19.5.2009 | 14:31
Kanntu annan Jóhanna?
Össur Skarphéðinsson, grínari, hefur yfirleitt haft orð fyrir ríkisstjórninni, þegar brandararnir eru annars vegar. Nú hefur Jóhanna, ríkisverkstjóri, sýnt að hún er vel liðtæk í skemmtanabransann, en eftir henni er haft í féttinni:
Bara það að sækja um aðild tel ég að muni færa okkur í átt til stöðugleikans. Við erum þá með vegvísi sem alþjóðasamfélagið tekur eftir og hér innanlands líka. Þannig að það eitt að sækja um held ég að muni strax styrkja okkur að því er varðar stöðugleikann. segir forsætisráðherra.
Svona getur enginn forsætisráðherra talað, nema í gríni auðvitað. Með aðildarumsókn verðum við með vegvísi að stöðugleika, sem tekið væri eftir, utanlands sem innan???????????????????????
Það yrði strax tekið eftir því, bæði innanlands og utan, ef ríkisstjórnin færi að beita sér fyrir efnahagsstjórn í landinu.
Það er reyndar líka tekið eftir því, að hún er ekkert að gera í málunum.
![]() |
Þjóðin viti hvað er í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.5.2009 | 09:52
Veit Jóhanna hvað hún syngur?
Jóhanna, ríkisverkstjóri, fór mikinn í stefnuræðu sinni um hagsældina sem myndi fylgja ESB aðild Íslands og reyndar umsókninni einni saman. Ekki var annað að skilja, en að hér færi fljótlega að drjúpa smjör af hverju strái, bara er við losnum við að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar sjálf.
Á einum stað í ræðunni sagði Jóhanna: "Við skulum hafa í huga að á hverjum degi greiða íslenskar fjölskyldur kostnaðinn af því að standa utan Evrópusambandsins í formi vaxtagreiðsla, sem eru margfalt hærri hér en í Evrópusambandinu og í formi hærra verðs á matvælum og öðrum nauðsynjum sem myndu lækka mikið við Evrópusambandsaðild."
Ekki nefndi hún einu orði, að hægt er að fella niður tolla og vörugjöld af matvælum frá ESB löndum, og öllum öðrum löndum einnig, með lögum frá Alþingi og án inngöngu í ESB. Ef henni er í mun að lækka matvælaverð á Íslandi, af hverju fellir ríkisstjórnin ekki niður þessi gjöld núna strax? Af hverju að bíða með það í marga mánuði á meðan á aðildarviðræðum stendur? Ef þetta er hægt eftir inngöngu, af hverju er það þá ekki hægt núna?
Hvað vextina varðar, þá er auðvelt að lækka þá strax, enda viðgengst annað eins vaxtaokur og hér hvergi í veröldinni. Af hverju að ljúga því að þjóðinni, að ekki sé hægt að lækka þá, án inngöngu í ESB?
Á öðrum stað í ræðunni sagði ríkisverkstjórinn: "Reglur Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika munu tryggja að Ísland muni sem áður sitja eitt að öllum kvóta í staðbundnum stofnum í íslenskri lögsögu eftir aðild að Evrópusambandinu."
Hefur Smáflokkafylkingin ekki heyrt af Grænbók ESB um fiskveiðimál? Þar er sagt að hlutfallslegi stöðugleikinn hafi ekki þjónað hlutverki sínu og því þurfi að breyta fiskveiðistjórnunarstefnunni. Þetta má t.d. lesa í þessari frétt
Núna verða ekki tekin fyrir fleiri atriði í ræðu ríkisverkstjórans að sinni, en þessi dæmi sýna hverslags málflutningi þjóðinni er boðið uppá, í ESB áróðri Smáflokkafylkingarinnar.
Veit Jóhanna ekkert hvað hún syngur?
![]() |
Hljótum að vinna saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)