27.7.2009 | 14:40
Umsókn Íslands verði sett í rétta röð
Það er ekki nema sjálfsögð kurteisi af ESB, að taka ný lönd inn í sambandið í þeirri röð, sem þau sækja um slíka inngöngu. Ef gengið verður frá umsókn Íslands um inngöngu í stórríkið á undan þeim umsóknum, sem þegar liggja fyrir, verður að líta á það sem grófa móðgun áf hálfu ESB við þau ríki, sem á undan eru með umsóknir. Þetta á við löndin Króatíu, Serbíu og Albaníu og jafnvel Tyrkland, sem lengi hefur haft áhuga á stórríkinu.
ESB hlýtur að telja sig eiga skuld að gjalda gagnvart fyrrum ríkjum Júgóslavíu, en í stríðinu þar tóku ESBríki að sér "friðargæslu", t.d. Hollendingar, sem að vísu flúðu af hólmi um leið og einhversstaðar sást í byssur stríðandi fylkinga. Heigulsháttur Hollendinga olli dauða mörg þúsund saklausra borgara þó þessir sömu Hollendingar gangi nú fram af mikilli hörku og dirfsku í efnahagslegu stríði sínu gegn Íslendingum.
Hvað sem öðru líður, getur ESB ekki verið þekkt fyrir annað en að afgreiða umsóknir um aðild að sambandinu í þeirri röð, sem þær berast.
Því verður Ísland að bíða rólegt og gæti þá hugsanlega orðið samferða Tyrkjum inn í sambandið.
![]() |
Vilja ekki að Ísland fái forgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2009 | 11:43
Aðstoðum frekar ríku löndin
Vegna halla á ríkissjóði verður að skera niður ríkisútgjöld á öllum sviðum og þar á meðal til þróunaraðstoðar við fátæk ríki í Afríku. Reyndar má velta fyrir sér hvort þróunaraðstoð vestrænna ríkja, almennt, sé í réttum farvegi, þ.e. til dæmis hvort ekki væri betra að aðstoða þessi lönd við atvinnuuppbyggingu, t.d. landbúnað, í stað beinna matvælaaðstoðar. Íslendingar treysta sér ekki til að keppa við niðurgreiddan landbúnað ESB landa og þá er skiljanlegt að landbúnaðarframleiðsla í Afríku getur engan veginn keppt við gjafamatvæli frá öðrum löndum.
Vestræn lönd hafa haft það viðmið, að verja a.m.k. 1% af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar, en íslendingar hafa aldrei talið sig hafa efni á að eyða svo stórum hluta sinnar landsframleiðslu til þessa málaflokks. Undanfarin ár hefur þetta hlutfall þó farið hækkandi, en nú þarf að skera það niður aftur.
Nánustu samherjar Íslands í Nato og EES krefja nú íslendinga um 2-3% af lalndsframleiðslu til endurgreiðslu á fjármálarugli Landsbankans í Hollandi og Bretlandi.
Þeim peningum væri betur varið til þróunaraðstoðar við önnur ríki en Holland og Bretland.
![]() |
Fátæk lönd kenna á íslensku kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2009 | 09:47
Lítilmannleg framkoma
Fortis banki í Belgíu beitir ólöglegum aðgerðum til þess að innheimta kröfu sína á yfirdráttarláni til Landsbankans, frá því fyrir fall hans. Fortis tekur innborganir, sem eiga að fara til íslenskra fyrirtækja frá viðskipavinum þeirra í Evrópu og færir þær til llækkunar á skuld Landsbankans. Þetta heitir á mannamáli þjófnaður og er auðvitað algerlega óþolandi athæfi.
Bresk og hollensk stjórnvöld beita gífurlegum þvingunum, af ótrúlegri hörku, gegn íslenskum almenningi, til greiðslu á skuldum, sem Landsbankinn stofnaði til í löndunum tveim. Bresku og hollensku ríkisstjórnirnar eru í sterkri stöðu til að beita Íslandi efnahagslegum styrjaldaraðgerðum og gera það miskunnarlaust. Það er afar ójafnt stríð, enda hefur Íslands nú verðið kúgað til að skrifa undir uppgjafaskilmála í formi ríkisábyrgðar á skuldum Landsbankans.
Allt er þetta af sama meiði sprottið. Afli er beitt til að kúga þann minnimáttar.
Það hefur aldrei þótt stórmannlegt.
![]() |
Sitja á hundruðum milljóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)