Vilja ekki borga Icesave

Helstu rök ríkisstjórnarinnar fyrir samþykkt ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans, eru þau, að annars verði Ísland útilokað frá samfélagi þjóðanna og enginn muni vilja eiga viðskipti við Íslendinga og hvað þá lána þeim einn einasta dollar, eða evru, í framtíðinni.  Enda er því haldið fram, að enginn vandi sé fyrir almenning á Íslandi að taka að sér að greiða þetta, því hér verði svo mikill hagvöxtur og vöruskiptajöfnuður við útlönd á næstu áratugum. 

Allir vita að þetta eru falsrök og samþykkt ríkisábyrgðarinngar eingöngu rándýrt meðmælabréf með aðildarumsókn að ESB.  Líklega er búið að fá vilyrði frá ESB um að sambandið kaupi Ísland inn í ESB með loforði um að yfirtaka Icesave skuldirnar, gegn aðgangi að auðlindum Íslands.

Þegar aðildarsamningur Íslands að ESB mun liggja fyrir, verður hann kynntur þannig, að íslenska þjóðin geti ekki hafnað honum, því með honum munum við losna undan Icesave og eins og allir muni þá eiga að vita, þá geti Íslendingar alls ekki borgað, enda hafi verð gerð mistök við útreikningana.  Þar til viðbótar munu Icesave rökin verða endurvakin, þ.e. að Íslendingar geti ekki fellt aðild að ESB, vegna þess að þá verði Íslandi útskúfað úr samfélagi þjóðanna og enginn muni vilja eiga viðskipti við Íslendinga, hvað þá lána þeim einn einasta dollar og hvað þá evru.

Svona mun málflutningurinn ganga aftur og meira að segja systurflokkur flokks Angelu Merkel í Þýskalandi er strax búinn að sjá í gegnum þetta, enda segir í fréttinni:  "Markus Ferber, leiðtogi CSU á Evrópuþinginu segir að Evrópusambandið geti ekki bjargað Íslandi út úr efnahagskreppunni. "

Bragð er að þá barnið finnur.

Íslendingar þurfa að fara að skilja, að þeir verða að bjarga sér sjálfir, hér eftir sem hingað til.


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband