1.7.2009 | 17:03
Grín í Feneyjum
Nú hafa tólf þúsund manns litið inn í íslenska sýningarskálann í Feneyjum (hvernig sem það er talið) til að berja augum trúðslæti Ragnars Kjartanssonar, sem þar spilar rokkmyndbönd og málar eitt málverk á dag af félaga sínum, sem situr fyrir á sundskýlu og reykir og drekkur bjór. Það getur hver gert sér í hugarlund, hversu mikil listaverk þessi 180 fyrirhuguðu "málverk" eru.
Þetta getur ekki flokkast undir listsýningu, heldur frekar trúðslæti og fíflagang og ef til vill hefur fólk gaman að því að kíkja inn í skálann til að hlæja svolítið að Íslendingum, sem um þessar mundir mega nú ekki við meiri niðurlægingu á alþjóðavettvangi en orðið er.
Eftir viðtal við "listamanninn" í sjónvarpi nýlega, sem tekið var upp í Feneyjum, þar sem "listamaðurinn" kom ekki út úr sér heilli og skiljanlegri setningu fyrir hlátri og fíflagangi, er ekki hægt annað en undrast, hvernig í ósköpunum nokkrum manni datt í hug að senda annað eins, sem fulltrúa íslenskrar listar á þessa sýningu.
Varla er nema von að "listamaðurinn" skemmti sér vel á sex eða átta mánaða launum frá íslenska ríkinu við að reykja og þamba bjór með vini sínum í sólarlöndum.
![]() |
70% fleiri í íslenska skálann en árið 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.7.2009 | 14:01
Kúgunarlán (ó)vinaþjóða
Skrifað var undir lánasamninga við norðulöndin í morgun og er látið að því liggja, að um sérstakt vinarbragð við Íslendinga sé að ræða, eða eins og segir í sameiginlegri tilkynningu norrænu ríkjanna: "Lánin sem eru til 12 ára leggja Íslandi til mikilvæga fjármögnun til langs tíma og sýna um leið samstöðu lánveitenda með Íslendingum og staðfastan langtímastuðning þeirra við Ísland í þeirri erfiðu stöðu í efnahags- og fjármálum sem nú er við að glíma."
Ekki ristir þessi samstaða og staðfasti langtímastuðningur við Ísland dýpra en svo, að ýmsir fyrirvarar eru settir fyrir þessum lánum, samkvæmt tilkynningunni: "Lánsféð verður ekki borgað út um leið og samningarnir hafa verið undirritaðir. Lánin verða borguð út í fjórum jöfnum hlutagreiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með AGS, og er hver greiðsla háð því að viðkomandi endurskoðun hafi verið samþykkt."
"Ísland hefur skuldbundið sig til þess að framkvæma þá stöðugleika- og umbótaáætlun í efnahagsmálum sem samið hefur verið um við AGS. Í þessu sambandi eru samningar Íslendinga við Breta og Hollendinga um uppgjör skuldbindinga Íslands vegna Icesave-málsins mikilvægur áfangi."
Þegar betur er gáð að, er þetta alls ekki vinargreiði, heldur hluti af kúgun ESB og Noregs til að neyða Íslendinga til að samþykkja ríkisábyrgðina á Icesave skuldum Landsbankans.
Sú vísa veður aldrei of oft kveðin, að þjóð sem á slíka vini, þarfnast engra óvina.
![]() |
Vaxtakjör ekki gefin upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2009 | 11:18
Vaðall um göng
Svo virðist sem Kristján L. Möller, samgönguráðherra, virðist ætla að setja Vaðaheiðargöng fremst í forgangsröð vegaframkvæmda. Eins og nafn embættis hans bendir til, er hann ráðherra samgangna en ekki bara jarðganga. Samgöngubætur út frá höfuðborginni eiga skilyrðislaust að fara fremst í forgangsröðina núna þegar takmarkað framkvæmdafé er til skiptanna.
Það er hvorki sá umferðarþungi um Víkurskarð, né það margir dagar sem hálka og ófærð tefur þar umferð, að það réttlæti að taka Vaðlaheiðargöng fram fyrir aðrar brýnar vegaframkvæmdir. Það á að flýta framkvæmdum út frá Reykjavík, bæði í austur og vestur og flýta ákvörðun um Sundabraut.
Að ætla að taka tiltölulega fáfarna vegi fram yfir vegabætur á suðvesturhorninu, er óskiljanlegt fyrir fólk sem þarf að eyða klukkutíma í að komast frá Selfossi til Hveragerðis á háannatíma. Það hlýtur að vera hægt að gera kröfu um úrbætur á þessu áður en mönnum dettur í hug að fara í nokkrar aðrar framkvæmdir.
Þó norðlendinar séu alls góðs maklegir, þá verða Vaðlaheiðargöng að fara aftarlega í framkvæmdaröð.
![]() |
Funda með samgönguráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2009 | 08:59
ESB risaeðlan
Í byrjun nóvember 2008, aðeins þrem vikum eftir bankahrunið, var haldinn reglulegur fundur fjármálaráðherra ESB og EFTA ríkjanna í Brussel og var fundurinn notaður til að reyna að kúga Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra Íslands, vegna Icesave málsins. Íslenska ríkisstjórnin var varla búin að átta sig á afleiðingum bankahrunsins og því rétt byrjuð að móta þær aðgerðir, sem grípa þurfti til í kjölfar þess.
Í skýrslu Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra í Brussel, frá fundinum kemur m.a. fram : Á sama tíma er málið með enn skýrari hætti en áður tengt við IMF (Alþjóðagjaldeyrissjóðinn). Mikil harka kom fram á fundinum og vakti framganga Þjóðverja sérstaka athygli. Má telja víst að hlutaðeigandi ríki hafi verið búin að stilla saman strengi. Átti íslenski ráðherrann í vök að verjast."
Þetta sýnir svart á hvítu með hvaða hörku og ruddaskap ESB löndin komu strax fram gegn fulltrúa örríkissins Íslands, undir forystu öflugasta ESB ríkissins, Þýskalands. Íslenski ráðherrann stóð einn og algerlega óstuddur á móti bákninu og þurfti að þola hreina kúgun á fundinum.
Að lokum átti að koma á algjörum ESB gerðadómi og þrátt fyrir að Íslendingar viðurkenndu hann ekki og skipuðu ekki fulltrúa í hann, var hann látinn kveða upp úrskurð um skyldur íslenska ríkisins til að ábyrgjast Icesave skuldir Landsbankans.
Þarf frekari vitna við, um hvers Íslendingar geta vænst ef þeir yrðu svo ólánssamir að samþykkja aðild að ESB ófreskjunni.
![]() |
Árni átti í vök að verjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)