27.5.2009 | 15:39
Atvinnuleysistryggingasjóđur blankur
Samkvćmt ţví, sem Tryggvi Ţór Herbertsson, ţingmađur, segir, fara tćplega 100 fyrirtćki á hausinn í hverri viku og vćntanlega verđa starfsmenn ţeirra atvinnulausir ţar međ. Í fréttum í dag kom einnig fram ađ reiknađ vćri međ ađ ađeins myndu um 4000 starfsmenn verđa eftir í byggingariđnađi í haust, en voru 16.000 ţegar mest var.
Ţetta eru skuggalegar tölur og ekki er reiknađ međ ađ atvinnuleysi fari ađ minnka ađ ráđi fyrr en á árinu 2011 og ţá mun draga afar rólega úr ţví. Útgjöld Alvinnuleysistryggingasjóđs vegna atvinnuleysisbóta eru um 24 milljarđar á ári, eins og atvinnuleysiđ er núna og mun sú upphćđ vćntanlega verđa hćrri á nćsta ári og jafnvel á árinu 2011.
Atvinnuleysissjóđur mun tćmast í nóvember n.k., ţannig ađ ríkiđ mun ţurfa ađ taka á sig atvinnuleysisbćturnar ađ mestu leyti eftir ţađ. Fyrir liggur ađ nauđsynlegur sparnađur í ríkisfjármálum ţarf ađ vera 60 milljarđar króna á árinu 2010, aftur 60 milljarđar áriđ 2011 og enn aftur 60 milljarđar áriđ 2012. Upp í ţetta verđa skattar hćkkađir, en enginn fćr ađ vita hve mikiđ, enda hefur ríkisstjórnin enga hugmynd um ţađ sjálf, né hvernig á ađ skera niđur kostnađ.
Tuttugu milljarđa árleg fjárvöntun Atvinnuleysistryggingasjóđs bćtist viđ ţennan niđurskurđ og Árni ESB Árnason, félagsmálaráđherra, bođar lántökur fyrir fjárvöntun sjóđsins.
Ćtli ríkissjóđur hafi einhversstađar lánstraust?
![]() |
Vanskil hafa sextánfaldast |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2009 | 14:22
Annir Jóhönnu, ríkisverkstjóra
Jóhanna, ríkisverkstjóri, hefur svo mikiđ ađ gera, ađ hún má ekkert vera ađ ţví ađ sinna Alţingi ţessa dagana og er ekki nema gott um ţađ ađ segja, ađ hún skuli hafa eitthvađ ađ gera í vinnunni.
Ţađ sama verđur ekki sagt um Alţingi, en ţar er verkstjórnin ekki burđug, enda kemur ríkisvinnuflokkur Jóhönnu engum málum frá sér, eins og sett var inn á ţetta blogg fyrr í dag.
Vonandi verđur hćgt ađ ganga frá stöđugleikasáttmála fljótlega.
Ekki vćri verra, ef einnig vćri hćgt ađ ganga frá, ţó ekki vćri nema einhverjum öđrum brýnum málum.
![]() |
Stöđugleikaumrćđu ađ ljúka |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 13:47
Annríki á Alţingi - eđa hitt ţó heldur
Ţingfundur er hafinn á Alţingi og ekki verđur annađ séđ, en afar rólegt sé í ţjóđfélginu og allt í miklum blóma í efnahagslífinu. Á dagskrá ţingsins eru engin önnur mál en "störf ţingsins" og sex fyrirspurnir frá Birki Jóni Jónssyni, ţingmanni Framsóknarflokksins. Dagskráin er svohljóđandi:
7. ţingfundur 27.05.2009 hófst kl. 13:31 Fyrirspurnir
|
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 11:09
Viđkvćmt og erfitt mál
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem á árinu 1996 sagđi frá kynferđislegri áreitni séra Ólafs Skúlasonar, biskups, í sinn garđ á međan hann var sóknarprestur í Bústađakirkju, hefur fariđ fram á afsökunarbeiđni kirkjunnar vegna málsins. Kirkjuráđ hefur bođađ hana á sinn fund ţann 19. júní n.k. og mun vćntanlega taka afstöđu til málsins í framhaldi af ţví.
