14.8.2009 | 16:19
Sönnun fyrir handrukkun AGS?
Nú ætlar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að úthluta 250 milljörðum dollara til aðildarþjóða sjóðsins, eða eins og segir í fréttinni: "Stjórnarmenn samþykktu að úthluta til 186 aðildarlanda sjóðsins í þeim tilgangi að veita fjármagni í efnahagskerfið á heimsvísu með að styðja við gjaldeyrisvarasjóði ríkjanna. Var samþykkt að veita SDR að jafngildi 250 milljarða dala og er það lang stærsta SDR úthlutun í sextíu ára sögu sjóðsins."
Tilgangur þessa er, samkvæmt fréttinni: "Var haft eftir talsmönnum AGS að hin almenna SDR úthlutun sýni í hnotskurn viðbrögð á mörgum stigum við hinni alþjóðlegu krísu, með því að meðlimum sjóðsins sé boðinn mikilvægur stuðningur á þessum erfiðu tímum."
Lánið sem AGS ætlar í aðstoð við Íslendinga er einungis eins og smávægileg skiptimynt, miðað við þessar upphæðir, en samt neitar sjóðurinn að afgreiða þessa smáaura, í alþjóðlegu samhengi, til Íslands, vegna Icesave skulda Landsbankans.
Það þarf ekki frekari vitnanna við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stundar handrukkun.
![]() |
Stærsta úthlutun í sögu AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 14:04
Er Alþingi að hylma yfir glæp?
Í síðust viku lak lánabók Kaupþings á netið og þaðan í fljölmiðla og almenningur varð bæði ofsakátur og algerlega agndofa, yfir þeim upplýsingum sem þar komu fram. Til að byrja með reyndi bankinn að koma í veg fyrir birtingu í fjölmiðlum og að fá lánabókina fjarlægða af vefnum, en þá brugðust sumir þingmenn og ráðherrar, þ.m.t. forsætisráðherra, svo við, að þeir töldu þennan leka vera hið besta mál og alls ekki mætti refsa nokkrum manni fyrir verknaðinn, þrátt fyrir að hann væri óleglegur og gæti varðað fangelsisvist.
Nú bregður hins vegar svo við, að upplýsingar leka úr Alþingi á netið og í fjölmiðla og þá bregður svo einkennilega við, að allt ætlar um koll að keyra hjá ráðherraliðinu og það krefst þess, að sá sem lak upplýsingunum verði kærður og dæmdur fyrir landráð. Það var síðan hætt við að kæra, þó um ólöglegt athæfi væri að ræða, vegna þess að það gæti valdið upplausn á Alþingi og tafið fyrir störfum þess.
Ef þessi Alþingisleki varðar við lög, að ekki sé talað um landráð, ber Alþingi að sjálfsögðu skylda til að kæra málið til réttra yfirvalda, þannig að úr því yrði skorið hvað rétt sé í málinu.
Er Alþingi ekki að hylma yfir glæp, að öðrum kosti?
![]() |
Fundur í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2009 | 10:48
Skilningur að vakna erlendis
Smátt og smátt eflist skilningur erlendis á erfiðri stöðu Íslendinga vegna uppgjafarskilmálanna, sem Bretar og Hollendingar neyddu upp á þá, vegna Icesave skulda Landsbankans, með dyggri aðstoð ESB og norðurlandanna, meira að segja Noregs, sem þó er ekki innan ESB.
Íslensk stjórnvöld gáfust algerlega upp í þessu efnahagsstríði og hafa ekkert gert til að kynna málstað Íslands erlendis, en í þess stað eytt öllu púðri sínu í að verja undirlægjuháttinn gagnvart þessum yfirgangsseggjum.
Nú bregður hins vegar svo við, að erlendir aðilar eru farnir, að eigin frumkvæði, að verja málstað Íslendinga, fyrst Eva Joly, þá Financial Times og nú norska stjórnarandstaðan, sem blöskrar að norska ríkisstjórnin skuli taka þátt í aðförinni gegn Íslendingum.
Loksins í gær, sá Jóhanna Sigurðardóttir sóma sinn í að senda frá sér örlitla grein á vef Financial Times, þar sem hún gagnrýndi aðallega beitingu Breta á hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum. Betra seint, en aldrei, en á sama tíma heldur hún áfram að berjast gegn hverskonar skilyrðum á ríkisábyrgðina, sem hugsanlega gætu styggt Breta og Hollendinga.
Nú er komið að ríkisstjórninni, að berjast fyrir málstað Íslendinga á erlendri grundu, af sömu hörku og hún hefur beitt sér gegn honum innanlands fram að þessu.
![]() |
Stjórnin gagnrýnd fyrir hörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)