarflokkarnir segja hins vegar, að fyrirvararnir "rúmist innan samningsins". Ef þeir gera það, hafa þeir ekkert að segja og eru þá ekkert nema sýndarmennska.
Vonandi er túlkun Bjarna rétt, þannig að Bretar og Hollendingar líti svo á, að Alþingi hafi í raun hafnað samningnum og þar með sé enginn þrælasamningur í gildi. Það gæfi tækifæri til að Íslendingar gætu leitað réttar síns fyrir dómstólum og þannig fengið úrskurð um að þjóðin bæri enga ábyrgð á gallaðri tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði, né græðgi innistæðueigenda á Icesave, sem ætluðu, eins og eigendur inneigna á íslenskum peningamarkaðssjóðum, að "græða" á vaxtagylliboðum. Íslenskir lántakendur gengistryggðra lána ætluðu líka að "græða" á lántökum sínum, vegna lágra vaxta af þeim, en eftir gengishrunið sitja þeir í súpunni með tap sitt óbætt.
Þeir sem taka áhættu á að ávaxta sitt fé með óraunhæfum innlánavöxtum, eiga að taka sínu tapi, ekki síður en þeir, sem ætla sér að græða á lágum útlánavöxtum, en taka gengisáhættuna ekki að fullu inn í sínar áætlanir.
Á meðan þjóðin hefur ekki efni á að bjarga eingin þegnum úr sínum hremmingum, getur hún ekki með nokkru móti tekið á sig þrælaskuldbindingu, til að bjarga andliti ESB.
![]() |
Hagvöxtur stýri greiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 10:11
Blekkingarfyrirvarar
Nú virðist vera að ná samstaða í Fjárlaganefnd Alþingis um skilyrði fyrir ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans, sem eiga "að rúmast innan samningsins", eins og Jóhanna Sigurðardóttir orðaði það. Það þýðir einungis, að Alþingi er endanlega að samþykka að gangast undir niðurlægjandi uppgjafarskilmála Breta, Hollendinga, ESB og norðurlandanna. Meira að segja Hallvorsen, fjármálaráðherra Noregs og VG systir Steingríms J., segir að samningurinn sé rétt mátulegur á Íslendinga, fyrir að "leyfa" glæpamönnum að vaða uppi í banka- og viðskiptalífi landsins.
Eftir Vestmannaeyjagosið 1973, var lagt sérstakt 2,5% viðlagagjald ofan á virðisaukaskatt og enn, eftir 36 ár, er þessi "ábót" innheimt í virðisaukaskattinum, þó hún heiti ekki lengur viðlagagjald. Samþykkt ríkisábyrgðarinnar, þó hún verði með einhverjum málamyndaskilyrðum, mun verða til þess að samþykkja þarf viðbótarhækkun á virðisaukaskatti um rúm 2%, eða hækkun tekjuskatts einstaklinga um 20%, umfram þær hækkanir sem verða, til að rétta af ríkissjóðshallann.
Nú, þegar villa á um fyrir þjóðinni, með fyrirvörum á ríkisábyrgðina, sem eingöngu eru til málamynda, en ekki til að minnka greiðsluáþjánina á þjóðina, hlýtur sú skattahækkun, sem til þarf að koma vegna þessa, að verða kölluð "glæpasjóðsgjald" og rétt væri að bókhald þess sjóðs yrði aðskilið frá bókhaldi ríkissjóðs, þannig að þjóðin gæti betur fylgst með úthlutunum úr "Glæpasjóði".
Með sýndarfyrirvörunum á ekki að afneita greiðsluskyldu á Icesave, heldur á aðeins, ef fyrirvararnir halda á annað borð, einungis að lengja í skuldaáþján þjóðarinnar um nokkur ár.
Ekki er verið að færa þjóðinni mikla, eða bjarta, von um framtíðina með þessum sýndarfyrirvörum.
![]() |
Samkomulag í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)