3.7.2009 | 15:59
Seinheppni, týndir pappírar og leyndarmál
Seinheppni þessar vesælu ríkisstjórnar er engu lagi lík. Við upphaf hennar vantaði ekki fagurgalann um opna og gagnsæja stjórnsýslu og að allt skyldi vera uppi á borðum. Síðan þá hefur hefur hún pukrast með öll mál og allar upplýsingar hefur þurft að draga út úr henni með töngum og samt koma upplýsingarnar eingöngu í smáskömmtum, þannig að langan tíma tekur að fá almennilega heildarmynd af því sem hún er að aðhafast.
Nú er nýjast, að embættismenn hafi raðað skjölum í vitlausa bunka og þess vegna hafi láðst að upplýsa þingmenn um ýmsa þætti Icesave skulda Landsbankans. Ekki eru pappírsraðarar fjármálaráðuneytisins hraðvirkari en svo, að ekki mun takast að greiða úr flækjunni fyrr en á mánudaginn.
Aldrei hefur nokkur ríkisstjórn í landinu verið hulin eins miklum dularhjúp og þessi sem situr nú um stundir. Þessi leynd er farin að taka á sig ýmsar myndir, t.d. eru skoðanir stjórnarliða á þeim málefnum sem fyrir þinginu liggja, orðnar svo mikið leyndarmál, að þeir láta helst ekki sjá sig í þingsal og þó þeir séu þar, þá taka þeir alls ekki til máls, til þess að ekkert uppgötvist um skoðanir þeirra. Þetta hefur komið glöggt í ljós við umræður um Icesave.
Þetta er farið að minna á krakka, sem segja hvert við annað:
Ég skal segja þér leyndó, ef þú lofar að segja það engum.
![]() |
Ekki öll gögn komin fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2009 | 13:47
Þjóðin greiði fyrir hryðjuverkin
Árið 2001 var gerð hryðjuverkaárás á tvíburaturnana í New York og voru þar að verki nokkrir ungir menn frá Saudi Arabíu. Nokkrum árum síðar var gerð sprengjuárás á neðanjarðarlestakerfið í London og þar voru að verki ungir menn frá Pakistan og/eða ættaðir þaðan. Menn af arabískum ættum hafa framið morð og önnur óhæfuverk í Hollandi á undanförnum árum.
Ekki datt bandaríkjamönnum í hug að gera árás á Saudi Arabíu, þó hryðjuverkamennirnir væru þaðan, ekki datt Bretum í hug að gera árás á Pakistan og ekki hafa Hollendingar lýst yfir stríði á hendur arabaríkjunum.
Tiltölulega fámennur hópur íslenskra efnahagshryðjuverkamanna gerðu strandhögg víða um heim undanfarin ár og með gerðum sínum sköðuðu þeir efnahag margra landa, en engra þó eins mikið og síns eigin heimalands, en þar var efnahagur þjóðarinnar lagður algerlega í rúst.
Þá bregður svo við að allt Efnahagsbandalag Evrópu, með Breta, Hollendinga og Þjóðverja í fararbroddi lýsir yfir efnahagslegu stríði við heimaland hryðjuverkamannanna, land sem þegar er í rúst af völdum þessara manna. Í fótgönguliðið er síðan beitt Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem að nafni til á að hafa verið sendur til að bjarga efnahag Íslands, en er í raun handrukkari ESB.
Löggjöf ESB gerir ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans og því er það ekki aðalatriði hvort Íslendingar geti kraflað sig út úr því að borga, aðalatriðið er það að nú er verið að beita Íslendinga kúgun til að taka á sig ábyrgð á gerðum íslenskra efnahagshryðjuverkamanna.
Þjóðin er nú liggjandi eftir árásina og ESB og meðreiðarsveinar eru ekki eingöngu að sparka í hausinn á þeim sem laminn var niður, þeir eru líka að reka ríting í bak hans og snúa honum í sárinu.
Vonandi verður ástand hins særða ekki svo aumt, að hann skríði til kvalara sinna í leit að lækningu.
![]() |
Getum ekki prentað gjaldeyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.7.2009 | 09:07
Laun lækna og forsætisráðherra
Forsætisráðherra er númer 403 á lista yfir launahæstu starfsmenn ríkisins. Í fréttinni kemur fram að: "Langflestir hálaunamannanna eru læknar. Einstaka eru í stéttarfélögum á borð við Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Stéttarfélag verkfræðinga, svo dæmi séu tekin."
Langflestir hálaunamannanna eru læknar og er þá væntanlega átt við sérfræðinga á ýmsum sviðum, sem eiga að baki jafnvel allt að tveggja áratuga nám í sínum sérgreinum. Til samanburðar má sjá hér menntun og starfsreynslu forsætisráðherra. Ekki eru gerðar neinar sérstakar menntunarkröfur til þeirra sem gegna forsætisráðherraembættinu, aðeins er ætlast til að viðkomandi sé sæmilega máli farinn og hafi verið duglegur að koma sér áfram innan stjórnmálaflokkanna.
Hvaðan kemur sú firra, að enginn megi hafa hærri laun en forsætisráðherrann? Má ekki lengur gera ráð fyrir umbun til þeirra sem leggja á sig langt og strangt háskólanám? Þeir sem eyða 15 - 20 árum í langskólanám, reikna auðvitað með því að fá hærri laun að námi loknu, heldur en þeir sem ekki fara í framhaldsnám og hefja vinnu strax eftir t.d. Verslunarpróf. Þótt mánaðarlaunin séu hærri eftir námið, er ekki víst að ævitekjurnar verði svo miklu meiri en hinna.
Langskólagengnum heilaskurðlækni væri vel treystandi fyrir forsætisráðherraembættinu.
Enginn myndi vilja láta forsætisráðherrann skera sig upp, ekki einu sinni botnlangaskurð.
![]() |
Hefði mest áhrif á laun lækna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)