Vinir í Evrópu

Ekki er að spyrja að vinum okkar í Evrópu.  Nú láta þeir ekki svo lítið að svara boði íslenskra stjórnvalda um fund hér á landi um makrílveiðar.  Þessi fundur er fyrirhugaður um miðjan mánuðinn og ESS, Norðmönnum og Færeyingum var boðið til hans til þess að finna farsæla lausn á framtíðarstjórnun makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi. 

Þessi ríki hafa mótmælt veiðum Íslendinga á makríl innan sinnar eigin fiskveiðilögsögu.  Þetta er yfirgengileg frekja af hálfu þessara ríkja og ekki bætir málstað þeirra að neita að ræða málin.  Dettur svo einhverjum í hug að ESB myndi gefa Íslendingum eitthvað eftir í sjávarútvegsmálum í aðildarviðræðum?  

Undarlegast af öllu er að Norðmenn skuli taka þátt í þessum yfirgangi, að ekki sé talað um Færeyinga, en þessar þjóðir höfum við talið til okkar bestu vinaþjóða.

Þeir sem einga vini eins og ESB, Norðmenn og Færeyinga, þarfnast engra óvina.


mbl.is Svara ekki boði um makrílfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall

það er mikið áfall fyrir okkur Sjálfstæðismenn að flokkurinn skuli hafa tekið við styrk frá fyrirtæki eins og FL Group og er þá upphæðin ekki það sem öllu máli skiptir.  Á árinu 2006 giltu engin lög um hámarksupphæðir styrkja sem flokkarnir máttu taka við, þannig að hér var ekki um neitt lögbrot að ræða. 

Hinsvegar verður það að flokkast undir mikið dómgreindarleysi, að flokka styrktaraðila ekki betur en þetta, því stjórnendur FL Group voru ekki þeir pappírar, að ástæða væri til að þiggja af þeim nokkra einustu krónu.  Styrkur frá þessum aðilum hlaut að koma í bakið á þiggjendum fyrr eða síðar og var kannski veittur einmitt í þeim tilgangi.  Það er að minnsta kosti engin tilviljun að þetta skuli vera opinberað núna, kortéri fyrir kosningar.

Nýr og glæsilegur formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, hefur tekið á þessu máli af miklum skörungsskap, sem gefur tóninn um nýja og breytta tíma í Sjálfstæðisflokknum.

 


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband