6.7.2009 | 10:48
Orsök eða afleiðing
Það verða að teljast ótrúlegar tölur, að tæplega fjórðungur íslenskra kvenna, giftar eða í sambúð, hafi orðið fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi af hendi maka. Samkvæmt rannsókninni, sem var unnin af Erlu Kolbrúnu Svavarsdóttur og Brynju Örlygsdóttur, sem báðar eru með doktorsgráðu í hjúkrunarfræði, eru flestar kvennanna beittar andlegu ofbeldi, eða eins og segir í fréttinni:
"18,2% af þeim konum sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu maka síns, 3,3% líkamlegu og 1,3% höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi."
Þó tiltölulega lítill hópur, samt of stór, verði fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, er athyglisverðast hve margar konur verða fyrir andlegu ofbeldi og fróðlegrt að bera þann fjölda saman við andlegt ástand svipaðs hlutfalls þessara kvenna, eða eins og fram kemur: "7% giftra kvenna og 9% kvenna í sambúð þjáist af þunglyndi og 4% eiga við átröskunarvandamál að stríða, samkvæmt rannsókninni."
18,2% kvennanna segjast verða fyrir andlegu ofbeldi og 20% eiga við andlega erfiðleika að etja. Ekki kemur fram í fréttinni, hvort þetta sé sami hópurinn, en a.m.k. er heildarfjöldinn svipaður. Þetta leiðir hugann að því, hvort andlegu veikindin valdi því að viðkomandi finnist að allt sé þeim andstætt og þær séu kúgaðar af makanum og kannski fleirum.
Fróðlegt væri að vita hvort þarna séu tengsl.
![]() |
Fjórðungur orðið fyrir ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.7.2009 | 09:11
Öfug forgangsröðun hjá ríkinu
Á þenslutímum á ríkið að halda að sér höndum við framkvæmdir til að auka ekki á þensluna, en á samdráttartímum, að ekki sé í kreppu eins og nú, á ríkið að auka framkvæmdir sínar, til þess að berjast gegn atvinnuleysi. Á þenslutímum á að sporna við í rekstri ríkisins og á krepputímum á að spara í rekstrinum og skera allt niður, sem hægt er að vera án, til þess að geta aukið framkvæmdirnar.
Ríkisstjórnin gerir hins vegar allt öfugt við þetta, allar framkvæmdir á vegum opinberra aðila eru skornar niður við trog, til þess að hægt sé að halda uppi sem mest óbreyttum ríkisrekstri. Þetta verður auðvitað til þess, að opinberir starfsmenn verða lítið varir við kreppuna, en hún bitnar því harkalegar á starfsfólki á almennum vinnumarkaði.
Í stað þess að auka verklegar framkvæmdir, hækkar ríkisstjórnin alla skattheimtu á almenning og fyrirtæki landsins og dregur þannig allan mátt og kjark úr almenna atvinnumarkaðinum.
Skilningur á því að kreppan minnkar ekki fyrr en nýju lífi verður blásið í atvinnulífið, verður að fara að vakna hjá stjórnvöldum og sparnaður hins opinbera verður að flytjast frá framkvæmdkunum yfir á ríkisreksturinn. Þannig mun atvinnulífið komast fyrr á rekspöl og einstaklingar og fyrirtæki geta farið að fjárfesta aftur og greiða eðlilega skatta til ríkisins á ný.
Ríkisstjórnin er að dýpka og lengja kreppuna með aðgerðum og aðgerðarleysi sínu.
![]() |
360 sagt upp í hópuppsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)