Ţetta mál er afar erfitt viđureignar og verkur upp ţá spurningu, hvort kirkjan, sem stofnun og fyrrverandi vinnuveitandi Ólafs, geti í raun beđist afsökunar á gerđum ţessa fyrrum starfsmanns síns. Getur t.d. forstjóri í stórfyrirtćki beđist afsökunar á persónulegum misgjörđum fyrirrennara síns, hvort sem ásakanir á hendur honum hafi komiđ fram ađ fyrirrennaranum lífs eđa liđnum? Getur barn beđist afsökunar á gerđum látinna foreldra sinna? Fengist betri sálarró međ ţví ađ fórnarlambiđ fyrirgćfi látnum misgjörđarmanni sínum?
Sigrún Pálína óskar eftir uppreisn ćru, vegna ţess ađ henni finns kirkjan ekki hafa brugđist rétt viđ ásökunum sínum á hendur Ólafi. Ţađ hefđi kirkjan vćntanlega ekki getađ gert öđruvísi en međ ţví ađ svifta Ólafi biskupsembćttinu. Ţar var kirkjan kannski í erfiđri stöđu, ţar sem ekki var hćgt ađ sanna ásakanirnar međ áţreifanlegum hćtti, en ef til vill hefđi hún átt ađ láta fórnarlömbin njóta vafans.
Engin ástćđa er til ađ efast um frásögn Sigrúnar Pálínu og í raun er hennar ćra ekki skert í huga manna, heldur er hún virt og dáđ fyrir framgöngu sína. Hún fćr hins vegar ekki friđ í sálina og lítur á sig sem útlaga frá landinu á međan kirkjan biđst ekki afsökunar á misgjörđ kirkjunnar manns í sinn garđ.
Vonandi getur kirkjan komiđ á móts viđ kröfur hennar og er henni óskađ velfarnađar í ţessu máli, sem og lífinu framvegis.
![]() |
Sigrúnu bođiđ á fundinn 19. júní |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2009 | 09:23
Fastgengisstefna óraunhćf
Síđan peningastefnunefndin og norski förusveinninn settust ađ völdum í Seđlabankanum ţann 27/02 s.l. hefur gengi krónunnar lćkkađ um rúm 20%, eđa úr tćpum 187 stigum í rúm 230 stig. Seđlabankanum hefur sem sagt ekki tekist betur en ţetta ađ verja gengiđ síđustu ţrjá mánuđi, ţrátt fyrir ađ ríkisvinnuflokkur Jóhönnu, ríkisverkstjóra, hafi sagt ađ styrking krónunnar vćri eitt helsta markmiđ stjórnarinnar.
Nú koma menn fram međ ţćr hugmyndir ađ setja gengiđ fast í 160 - 170 stigum, án ţess ađ fram komi hvernig í ósköpunum ţeir ćtli ađ fara ađ ţví. Ţađ verđur varla gert nema međ ţví ađ Seđlabankinn ausi gjaldeyri inn á markađinn, en ţetta var reynt í tvo daga eftir bankahruniđ síđast liđiđ haust, en olli svo miklu útflćđi gjaldeyris ađ gefist var upp á ţví strax aftur.
Ađ ćtla ađ festa gengiđ og viđhalda gjaldeyrishöftum á sama tíma er ávísun á lokađ hagkerfi til langs tíma, međ sífellt strangari kröfum um verslun međ gjaldeyri, sem myndi ađ lokum leiđa til álíka ástands og var hér á landi eftir miđja síđustu öld, ţegar skömmtunarseđlar voru gefnir út fyrir öllum helstu nauđsynjavörum.
Ísland ţarf ađ komast inn í framtíđina, en ekki fortíđina.
![]() |
Ekki raunhćft ađ festa gengiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)