6.5.2009 | 17:19
Greiðslu(verk)fall
Orðið "greiðsluverkfall" er í raun alveg ótrúlegt orðskrýpi. Ef skuldari greiðir ekki af skuldum sínum, flokkast það ekki undir að hann hafi lagt niður eitthvert verk, heldur verður einfaldlega greiðslufall hjá honum og skuldin fer af háum vöxtum yfir á enn hærri dráttarvexti. Að ákveðnum tíma liðnum frá greiðslufallinu fer skuldin í lögfræðiinnheimtu, með tilheyrandi viðbótarkostnaði, og að lokum verður eignin, sem veðsett var fyrir skuldinni, sett á uppboð og seld hæstbjóðanda.
Skuldabréf er samningseyðublað, sem lánveitandi og lántakandi undirrita báðið í votta viðurvist og á eyðublaðinu kemur allt fram um upphæð skuldarinnar, tryggingar fyrir henni og hvernig hún skuli endurgreidd. Standi lántakandi ekki við sinn hluta samningsins og greiðir ekki afborganir á réttum tíma, þýðir ekkert fyrir hann að segjast bara vera í verkfalli og ætli kannski að borga þegar honum dettur í hug að aflýsa verkfallinu.
Ef skuldari getur ekki staðið við upphaflega skilmála samningsins, þá fer hann auðvitað til síns lánveitanda og gerir nýjan samning um eftirstöðvarnar. Geti hann staðið við samninginn, þá ber honum auðvitað að gera það möglunarlaust.
Það þýðir ekkert að segjast ekki borga "af því bara".
![]() |
Greiðsluverkföll ekki mikið nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2009 | 15:23
Húsaræningjar
Nýlega ruddist glæpagengi inn í hús á Arnarnesinu og rændi þar ýmsum munum frá húsráðendum og hélt húsinu og íbúum þess á sínu valdi í tuttugu mínútur. Atburðurinn vakti viðbjóð með þjóðinni og lögreglan lagði sig alla fram um að hafa uppi á glæpamönnunum, sem tókst fljótt og vel, og sitja þeir ennþá í gæsluvarðhaldi.
Nú er samskonar glæpalýður að verki á Vatnsstíg og eini munurinn er sá, að nú er ekki verið að stela munum úr húsinu, heldur er verið að ræna húsinu sjálfu. Þá bregður svo einkennilega við, að fjölmiðlar birta yfirlýsingu frá glæpagenginu og ef að líkum lætur munu birtast viðtöl við glæpamennina, bæði í blöðum og sjónvarpi. Þegar lögreglan hefur afskipti af þessum glæpalýð, er hún sökuð um hörku og fantaskap við handtökur. Siðan fær þessi skríll góðlátlega áminningu og byrjar fljótlega aftur á glæpum sínum.
Skyldu Arnarnesræningjarnir hafa sloppið með klapp á bakið, ef þeir hefðu haft vit á að senda fjölmiðlum yfirlýsingu til réttlætinar gerða sinna, eða jafnvel kallað saman blaðamannafund?
![]() |
Hópur fólks kominn inn á Vatnsstíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.5.2009 | 13:16
Norskir seðlabankastjórar
Norski seðlabankastjórinn í Noregi lækkaði stýrivexti í morgun niður í 1,5%. Því er spáð af greiningardeildum bankanna að norski seðlabankastjórinn á Íslandi muni lækka stýrivexti um 1,5%, þannig að eftir lækkun verði þeir 14%. Núverandi verðbólgustig er 1,4%, þannig að með þessu yrðu raunvextir seðlabankans 12,6%. Þetta er auðvitað algert heimsmet, sem enginn hefur áhuga á að slá.
Í fréttinni segir seðlabankastjórinn (sá norski í Noregi): "Svein Gjerdem, seðlabankastjóri, segir í yfirlýsingu að nýjar upplýsingar bendi til þess að núverandi fjármálakreppa sé sú dýpsta sem komið hafi frá síðari heimsstyrjöld."
Fyrst kreppan er að verða svona djúp í Noregi, væri þá ekki ráð fyrir norska seðlabankastjórann á Íslandi og stjórnvöld, að fara að gera sér grein fyrir því að kreppan á Íslandi hefur þegar náð því stigi, sem sá norski í Noregi óttast?
Ef sá skilningur væri fyrir hendi, yrðu íslensku stýrivextirnir lækkaðir niður í 3-4% á morgun.
![]() |
Norskir vextir lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)