Evran og Pólland

Smáflokkafylkingin berst fyrir inngöngu Íslands í ESB og reynir að telja þjóðinni trú um að með umsókninni einni saman, muni kreppan hverfa eins og dögg fyrir sólu.  Ekki nóg með að "traust" og stöðugleiki munu nánast koma sjálfkrafa, þá munum við fá Evruna, nánast samdægurs og þar með lága vexti og lágt matarverð, án þess að geta þess nokkurntíma, að Íslendingar geta sjálfir lækkað vexti og fellt niður tolla af erlendum matvörum.

Pólland gekk í ESB árið 2004 og þar er ekki reiknað með að þeir geti tekið upp Evruna fyrr en árið 2012, og þar telur fjármálaráðherrann að það muni hjálpa til við að verja pólskt efnahagslíf.  Því er yfirlýsing Lech Kaczynski, forseta póllands, í pólska þinginu afar athyglisverð, en þar sagði hann m.a:  „Upptaka evru er svo sannarlega ekki lækning við lasburða efnahag vegna efnahagskreppunnar í heiminum.  Þvert á móti, á tímum heimskreppu og samdráttar í efnahagslífinu þá er slíkt skref afar áhættusamt fyrir Pólland."

Skyldi Smáflokkafylkingunni aldrei hafa dottið í hug að krónan hafi bjargað íslenskum útflutningsatvinnugreinum og ferðaiðnaðinum í þeirri kreppu, sem nú gengur yfir hér á landi.

Atvinnuleysi í þessum greinum er nánast ekkert núna og litið til þessara greina, sem helstu von þjóðarinnar um þessar mundir.

Væru þessar atvinnugreinar einhver vonarpeningur, ef gjaldmiðillinn hefði verið Evra, þegar hrunið varð?


mbl.is Forseti Póllands varar við upptöku evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband