Ekki Icesave

Ef rétt er munað var Hertiable Bank, dótturfélag Landsbanka Íslands en ekki útibú.  Hertiable Bank var því í raun breskur banki og kemur Icesave reikningum í útibúi Landsbankans í Englandi ekkert við. 

Hertiable Bank var yfirtekinn af breska fjármálaeftirlitinu á sama tíma og Frider & Singlander, banki Kaupþings í London.  Þetta eru sem sagt bankar sem störfuðu sjálfstætt undir breskum lögum og reglum (sem voru svipaðar þeim íslensku), en voru keyrðir í gjaldþrot með hryðjuverkalögunum.

Uppgjör þessara banka kemur því Icesave reikningunum ekkert við og við Íslendingar verðum að halda áfram baráttunni við að klóra okkur út úr því vandamáli.  Vonandi kemur það mikið út úr eignum Landsbankans, að þær dugi að mestu fyrir Icesave,  en botn fæst sjálfsagt ekki í það fyrr en að einhverjum árum liðnum.

Aðrar erlendar skuldir íslensku bankanna munu að mestu lenda á erlendum lánadrottnum þeirra, sem auðvitað munu hugsa Íslendingum þegjandi þörfina í framtíðinni, þannig að ekki verður við að búast, að aðgangur íslensku þjóðarinnar að erlendu lánsfé verði mikill á næstu árum.

Íslendingar munu verða að lifa á eigin aflafé um langa framtíð og það verður mikil breyting fyrir þetta þjóðfélag okkar.


mbl.is Óvænt fé í íslenskum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband