17.7.2009 | 17:00
Þurfa tíma til að lesa
Árni Þór Árnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur það afar slæman kost að fresta umræðum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans fram á haust, þó hann viti varla hvers vegna það væri slæmur kostur. Í fréttinni segir hann: "Ég þori ekki að fullyrða um hvort og þá hvaða afleiðingar það hefði að fresta málinu en ég held í sjálfu sér að málið sé ágætlega þroskað."
Fyrr í fréttinni segir Árni: "Það liggur hins vegar fyrir gríðarlegt magn af gögnum í málinu, fleiri möppur og ég veit ekki hvenær þingmenn ætla að komast yfir þau öll." Í þessu felst, að gögn málsins séu svo fyrirferðamikil, að þingmenn hafi ekki haft nokkurn tíma til þess að kynna sér þau. Þingmenn hafa verið svo uppteknir undanfarið við afsal fullveldisins, að enginn tími hefur gefist til að sinna öðrum málum, hvorki Icesave, né brýnum efnahagsmálum, atvinnumálum eða málefnum heimilanna í landinu.
Fyrst nefndarformaðurinn veit ekki hvenær þingmenn ætla að komast yfir öll gögn Icesavemálsins, er rétt að benda honum á, að einmitt væri upplagt að fresta því til haustsins, svo þingmenn geti kynnt sér gögnin í þinghléinu.
Þetta hefði jafnvel alþingismanni úr stjórnarliðinu átt að geta látið sér detta í hug, því þetta liggur í augum uppi.
![]() |
Frestun Icesave slæmur kostur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2009 | 15:07
Glæpnum hraðað
Foringjar þeirra þjóðnýðinga, sem samþykktu í gær að grátbiðja ESB um Ísland fengi að gerast afdalahreppur í stórríki Evrópusambandsins, biðu ekki boðanna, í sæluvímu sinni yfir vel heppnuðum svikum við þjóðina, með að skrifa kvölurum þjóðarinnar og segja þeim frá afrekum sínum.
Tillagan um að fá að verða hreppsómagi í stórríkinu var samþykkt um klukkan tvö eftir hádegi í gær og samkvæmt fréttinni var beiðnin um fullveldisafsalið afhent í Stokkhólmi í dag, en fréttin segir: "Bréfið er dagsett í gær og undirritað af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra." Áður hafði verið sagt að bréfsnifsið yrði afhent á fundi ESB, sem haldinn verður þann 27. júlí n.k., en ánægja með óþokkaverkið hefur verið svo mikil, að engu er líkara en pappírinn hafi verið sendur með einkaþotu til Stokkhólms, svona í anda útrásarvina Samfylkingarinnar.
Á lögreglumáli, myndi þetta heita að um staðfastan ásetning um glæp væri að ræða.
![]() |
Búið að sækja um ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.7.2009 | 13:30
Rannsóknir efnahagsbrota
Við rannsókn Baugsmálsins fyrsta var saksóknaraembættið vanbúið til að takast á við svo stórt og flókið mál, enda voru Baugsmenn með allar helstu lögfræðistofur landsins, ímyndarsmiði og fjölmiðla í sinni þjónustu, sér til varnar. Eftirmynnilegar eru fréttamyndir úr réttarsalnum, þar sem saksóknarinn sat einn við málflutning, gegn allt að níu lögmönnum sem önnuðust vörnina á staðnum, en þar fór einungis toppurinn á varnarjakanum.
Að lokum fór svo, að verjendum tókst að snúa og þvæla málinu fram og til baka, árum saman, og hártoga allar sakargiftir á þann hátt, að sýknað var í flestum ákæruliðum. Sagt var að þetta hefði líkst vörninni í morðmálinu gegn O. J. Simpson, þar sem sakborningurinn var sýknaður, vegna þess hvernig lögmönnum hans tókst að snúa út úr og véfengja öll sönnunargögn, skjólstæðingi sínum í hag.
Þess vegna er nú afar nauðsynlegt, að leggja til allt það fjármagn og sérfræðingalið, sem mögulegt er, til þess að væntanlegum verjendum banka- og útrásarmógúla takist ekki að eyðileggja allar ákærur, eingöngu vegna þess að ákæruvaldið hafi ekki mannskap til að standa gegn verjendahernum. Enginn þarf að efast um að væntanlegir sakborningar munu hafa peninga til að ráða alla snjöllustu verjendur landsins og jafnvel erlendar lögfræðiskrifstofur í tilraunum sínum til að hnekkja öllum ákærum.
Þrátt fyrir kreppu, verður þjóðin að hafa efni á að rannsaka meinta efnahagsglæpi, þótt flóknir séu.
![]() |
Rannsókn á efnahagsbrotum efld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2009 | 10:32
Tyrkjaránin endurtekin
16. júlí 1627 hófust Tyrkjarán á Íslandi, með landtöku svokallaðra Tyrkja, sem voru reyndar frá Alsír og Marokko, í Vestmannaeyjum. Alls rændu þeir um það bil 300 manns, sem seld voru á uppboði í Algeirsborg, og drápu nokkra tugi, áður en þeir héldu til síns heima. Þessi dagur hefur verið talinn með þeim svartari í sögu Íslands.
16. júlí 2009 samþykktu 33 þingmenn á Alþingi Íslendina, að Ísland skyldi afsala sér fullveldi sínu og innlimast í stórríki Evrópu. Þar með myndi nítíu og eins árs fullveldi landsins verða afsalað til arftaka Þýskalandskeisara og sólkonunga Frakklands. Þessi dagur mun í framtíðinni verða talinn með þeim svartari í sögu Íslands.
Tyrkir komu ekkert nálægt "Tyrkjaráninu", en nú er útlit fyrir að þeir móðgist, vegna þess að útlit sé fyrir að örríkið Ísland muni tefja framgang múslimskrar trúar innan ESB, eða eins og segir í fréttinni: "Þar segir jafnframt að fái Íslendingar að ganga í sambandið þýði það í raun að evrópskt 70 milljón manna múslimaríki eigi minni rétt á því að ganga í sambandið en kristin eyja týnd í Atlantshafinu.
Því hefur verið spáð, að innan ekki svo langs tíma muni múslimar verða meirihluti íbúa Þýskalands og Frakklands og verða þannig ráðandi afl í Evrópusambandinu. Ekki verður verra fyrir þessi nýju múslimaríki að hafa Tyrkland sér til halds og trausts við framtíðarstjórnun Evrópu.
Gott er, að nú þegar er Kóraninn til í Íslenskri þýðingu, þó trúarathafnir fari allar fram á arabisku.
![]() |
Aðild Íslands móðgun við Tyrki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)