ESB og heimskapítalisminn

Í upphafi fréttarinnar kemur fram að:  "Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi að herða þumalskrúfurnar á íslensku þjóðinni og sjá til þess að hún borgi eins og lánardrottnar geri kröfu um. Sjóðurinn sé heimslögregla kapítalismans."

Þessi yfirlýsing er athyglisverð fyrir þær sakir að "vinaþjóðir" okkar í Evrópu, þar með talin norðurlöndin, neituðu að koma Íslandi til aðstoðar (með lánum) þegar hrunið varð í haust, nema með því óhagganlega skilyrði að fyrst yrði leitað til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem myndi hafa umsjón með allri lánafyrirgreiðslu og annarri aðstoð. 

Samkvæmt áliti Ögmundar eru þá ESB þjóðirnar og Noregur dyggir verðir heimskapítalismans, því í raun voru það þessar þjóðir sem kærðu til "heimslögreglu kapítalismans".  Ef rétt er munað voru líka settar fram kröfur frá þessum þjóðum um að samið yrði við Breta um Icesave, fyrr yrði ekkert við Íslendinga talað.

Nú lýsir Össur, utanríkisráðherra, yfir því að hann sé búinn að fá nóg af félögum sínum í systurflokki Smáflokkafylkingarinnar í Bretlandi og þá ekki síst formanni þess flokks.  Fram að þessu hefur Smáflokkafylkingarfólk haldið því fram að SMF og Breski verkamannaflokkurinn væri nánast eitt og hið sama og hafa fulltrúar SMF setið stoltir á ársþingum verkamannaflokksins og látið eins og þeir væru á sínu eigin þingi. 

Hvenær ætlar Össur að lýsa því yfir að hann sé búinn að fá upp í kok af framgangi annarra ESB landa en Bretlands?


mbl.is Heimslögregla kapítalismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misgengi fasteignaverðs og -lána

Frá því að verðtrygging fasteignalána var sett í lög, í tíð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar, hefur nokkrum sinnum skapast svokallað "misgegni" milli verðmætis fasteigna og lánanna, sem á þeim hafa hvílt.  Þetta kom einna verst út á árunum 1982-1984, þegar verðbólga fór yfir 100%, en verðtrygging launa var afnumin.  Þrátt fyrir það hefur verð fasteigna alltaf hækkað meira en sem nemur vísitölu lánanna, þegar yfir lengra tímabil er litið, þannig að eignmyndun í fasteignum hefur verið mikil.

Nú er svipað ástand uppi og var á fyrrnefndum árum, hvað varðar misgengi fasteignaverða og lána, en engin ástæða til að ætla annað, en að  eftir nokkur ár muni þetta jafna sig aftur.  Þess vegna vekur þessi hluti ályktunar málefnahóps VG upp spurningar:  "Fall bankanna og efnahagshrunið samfara því hafi síðan aftur orsakað verðfall fasteigna, þannig að raunvirði þeirra sé í miklum fjölda tilfella orðið mun lægra en áhvílandi skuldir.

Málefnahópurinn leggur til að VG muni því beita sér fyrir því að þau lán sem hærri eru en sem nemur raunvirði eigna, verði færð niður sem því nemur."

Á þá að færa lánin niður í áætlað raunvirði eignanna, eins og það er núna, eða á að færa þau niður í það raunvirði, sem seðlabankinn áætlar að það verði 2011?  Hvað á að gera, þegar fasteignaverð hækkar aftur og lánin verða lægri en raunvirði fasteignarinnar?  Á þá að hækka lánin aftur?  Hvað á að gera fyrir þá sem skulda 95% í sinni fasteign?  Á að hækka þeirra lán í nafni jöfnuðar?

Svona illa fram settar tillögur eru ekki boðlegar í alvöru umræðu um vanda heimilanna.

 


mbl.is Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband